Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 18

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 18
við Lófót. Slíkar takmarkanir eru þekkt- ar við aðrar veiðar ýmsar, en hingað til hef- ur ekki þurft að grípa til þoirra við Lófoten. Fiskifræðingarnir leggja þó naumast fram nokkra slíka tillögu þetta árið. Minni fiskur — færri fiskimenn — afkastameiri veiðarfæri. Fram á miðjan sjötta áratug þessarar aldar stunduðu 20 þús. fiskimenn að jafnaði vertíð- arveiðarnar við Lófót. Hin síðari ár hefur fjöldi Lófótfiskimanna verið 5—6 þús. Fisk- stofnarnir hafa einnig minnkað, svo sem áður er lýst, en heildarveiðin hefur ekki minnkað hlutfallslega við fækkun fiskimanna og minni stofna. Orsökin til þessa er bætt fiskveiði- tækni. Fiskimennirnir nota orðið afkasta- meiri veiðarfæri en áður og eru betur búnir að fiskileitartækjum. En þó að um miklar tækniframfarir hafi verið að ræða hjá fiski- mönnunum, þá eru veiðarnar við Lófót enn reknar mjög mikið í hefðbundnu formi að því er lýtur að veiðiútbúnaði og veiðarfærum. Af - kastamestu veiðarfærin eru ekki leyfð við Lófót. Þorsknótaveiðin, sem bönnuð var 1969, aflaði um helmings heildaraflans, með- an hún var leyfð. Það var mikið deilt um bannið við þorsknótaveiðunum á sínum tíma, en almennt mun nú álitið, að þetta hafi verið rétt ákvörðun, sem hafi orðið til þess að tryggja hinar hefðbundnu Lófótveiðar til langs tíma. Botnvörpuveiðar hafa aldrei verið leyfðar við Lófót og dragnót hefur ekki verið mikið notuð þar. Handfærið er ekki merkilegt veiðarfæri í augum veiðitæknifræðinga, en skakið við Ló- fót sýnist enn vera lífvænlegur atvinnu- vegur. Hin síðustu ár hefur 15—20% af fiski- mönnunum við Lófót notað þetta veiðarfæri og allt fram að 1967 veiddu handfæramenn um 15% heildaraflans. Aflamagn á fiskimann við Lófót var í fyrra um 10 tonn og löndunarverðmætið var þá rúmlega 134 milljónir króna. Landshlutastyrjöld um „liráefnið“. (Eins og fram kemur í fyrirsögninni, eru Norðmenn sömu skoðunar og íslendingar, að fiskur sé hráefni. — Þýð.) Þorskurinn hefur alla tíð verið grundvöll- urinn undir lífsafkomu fólksins í Lófót og einnig að miklu leyti á allri strandlengju Norður-Noregs. Norðlendingarnir hafa lagt til mestan aflann, en verzlunarmenn í bæjun- um á Mæri og í Bergen hafa dregið til sín fiskverkunina og útflutninginn. Þessi verkaskipting, sem óneitanlega hefur haft í för með sér andstæða hagsmuni, er or- sök sífelldrar styrjaldar í norskum fisk- iðnaði. Áður en Lófótveiðarnar hófust í ár blossaði þessi styrjöld upp með óvenjulegum ofsa. Ástæðan til þess var sú, að seljendur þurrkaðs saltfisks á vesturströndinni sýndu vaxandi áhuga á því að kaupa sér útgerðaraðstöðu í Lófót til að tryggja sér að fá fisk til verk- unar, en framboð á fiski til verkunar hefur ekki svarað til eftirspurnarinnar undan- farið. í fyrra var um helmingur heildaraflans eða 34,500 tonn söltuð og verkuð í þurrfisk. Tæp- lega 20 þús. tonn voru hengd upp í skreið, 5.100 tonn voru seld fersk og næstum 5.500 tonn voru flökuð og fryst. Norges Ráfisklag (Norska ferskfisksölu- samlagið) hefur eitt rétt til allrar sölu á fiski upp úr bát, en salan á saltfiski og skreið ann- ast sölusamlög fiskframleiðenda. Árekstrar einnig á fiskimiðunum. Þegar hinn mikli fjöldi fiskibáta safnast saman á tiltölulega litlu svæði, eins og er um að ræða við Lófót, kemur oft til árekstra milli báta með hin ýmsu veiðarfæri. Trölla- fjarðarslagurinn er frægur, en hann er líka eins dæmi í sögu Lófót veiðanna, enda þótt árekstrar séu alltíðir enn þann dag í dag. Vertíðarveiðarnar við Lófót eru mjög vel skipulagðar veiðar, og það verður að þakka eftirlitinu, sem með þeim er haft. Þarna er um að ræða veiðieftirlit, sem á sér enga hlið- stæðu í norskum fiskveiðum. Lófót er skipt í 11 svæði og í hverju svæði um sig velja neta- veiðimenn, línumenn og einnig dragnótamenn sína fulltrúa. 11 eftirlitsmenn á 8 eftirlits- bátum eru á ferðinni til að fylgjast með veið- unum og sjá um að ekki komi til árekstra á miðunum. Ef slíkt kemur samt fyrir, þá heyr- ir málið undir sýslufulltrúann, Hans Björn- stad. ÆGIR — 114

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.