Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 18

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 18
368 ÆGIR október er r/s Árni Friðriksson enn við síldar- rannsóknir á Austfjarða—Jan Mayen-svæðinu. Fengust þá nokkrar síldar í reknet af og til djúpt ANA frá Langanesi, og eins á svæðinu S og SA frá Jan Mayen, en torfur fundust engar. Þá var leitað síldar á Austfjarðamiðum fyrri helming desembermánaðar, en án árangurs. Af framansögðu er ljóst, að tilraun var gerð til þess að hafa upp á og fylgjast með göngum norsku síldarinnar. Þetta mistókst nú í fyrsta sinn um árabil, þannig, að svo til ekkert er vitað um göngur síldarinnar frá því hún lauk hrygn- ingu til áramóta. Að hinu leytinu er Ijóst, að veiðanlegar torfur hafa aldrei myndazt a. m. k. ekki svo lengi, að neinu máli skipti. Þá eru þau sýnishorn, sem tókst að afla, svo fá- tækleg, að af þeim er ekki hægt að draga neinar ályktanir, enda fékkst enginn afli norðanlends og austan sumarið 1970.“ Áhrif afldbrestsins á markaái Norðurlandssíldar. Eftir aflabrestinn sumarið og haustið 1969, leituðu kaupendur Norður- og Aust- urlandssíldar í vaxandi mæli eftir kaupum á öðrum síldartegundum, einkum síld frá norðanverðum Bretlandseyjum, Skagerak- síld, íslenzkri Suðurlandssíld og kanadískri síld. Síldin frá miðunum við norðanverðar Bretlandseyjar og í Skagerak var óvenju- stór haustið 1969 og frá Kanada fékkst mjög stór síld (um 4 stk. pr. kg.) á ótrú- lega lágu verði. Síldarskortur á mörkuðum Norðurlandssíldar varð því minni vetur- inn 1969/70 en búizt hafði verið við. Með tilliti til reynslu ársins 1969 hófu kaupendur þegar fyrri hluta árs 1970 víð- tækan undirbúning að öflun síldar frá ýms- um nýjum veiðisvæðum og verður nánar vikið að þeim málum undir kaflanum um markaðsmál Suðurlandssíldar hér á eftir. II. HjaltlnndssHdin. Söltun og sala síldannnar. Árið 1970 gekk sala saltaðrar Hjalt- landssíldar mjög erfiðlega. Að frumkvæði Síldarútvegsnefndar fóru fram í Reykja- vík viðræður við fulltrúa sænskra síldar- kaupenda, dagana 2. og 3. apríl, varðandi sölumöguleika á saltaðri Hjaltlandssíld til Svíþjóðar. 1 byrjun fundanna var mark- aðsástandið rætt almennt og upplýstu Sví- arnir, að sænsku niðurlagningarverksmiðj- urnar ættu nægilegt magn af sykur- og kryddsíld a. m. k. fram í september og þar að auki væru á lager um 25 þús tunnur af venjulegri saltsíld, sem tæki a. m. k. 5 mánuði að selja. 1 því sambandi gátu þeir þess, að visst “panikástand" hefði skapazt um tíma haustið áður, er Norðurlandssíld- in brást, og hefðu þá margir keypt á alltof háu verði. Þeir sögðu að síld bærist víðar að á sænska markaðinn en áður og væri reynsla síðustu vertíðar sú, að unnt væri að nota ýmsar aðrar tegundir síldar en hina venjulegu „lslandssíld“ (Norðurlandssíld). Sögðu þeir, að allgóð síld, sem veiðzt hefði á svæðinu við Hjaltland og í Skagerak, hefði borizt á sænska markaðinn. Síld þessi hefði að nokkru leyti verið flutt ísuð í kössum til Svíþjóðar frá Hirtshals og Skagen og hefði hún verið bæði feit og stór, mestmegnis 3,5—4,5 stk. pr. kg. Þeir kváðu það mikið hagi’æði fyrir sænska kaupend- ur að fá síldina keypta í Danmörku, því þar gætu þeir fengið að velja úr stærstu síldina til söltunar og auk þess sparaðist mikill kostnaður, þegar hægt væri að salta síldina í Danmörku eða Svíþjóð og láta hana verkast í eigin vinnslustöðvum eða geymsluhúsum. Þá gætu þeir og notað gamlar, áður notaðar tunnur, sem alltaf væri nóg af og hefðu verið kaupendum nánast einskis virði. Þá héldu þeir því fram, að í hverjum kassa af ísaðri síld væri 10—12% yfirvigt. Þeir kváðu ekki koma til greina kaup á heilsaltaðri síld frá íslandi eins og árið áð- ur og héldu því fram, að það væri almenn skoðun og reynsla sænskra kaupenda, að ekki væri unnt að bjarga gæðum síldarinn- ar með því að eftirskera hana í landi. Fisk- urinn yrði eftir sem áður dökkur og ljótur. Þá bentu þeir á, að hætta á átuskemmdum ykist stórlega, ef síldin væri ekki haus- skorin og slódregin strax við söltun og tóku fram, að ef ekki fengizt „lslandssíld“ (Norðurlandssíld) á komandi vertíð,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.