Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 8

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 8
358 ÆGIR NÝJUNG FRÁ SIMRAD: SÓNARMYNDSJÁ Eins og komið hefur fram í fréttum blaða og útvarps, hefur Simrad fyrirtækið norska fullgert nýtt sónartæki tengt tölvu og myndskermi. Hér fara á eftir upplýs- ingar um þetta nýja tæki, eins ýtarlegar og hægt er nú að afla sér. Ekki telur Simrad- fyrirtækið líklegt að þetta tæki, þó að til- raunatækið sé fullgert, komizt á almennan markað fyrr en eftir eitt—tvö ár. Líklegt er, að tækið verði geysidýrt, þegar það kemur til sölu fyrst, eins og jafnan er um tæki, sem kostað hafa dýrar og langar til- raunir. En menn hljóta þó að binda miklar vonir við tækið, því að hér er um byltingu að ræða, þar sem tækið er einskonar neðan- sjávar ratar. I þrjú ár, eða síðan 1968, hefur SIMRAD fyrirtækið noi’ska verið að glíma við þessa nýju gerð af sónar með fjölgeislakerfi og tölvu, sem ynni úr upplýsingum frá són- arnum og einnig frá siglingartækj um. Nú hefur þetta verkefni verið leyst, þannig að tækið er orðið nothæft. Það hefur löngum verið draumur fiski- mannsins að geta séð það, sem væri að ger- ast undir sjávarfletinum, þar sem veiðar- færið er að vinna. Þetta nýja tæki, sem á norsku er nefnt „sonar data-bildskjerm“ uppfyllir þennan draum. Tækið samanstendur af fjórum megin- hlutum: 1. Sónar 2. Siglingatækjasam- stæðu, 3. Tölvu, 4. Myndskermi. Sónarinn Sónarinn sýnir fisktorfuna, fjarlægðina til hennar og stefnuna á hana. Það má segja, að hér sé um nýja tegund sónars að ræða, — Fjölgeislasónar — (multibeam sonar). Leitarspegillinn (svingerinn) er settur saman af 11x11 nikkelplötum og hann sendir út 10 geisla samtímis. Hver geisli er 6x6 gráður og þessir 10 geislar ná 1. mynd.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.