Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 21

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 21
NÝ FISKISKIP I þessu blaði birtist lýsing af wis. Hólmanes SU 1, fyrsta skut- togaranum af minni gerð, sem Spánverjar smíða fyrir íslend- inga, og einnig birtist hér lýsing af 19 rúmlesta tréfiskiskipi, ms. Viðari ÞH 17, sem er nýsmíði nr. 1 hjá Básum h.f. Vestmanna- eyjum. Ægir óskar eigendum til hamingju með skipin og áhöfn og fleyjum farsældar. Hólmanes SU 1 7. febrúar s.l. kom skuttog- arinn Hólmanes SU 1 til heimahafnar sinnar, Eski- fjarðar, í fyrsta sinn. Hólma- nes SU er sá 1. í röðinni af 5 skuttogurum af minni gerð (undir 500 brl.) sem smíðaðir eru á Spáni fyrir íslendinga. Þessir skuttogarar eru allir smíðaðir eftir sömu teikningu, en alls eru það fjórar skipa- smíðastöðvar, sem smíða ofan- greind skip. Hólmanes er smíð- að hjá skipasmíðastöðinni Construcciones Navales P. Freire S. A. Vigo og er smíða- númer 80 hjá stöðinni. Skipið er í eigu Hólma h. f., Eskifirði, en aðalhluthafar fyrirtækisins eru Hraðfrystihús Eskifjarð- ar h.f. og Kaupfélag Héraðs- húa, Reyðarfirði. Almenn lýsing: Skipið, sem er skuttogari með tveimur þilförum milli stafna og skutrennu upp á efra þilfar, er byggt skv. reglum f-^oyd’s Register of Shipping °g flokkað +100A1, Stern Trawler, ICE Class 2, +LMC. Undir neðra þilfari er skip- inu skipt með 6 vatnsþéttum þilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: stafnhylki fyrir brennsluolíu; hágeymir fyrir brennsluolíu, en í rúmi þessu er einnig innbyggður keðju- kassi; asdikklefi; fiskilest, en undir lest eru botngeymar fyr- ir brennsluolíu; vélarúm með botngeymum út við síður fyrir ferskvatn; brennsluolíugeymir (tvískiptur) yfir stefnishylki og skutgeymir (þrískiptur) aftast fyrir brennsluolíu. Fremst á neðra þilfari er geymsla, en þar fyrir aftan íbúðir. Aftan við íbúðir er vinnuþilfar, fiskmóttaka og stýrisvélarrúm. Stjómborðs- megin við fiskmóttöku og stýr- isvélarrúm er vélarreisn og netageymsla aftast, en bak- borðsmegin er vélarreisn og verkstæði aftast. Á efra þilfari er fremst lok- aður hvalbakur, en þar er netageymsla. Aftan við hval- bak er þilfarshús, sem gengur fram í hvalbak að hluta. í þilfarshúsi eru íbúðir. Aftan við þilfarshús er togþilfarið. Hvalbaksþilfar nær að aft- urgafli þilfarshúss, en aftast á því er brú (stýrishús) skips- ins staðsett. Vélabúnaður: Aðalvél er MAN (Bazan- Man), gerð G8V 30/45 ATL, 1700 hö. við 500 sn/mín., sem tengist gegnum kúpplingu gír frá Tacke-Olalde, gerð HSU- 560 með niðurfærslu2,5:lfyrir skrúfubúnað. Skrúfubúnaður er frá Navalips, skrúfa 4ra blaða skiptiskrúfa með 2500 mm þvermáli. Á niðurfærslugír eru tvö aflúttök (1:3). Á öðru aflút- takinu er fasttengdur jafn- straumsrafall (fyrir tog- vindumótor) frá Indar, 310 KW, 440 V, 1500 sn/mín. Á hinu úttakinu, sem gert er fyrir 260 hö. við 1500 sn/ mín., er deiligír (1:1) með tvö aflúttök. Við þessi úttök eru tengdar tvær háþrýstidælur (fyrir hjálparvindur). Hjálparvélar eru tvær frá Caterpillar, gerð D 343 TA, stilltar fyrir 275 hö. við 1500 Rúmlestatala ....................... 451 brl. Mesta lengd ..................... 47.55 m. Lengd milli lóðlína ............. 39.26 m. Breidd ........................... 9.50 m. Dýpt að efra þilfari.............. 6.50 m. Dýpt að neðra þilfari ............ 4.30 m. Djúprista (mesta) ................ 4.25 m. Særými (djúprista 4.25 m.) .... 1060 t. Burðarmagn (djúprista 4.25 m) 400 t. Lestarrými ........................ 400 m3. Brennsluolíugeymar................. 168 m3. Ferskvatnsgeymar ................... 37 m3. Ganghraði (reynslusigling) ........ 14.0 hn. Æ G í R — 117

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.