Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 6
F iskir æktar stöðin á Öxnalæk Þegar fiskiræktarstöð Tungulax hf. á Öxnalæk var formlega opnuð, flutti Eyjólfur Konráð Jóns- son ávarp það, sem liér fer á eftir. Á þessu ári eru 5 ár liðin síðan hlutafélagið Tungulax var stofnað, en rúmur áratugur er síðan þeir félagar prófessor Snorri Hallgríms- son, Kristinn Guðbrandsson og Oddur Ólafs- son hófu tilraunir til fiskeldis og byggðu litla fiskiræktarstöð að Keldum. Þeir hófu og fiski- rækt á Skaftársvæðinu og gerðu ræktunar- samning um Eldvatn í Meðallandi. Aðalhvatamaðurinn að stofnun Tungulax hf. var Snorri heitinn Hallgrímsson, sem af eldlegum áhuga vann að fiskiræktarmálum öllum stundum, sem hann gat varið frá erfiðu prófessors- og læknisstarfi, og var hann fyrsti framkvæmdastjóri félagsins. Stjórn Tungulax hf.: Frá v.: Guðm Hjaltason, Þuríður Finnsdóttir, Kristinn Guðbrandsson, Eyj- ólfur Konráð Jónsson og Dýrfinna Jónsdóttir. Tungulax hf. hefur haldið áfram rekstri fiskiræktarstöðvarinnar að Keldum og lítils tilraunahúss á Öxnalæk, sem þeir Snorri Hall- grímsson og Kristinn Guðbrandsson reistu vorið 1969. Þá hefur félagið haldið áfram rækt- un í Tungulæk og Hæðarlæk í Landbroti, og ræktun Eldvatns í Meðallandi, sem er ein stærsta bergvatnsá landsins. Við Hæðarlæk hefur félagið reist 360 fer- metra eldishús og eru þar gerðar tilraunir með lax og sjóbirting, sem m. a. er sleppt beint úr húsinu út í læk í von um endurheimtu, en sá fiskur sem til baka kemur, er fyrst og fremst notaður sem klakfiskur. í Eldvatn hafa nú verið sett nær 100 þús. gönguseiði, og er ræktunin þar byrjuð að bera árangur. 1971 veiddust þar 40 laxar, 1972 60 og á s.l. ári 100. Eyjólfur Konráð Jónsson flytur ávarp við opnun stöðvarinnar. ÆGIR 102

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.