Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 16

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 16
9. Lýr Pollachius pollachius (L.) 2. maí, við Surtsey, lengd 77 cm (án hauss), v/b Esjar RE. 10. Brynstirtla Trachurus trachurus (L.) 19. sept., 16 sjm. NV af Eldey, 156 m dýpi, lengd 36 cm, mb. Vonin GK. 11. Stóri bramafiskur Brama brama (Bona- terre). 11. nóv., Síðugrunn, lengd 50 cm, bv. Júní. 12. Deplakýtlingur Pomatoschistus pictus Malm. 1. ágúst, sunnan Vestmannaeyja (63°19'N -20°26'V), dýpi 125 m, lengd 42 mm, r/s Hafþór, botnskafa. Fyrsti fundur við ísland. Heimkynni depla- kýtlings hafa til þessa verið meðfram strönd Noregs frá Þrándheimi inn í Katte- gat og Skagerak, í dönsku sundunum, við Norðursjávarstrendur Danmerkur, Þýzka- lands, Hollands og Belgíu, við Ermarsunds- strendur Frakklands og umhverfis Bret- landseyjar allt út á 100 m dýpi. Deplakýt- lingur nær um 5-6 cm lengd. Mynd 3. Deplakýtling-ur (Havet og váre fiske). 13. Dökki sogfiskur Liparis koefoedi Parr. Janúar, Jökulfirðir (N-ís.), dýpi 37 m, lengd 27 cm, hörpudiskplógur. 14. Surtur Cryptopsaras couesi (Gill). Sept., 11 sjm. suður af Hvítingum (SA- land), dýpi 92 m, lengd 57 cm, þyngd 3650 g, net. Auk ofantaldra fisktegunda veiddust í H-8 leiðangri Hafþórs í júní-júlí undan NV-, N- og NA-landi allmargar skjóttu skötur (Raja hyperborea), en skjótta skata getur varla tal- ist lengur sjaldséð á þessum slóðum. Einnig veiddust í sama leiðangri nokkrir mjórar, einkum dílamjóri (Lycodes esmarki) og hálf- beri mjóri (Lycodes seminudus), en þeir munu einnig vera fremur algengir á djúpmiðum í kalda sjónum norðanlands og austan. H. GKÆNLANDSMIÐ 15. Kolbítur Malacosteus niger Ayres. 5.-10. maí, suðaustast á Jónsmiðum, dýpi 293-311 m, lengd 23 cm, bv. Karlsefni RE. 16. Ennisfiskur Caristius macropus (Bellotti). 9. nóv., Dohrnbanki (65°30'N-30°28'V), 382 m dýpi, lengd 22 cm, r/s Bjarni Sæ- mundsson. Mynd J. Ennisfiskur (The Fishes of the British Isles and North-West Europe). Abstract: The following rare fishes were re- corded by the Marine Research Institute in Reykjavík during 1973: Icelandic waters. Apristurus laurussonii, Centroscymnus crepidater, Raja fullonica, R. fyllae, Bathyraja spinicauda, Paralepsis sp., Saccopharynx sp., Synaphobranchus kaupi, Pollachius pollachius, Trachurus trachurus, Brama brama, Pomatoschistus pictus, Liparis koefoedi, Cryptopsaras couesi. Greenland waters. Malacosteus niger, Cari- stius macropus. Two of the above mentioned species, Sacco- pharynx sp. and Pomatoschistus pictus are new for Icelandic waters. Helztu heimildir: Bertin, L. 1934. Les poissons apodes appartenant au sous- ordre des Lyomeres. Dana-Report No. 3. Böhlke, J. R. 1966. Order Lyomeri. Fishes of the Western North Atlantic, Part Five. Leim, A. H. and W. B. Scott 1966. Fishes of the Atlantic Coast of Canada. Fish. Res. Board of Canada, Bull. no. 155. Weeler, A. H. 1969. The Fishes of the British Isles and North- West Europe. Æ G I R — 112

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.