Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1974, Síða 13

Ægir - 15.06.1974, Síða 13
Á tímabilinu 18.—22. október fékkst mjög Sóð veiði um 20 sjm. NV af Papabanka og að því er virtist var þarna verulegt síldarmagn. Þessi síld var á mikilli hreyfingu SA eftir og tapaðist fljótlega, enda voru veður slæm og erfitt að fylgjast með ferðum hennar. Það sem eftir var mánaðarins voru íslensku skipin ýmist að veiðum NV af Noup Head eða ÁNA af eyjunni Fair Isle og A af Sumburgh Head og fengu nokkurn afla annað veifið Seinustu daga leiðangursins leitaði Árni Frið- riksson síldar N, NV og N af Foula ásamt nokkrum íslenskum og færeyskum skipum, en án teljandi árangurs. Afli íslensku síldveiðiskipanna í Norðursjó árið 1973 mun hafa numið 43 þús. lestum, og er það svipað aflamagn og fékkst árið á undan. Þegar þetta er ritað hafa skýrslur um skipt- ingu aflans milli veiðisvæða enn ekki borist, en þó er ljóst að aflinn hefur hlutfallslega aukist í Skagerak og í austanverðum Norðursjó, en fremur minnkað á Hjaitlandsmiðum. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum mun heildarafli allra þjóða í Norðursjó, að Skagerak meðtöldu, hafa numið um 540 þús. lestum og er það mjög svipaður aíli og fékkst á árinu 1972. Eins og kunnugt er, eru það Danir sem stundað hafa smásíldarveiði í Norðursjó í stórum stíl á undanförnum árum. Árið 1972 varð afli þeirra 249 þús. lestir, en á árinu 1973 hafði hann minnkað um 33 þús. lestir, þ. e. a. s. niður í 216 þús. lestir. Það má með mynd. Síldarleitarleiðangur á Hjaltlands- og Orkneyjum 25. júní — 30. júlí 1973. Síldar1- svæði eru sýnd sem skástrikaðir reitir. ÆGIR — 167

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.