Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 23

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 23
Ibúðir: Ibúðir á neðra þilfari sam- anstanda af snyrtiaðstöðu fremst. Fyrir aftan snyrtiklefa eru fimm 2ja manna klefar í stjórnborðssíðu, en í bakborðs- síðu eru: einn 2ja manna klefi; matvælageymsla, sem samanstendur af ókældri geymslu, kæli- og frysti- geymslu; eldhús, borðsalur og þvottaherbergi aftast. í þvottaherbergi er einnig hlífð- arfatageymsla og er hægt að ganga úr því herþergi aftur á vinnuþilfar. A efra þilfari, í þilfarshúsi, er skipstjóraklefi með sér snyrtiaðstöðu, 3 eins manns og einn 2ja manna klefi fyrir stýrimenn og vélstjóra, snyrtiaðstaða og klefi fyrir vindumótor. Síður, útþil og loft í vistar- verum er einangrað með gler- ullarmottum og klætt með krossviðarplötum með álímdu plasti. Upphitun í vistarverum er með rafmagnsofnum. Loft- ræsting fyrir vistarverur er með rafknúnum blásara, af- köst 2500 m3/klst., og er loft- ið forhitað. Fyrir eldhús, borð- sal og snyrtiaðstöðu er sog- blásari. Raf eindatæki: Af helztu tækjum í brú má nefna: Ratsjár: Tvær Raytheon, gerð 1245/9 XB og 1260/ 12SB, báðar með 64 sml. langdrægni. Miðunarstöð Toiyo TD-A 130. Loran: Mieco 6811. Gyroáttaviti: Anschútz. Sjálfstýring: Anschútz. Vegmælir: Jungner-Sallog, Sal-64. Dýptarmælir: Atlas Echo- graph 470. Fisksjá: Atlas Fischfinder 780 (með sjálfrita og myndsjá. Talstöð: Skanti TPR 400, 400 W, S.S.B. Örbylgjustöð: Storno. Á skipinu verður 15 manna áhöfn. Skipstjóri er Sigurður Magnússon og 1. vélstjóri Haf- steinn Guðvarðarson. Fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar er Aðalsteinn Jónsson. Viðar ÞH 17 15. febrúar afhentu Básar h-f', Vestmannaeyjum, ný- smíði nr. 1, sem er 19 rúmlesta eikarfiskiskip. Fiskiskip þetta, Viðar ÞH 17, er í eigu Hólm- steins Helgasonar h.f., Raufar- höfn. Smíði skipsins fór fram i Hafnarfirði, en þar hafa Básar h.f. nú aðsetur. Skipið er af hefðbundinni gerð með lúkar fremst, þá fiskilest og vélarúm aftast. Vélarreisn og stýrishús er úr ab. í lúkar eru hvílur fyrir 4 menn og eldunaraðstaða. Fiskilest er með álplötum í gólfi og lestarstoðir og skil- rúm úr áli. í vélarúmi eru tveir brennsluolíugeymar, en ferskvatnsgeymir er milli fiskilestar og lúkars. Aðalvél skipsins er Scania Vabis, gerð DS 11, 205 hö. yið 1800 sn/mín., tengd niður- færslugir frá Twin Disc. gerð MG 509 (2.95:1). Skrúfubún- aður er frá Propulsion, 3ja blaða föst skrúfa með 990 mm þvermáli. Á aðalvél er Transmotor ACG 220 rafall, 6.3 kw. Hjálparvél er Fary- mann, gerð R 30 M, 11 hö. við 1500 sn/mín. Við vélina er rafall, Transmotor gerð ACG 155, 3,6 kw., og auk þess dæl- ur. Rafkerfi skipsins er 24 V jafnstraumur. Stýrisvél er frá I. T. Radio. Vindubúnaður er vökvaknú- Æ GIR — 119

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.