Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 5

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 5
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 67.ÁRG. 6.TBL. 1. APRÍL 1974 Ný námsgrein í stýrimannaskólum EFNISYFIRLIT: Ný námsgrein í stýrimannaskólum 101 • Fiskiræktarstöðin á Öxnalæk 102 • Um þróun fiskiræktar í Japan 104 Útgerð og aflabrögð 108 Reglugerð um róðrartíma fiskibáta frá Faxaflóa, Sandgerði og Grindavík 110 • Gunnar Jónsson: Sjaldséðir fiskar árið 1973 111 • Spjallað um Lófót- veiðarnar 113 • Erlendar fréttir: Svo til eingöngu stórsíld 115 Norðmenn rannsaka hve margt sé sérfróðra Manna í fiskveiðunum 115 e Á tækjamarkaðnuin: Vökvadrifin færavinda 116 e Ný fiskiskip: Hólmanes SU 1 117 Viðar ÞH 17 119 Forsíðumyndin er af Hólmanesi SU 1 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG (SLANDS höfn. INGÓLFSSTRÆTI SfMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELfSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GfSLI ÓLAFSSON PRENTUN: fSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 750 KR ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA í námskynningarplaggi, sem Stýrimannaskólinn í Reykja- vík hefur sent frá sér, er fjall- að um hugmynd, sem margir hafa að vísu velt fyrir sér, en er þarna í fyrsta skipti líkast til formuð skilmerkilega og raunhæft. Þetta er sú hug- mynd, að auka við og hagræða náminu í Stýrimannaskólun- um þannig, að mönnum nýtist námið og prófin frá skólanum til fleiri starfa en sjómennsk- unnar einnar. Það er nú svo, að bó að flestir, sem fara í stýrimannaskóla ætli að gera sjómennskuna að ævistarfi, þá verður oft annað uppi á ten- ingnum síðar. Mönnum hefur sem sagt ver- ið það lengi Ijóst, að til þess að laða menn að stýrimanna- skólanum, þyrfti námið að veita þeim aukna möguleika til annarra starfa í sjávarút- vegi en sjómennsku. En hvernig átti að gera það ? Ein er sú leið, að stýri- mannaskólarnir útskrifi út- gerðarstjóra. Útgerð er mjög sérhæfður en þó flókinn rekstur. Útgerðarstjóra nægir ekki viðskiptafræðileg mennt- un ein saman, heldur verður hann einnig að hafa tæknilega þekkingu á atvinnuveginum og raunhæfum fiskveiðum. Tvennt sýnist þá helzt geta komið til greina við að mennta menn til þessa starfs, en það er að gera þetta að sérfagi við viðskiptadeild Háskólans og láta þá viðskiptanema taka að minnsta kosti 2. stigs próf úr stýrimannaskólunum, eða, og það sýnist miklu vænlegri leið, auka viðskiptafræðinámið í stýrimannaskólunum. Þetta er sú leið, sem boðuð er í áðurnefndri námskynn- ingu. Jónas Sigurðsson skóla- stjóri er henni hlynntur og Þorsteinn Gíslason hefur kynnt sér það nám, sem Norð- menn eru að hefja, og reynd- ar þegar hafið í Tromsö, og telur heldur ekki nein vand- kvæði á því, að efla viðskipta- fræðinámið við stýrimanna- skólann hér. Það er rétt að skjóta því hér að, að útgerðarmannastétt okkar er að breytast, þannig að þeir menn eru heldur hverf- andi, sem aldir eru upp í at- vinnuveginum og gerþekkja hann bæði til sjós og lands. í þessu efni, eins og svo mörg- um öðrum hlýtur þá skólanám Framhald á bls. 120. jVsbófcasafuið ó jftkurByrt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.