Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 22

Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 22
sn/mín. Hvor vél knýr rið- straumsraíal frá Indar, 210 ICVA (168 KW) 3x380 V, 50 Hz. Tvær De Laval skilvindur eru fyrir smurolíu- og brennsluolíukerfið. Loftræsi- kerfið fær loft frá tveimur raf- knúnum loftþjöppum frá ABC, gerð VA-70, afköst 40 m3/ klst., þrýstingur 30 kg/cm2. Tveir þrýstiloftskútar, 200 1. að stærð, eru fyrir þrýstilofts- kerfi. Tveir rafdrifnir blásar- ar eru fyrir vélarúm og loft- notkun véla. Hydroforkerfi, bæði sjó- og ferskvatns-, er frá Itur, stærð geyma um 300 1., dæluafköst 2600 1/klst. Einn 250 1. geym- ir er til upphitunar á fersk- vatni með 10 KW rafmagns- elementi. Pælikerfi er fyrir tvo brennsluolíugeyma, stafn- hylki og hágeymi, með fjaraf- lestri í vélarúmi. í stýrisvélarrúmi undir skutrennu er rafstýrð vökva- knúin stýrisvél frá Tenfjord, gerð Hu-160-2ESG-450. Vindubánaður: Togvinda skipsins er stað- sett aftan við þilfarshús á efra þilfari. Vindan er frá Carral, gerð MCM-5 með tveimur tog- tromlum, þremur hjálpar- tromlum og spilkoppum á end- um. Togtromlur hafa eftirfar- andi mál: 465 mm** x 1450 mnF x 1550 mm og gefnar upp fyrir 1450 faðma af 3ý2" vír, hvor tromla. Togátak vindu er 14,1 t. á miðja tromlu (960 mmf*) og tilsvarandi víra- hraði 112 m/mín. Vindan er knúin af jafnstraumsmótor frá Indar, 390 hö„ 440 V, 1000 sn/mín. Eins og fyrr segir eru þrjár hjálpartromlur á togvindum. Ein tromla er á miðri vindu fyrir hífingar á vörpunni upp á þilfar, en hinar tvær eru hvor á sínum enda og eru fyrir grandaravírana. Fremst í göngum, til hliðar við þilfarshús, s.b,- og b.b.- megin, eru tvær hjálparvindur frá Ibercisa, gerð ASC-3B. Vindur þessar eru vökvaknún- ar (háþrýstikerfi) með einni tromlu og eru notaðar við að draga bobbingana fram. Aftarlega á togþilfari, hvor sínum megin við vörpurennu, eru tvær hjálparvindur, sem notaðar eru m. a. við að losa pokann, og þegar vörpunni er kastað. Vindur þessar eru vökvaknúnar (háþrýstikerfi) með einni tromlu og einum spilkoppi. Önnur vindan er frá Ibercisa, en hin frá Indupesca. Dælur fyrir ofangreindar háþrýstivindur eru drifnar af aðalvél (aflúttak á aðalvélar- gír) og er kúplingu fyrir þær stjórnað frá vélarrúmi. Dælur þessar eru tvær, tvöfaldar af gerðinni Vickers 3520 V 35 A14. Til vara fyrir háþrýsti- vindukerfi er ein einföld raf- knúin dæla. Akkerisvinda er rafknúin, frá Carral, og staðsett á hval- baksþilfari. Aftast í stýrishúsi skipsins eru stjórntæki fyrir vindur. Fjarstýring er á togvindu (þar með talið hífingar- tromlu og grandaratroml- um) og einnig er ráð- gert að setja fjarstýringu á hjálparvindur þær, sem stað- settar eru aftarlega á togþil- fari. í stýrishúsi eru togmæl- ar, þannig að lesa má átak á togvírum. Vinnuþilfar: Fiskilúga á efra þilfari opn- ast upp og er vökvaknúin. Fiskmóttöku á neðra þilfari er skipt með uppstillingu í 3 hólf og er stærð móttökunnar um 28 m3. Framan við fisk- móttöku eru aðgerðarborð og affallsrennur (fyrir borð) fyrir slóg og annan úrgang. Eftir aðgerð fer fiskurinn eftir færiböndum að fisk- þvottavélum. Tvær fiskþvotta- vélar eru í skipinu, önnur „rot- erandi" en hin kerþvottavél. Frá þvottavélum fer fiskurinn eftir færibandi að lestrarlúgu og síðan niður í lest. Tvær austursdælur eru fyrir vinnuþilfar, afköst dælu um 30 m3/klst. Loft á vinnuþilfari er ein- angrað með glerull og klætt með krossviði. Vélræn loft- ræsting er ekki fyrir vinnu- þilfar. Fiskilest: Fiskilestin er um 400 m3 að stærð. Uppstilling er fremst í fiskilest, stálstoðir með stíu- og hilluborðum úr áli, en í afturhluta er lestin útbúin fyrir kassa. Á lest eru þrjár losunar- lúgur, aðgangur að fremstu lúgunni er frá hvalbaksþilfari framan við brú, en að hinum tveimur er aðgangur frá tog- þilfari aftan við togvindur. Tvö færibönd eru í lest til flutnings á fiski. Lestin er einangruð með polyurethan og klætt með 4ra mm stálplötum, þó þykkri plötur í lestargólfi. Lestin er kæld og eru kæli- leiðslur í lofti lestar. Tvær kæliþjöppur, staðsettar í vél- arrúmi, frá Sabroe, gerð PKO- 14, eru fyrir lestarkælingu. Af- köst 9500 kcal/klst. (-10/15/ 25°C) hvor þjappa, kælimiðill Freon 12. Æ GI R — 118

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.