Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 20
Á TÆKJAMARKAÐNUM Vökvadrifin færavinda í lýsingu af Viðari ÞH 17 (sjá Ný fiskiskip í þessu tbl.) kemur fram að báturinn er bú- inn 7 vökvaknúnum færavind- um. Vindugerð þessi, sem kall- ast Vaga Snellan eða Oilwind, er framleidd af J. K. Joensen And Son, Midvaag í Færeyj- um. Rétt þykir að kynna þessa færavindu lítillega, þar sem vindur af þessari gerð eru fyrst núna að koma í báta hér á landi. S.l. sumar voru settar niður 7 „Oilwind" færavindur í ms. Hlíf SI 24, 47 rúmlesta stál- fiskiskip, og voru það fyrstu vindurnar af þessari gerð, sem settar eru í íslenzkt fiskiskip. Fyrir utan Hlíf SI hefur vindu- gerð þessi verið sett í tvo aðra báta (nýsmíði), þ. e. Viðar ÞH og Haförn EA 155, sem skipa- smíðastöð KEA afhenti seint á s.l. ári (Lýsing af Haferni EA birtist í næsta tbl.). Á meðfylgjandi mynd má sjá teikningu af þessari vindu. Sjálf vindan (rúllan) er venju- leg færavinda með armbremsu, sem fyrirtækið hefur framleitt um árabil, en við rúlluna hefur verið sett drifkerfi, sem eins og áður er getið er vökvaknú- ið. Olíumótorinn er frá Dan- foss, gerð OMP-50. Vinnu- þrýstingur fyrir mótorinn er gefinn upp að vera 40 kg/cm- og olíustreymi 5 l/'mín. Átak vindu er 23 kg og dráttarhraði um 70 m/mín og er þá miðað við ofangreindan þrýsting og olíustreymi. Olíustreymi og þar með dráttarhraði er stillt með sérstökum loka og einnig er stillanleg kúpling (sluðr- ari), sem gefur átaksstillingu. Vindan er ekki sjálfskakandi, en skv. upplýsingum frá um- boðsmanni framleiðanda er verið að vinna að tæki, sem á að gera það kleift, og verður það viðbótartæki við þessa vindugerð. Fyrir utan sjálfar vindurn- ar afhendir framleiðandi einn- ig tilheyrandi fylgihluti í sam- bandi við rörakerfi svo og dælu. Ef miðað er við 8 vind- ur er aflþörf dælu ca. 4 hö. og er þá miðað við, að allar vind- ur vinni með fullum afköstum. í Haferni EA og Viðari ÞH er umrædd dæla drifin af hjálp- arvél, en í Hlíf SI er notuð dæla, sem er fyrir vindukerfi skipsins og er drifin af aðal- vél. Umboð fyrir þessar fær- eysku færavindur hefur Mar- inó Pétursson, heildverzlun, Reykjavík. Skv. upplýsingum frá umboðinu hefur verð á vindum þessum verið um 50.000,00 eða um 400.000,00 ísl. kr. miðað við 8 vindur og er þá innifalið rörakerfi og dæla.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.