Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 26

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 26
376 ÆGIR MS. RÁN GK 42 Mesta lengd 150 fet, rúmlestatala gamla mæling 399 en mælist nú 367 rúmlestir. Skipið, sem áður hét Boston Well- vale, hefur nú verið endurnýjað að miklu leyti og fengið nýtt flokk- unarskírteini frá Lloyds Regist- er of Shipping ásamt haffæraskír- teini frá Siglingamálastofnun ríkis- ins. Eftirfarandi var sett nýtt í skipið: Allt rafkerfi, sem nú er 380/220 volt riðstraumur. 2 rafalar hver 63 kVA ásamt ljósa- vél af gerð Mercedes Benz 100 hö. Allir riðstraumsrafmótorar. 12 kw rafeldavéi. 2 stk. ljóskastarar 1500 W ásamt kvartsflóðljósum á þilfari og flour- sent lýsingu undir þiljum. Fiskileitartæki af gerð Kodan SRM-871, sem er með sjálfritandi fisksjá (bottom expansion). Kelvin Huges dýptarmælir með hvítlínu MS 44. Kodan KS 500 miðunarstöð, Loran Mieco stað- arákvörðunartæki. 100 W talstöð og VHF örbylgjutæki af gerð Sailor. 2 stk. Kelvin Huges radara 24 og 60 mílna. Áttavita af gerð Lilly and Gilly ásamt sjálf- stýringu frá Sharp & Co. Einnig er útvarps- og kallkerfi frá Geloso. Nýtt matvælafrystikerfi auk kælispírala í alla fiskilest frá sjálfstæðri kælivél fram í skipinu. Aðalvél skipsins er 1000 hö af gerð Werkspoor, spilavél er 300 hö gerð Mirrlees er knýr rafal fyrir jafnstraumsmótor á togvindu með Vard Leonard tengingu. Eigandi er Ágúst G. Sigurðsson og fleiri, Hafn- arfirði. Litirnir á smábátunum Fyrir nokkru var ég staddur í brúnni á togara á siglingu inn Faxaflóann. Veður var bjart, en austan andvari ýfði sjávarflötinn, svo að hann var sægrænni en í logni. Ég var ekkert að góna í ratarann, heldur horfði út um gluggann á landið og sjóinn framundan. Ég sá ekki bátinn, sem á móti okkur kom, fyrr en hann var í þann veginn að skjótast aftur með. Hann var málaður ljós- grænn og ekkert á honum, hvorki rórhús né möst- ur skáru af við sjávarflötinn eins og hann var litur þessa stundina. Báturinn bókstaflega rann saman við hafið. Af þessu hafa hlotizt slys, að bátar eru málaðir of samlitir sjónum, og það hefur valdið örðugleikum við að finna báta. Víða ytra eru smábátar málaðir þannig, að þeir stingi sem mest af við sjóinn. Oft eru þeir rauðir eða gulir. Það væri ráð að taka þennan sið upp hér, undir öllum kringumstæðum verður að hætta að mála smábáta grágræna og samlita sjónum og hafa bæði rórhús og möstur annað hvort litdauf eða samlit bátnum. — Á. Jak. ÆGIR rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er kringum 400 síður og kostar 300 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu- sími er 10501. Pósthólf 20. Ritstjóri Már Elísson. Prentað í Isafold.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.