Ægir - 15.06.1974, Qupperneq 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
6 7. ÁRG. 9. TBL. 15. JÚNÍ 197 4
Hafréttarráðstefnan
EFNISYFIRLIT:
Hafréttarráðstefnan 161
Jakob Jakobsson og
Sveinn Sveinbjörnsson:
Síldarleit 1973 162
Útg-erð og- aflabrögð 169
Fiskveiðamar í heim-
inum 1972 173
Fiskaflinn í október 1973
og- 1972 178
Ný fiskiskip:
Guðbjörg ÍS 46 180
ÚTGEFANDI:
FISKIFÉLAG [SLANDS
HÖFN. INGÓLFSSTRÆTI
SÍMI 10500
RITSTJÓRN:
MÁR ELÍSSON (ábm.)
JÓNAS BLÖNDAL
AUGLÝSINGAR:
GUÐMUNDUR
INGIMARSSON
UMBROT:
GÍSLI ÓLAFSSON
PRENTUN:
ÍSAFOLD
ÁSKRIFTARVERÐ
750 KR
ÁRGANGURINN
KEMUR ÚT
HÁLFSMÁNAÐARLEGA
Innan skamms hefst í
Caracas í Venezuela þriðja
Hafréttarráðstefnan á vegum
Sameinuðu þjóðanna. Talið er
að þetta verði fjölmennasta
ráðstefna sem haldin hefur
verið og má ef til vill af því
ráða þá áherzlu, sem riki
heims leggja á þessi mál.
Sú tækniþróun, sem átt
hefur sér stað á síðustu tím-
um hefur til muna aukið á
þýðingu hafanna, þar sem nú
eru fyrir hendi eða innan sjón-
máls, möguleikar á nýtingu
jarðefna úr botni hafanna.
Vilja flest ríki tryggja sér
hluta af þeim auðæfum, sem
þar finnast. Þá hefur þýðing
hafanna til siglinga vaxið gíf-
urlega með auknum milliríkja-
viðskiptum og á síðustu tím-
um hefur þróun hertækni auk-
ið verulega á hernaðargildi
heimshafanna.
Sú hlið þessara mála, sem
snýr að okkur er þó fyrst og
fremst rétturinn til lögsögu
yfir fiskauðlindunum kring
um landið. Sú venja hefur
skapast að aðgreina auðlindir
á eða í botni frá auðlindum í
sömu hafsvæðum yfir botnin-
um. Sú röksemdarfærsla, sem
liggur að baki þessarar skipt-
ingar er að okkar dómi fráleit
og verðum við að vona að það
takist að hnekkja henni og
meðhöndla fiskauðlindir á
sama hátt og aðrar auðlindir
hafsins. Við ramman reip er
þar að draga, þar sem mörg
ríki, einkum í Evrópu eiga
hagsmuna að gæta í sambandi
við nýtingu jarðefna á heima-
slóðum en fiskveiðihagsmuna
á fjarlægum slóðum. Hvert
ríki verður að meta frá sínu
sjónarmiði hverju á að fórna
og hverju á að halda. Af þessu
leiðir að einkum þau ríki, sem
hafa fjölþætta hagsmuni hafa
verið treg til að marka ein-
dregna stefnu, en vilja halda
opnum leiðum til samninga um
einstök atriði.
Þrátt fyrir þetta virðist
fylgi við 200 mílna lögsögu,
yfir auðlindum, þar með fisk-
auðlindum, hafa vaxið veru-
lega frá því undirbúningur að
ráðstefnunni hófst. Þ. á m.
hafa áhrifamikil samtök í
Bretlandi, sem hefur verið
landa íhaldsamast í lögsögu-
málum, lýst yfir að ríkis-
stjórninni beri að marka þessa
stefnu.
Verðum við að vænta að út
úr þessu komi lausn, sem fel-
ur í sér viðurkenningu á rétti
okkar yfir fiskauðlindunum,
þótt það geti dregist fram yfir
Caracas-ráðstefnuna, en þegar
er farið að ræða um að halda
þurfi aðra til að ganga endan-
lega frá málunum.