Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1974, Page 12

Ægir - 01.07.1974, Page 12
Utgerð og aflabrögð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND 16. — 31. maí 1974. Gæftir voru góðar á öllu svæðinu, en fáir bátar stunduðu veiðar vegna umskipta á veiði- aðferðum og þrifa á skipunum eftir vetrar- vertíðina. Afli bátanna varð 4787 (4186) lest- ir af bolfiski, 93 (110) lestir af rækju, 151 (172) lest af humri, 138 lestir af spærlingi og auk þess lönduðu togarar 4978 lestum. Allur aflinn er miðaður við óslægðan fisk. Tölur innan sviga eru frá fyrra ári. Afli í einstökum verstöðum: Homafjöriður. Þar stunduðu 13 (15) bát- ar veiðar með botnvörpu og öfluðu 278 (186) lestir af bolfiski og 75 (42) lestir af humri. Vestmannaeyjar. Þar stunduðu 32 bátar veiðar með botnvörpu og öfluðu 625 lestir af bolfiski og 13 lestir af humri. Stokkseyri. Þar stunduðu 5 (4) bátar veið- ar með botnvörpu og öfluðu 35 (25) lestir af bolfiski og 6 (6) lestir af humri. Henning Fredriksen Arinbjörn Ólafsson Stokkseyri Keflavík Eyrarbakki. Þar stunduðu 3 (6) bátar veið- ar með botnvörpu og öfluðu 68 (55) lestir af bolfisk og 1 (2) lestir af humri. Þorláksliöfn. Þar stunduðu 9 (11) heima- bátar veiðar með net og botnvörpu. Auk þeirra stunduðu 10 (39) aðkomubátar veiðar með botnvörpu. Aflinn alls varð 254 (496) lestir af bolfiski og 25 (75) lestir af humri. Grindavík. Þar stunduðu 32 (22) heimabát- ar veiðar og að auki 24 (38) aðkomubátar. Aflinn varð 1172 (1170) lestir af bolfiski, 9 (14) lestir af humri og 138 lestir spærlingur. Sandgerði. Þar stunduðu 29 (26) heimabát- ar veiðar auk 11 (26) aðkomubáta, og öfluðu alls 576 (591) lest af bolfiski, 3 (87) lestir af rækju og 5 (16) af humri. Keflavík. Þar stunduðu 30 (33) bátar veið- ar og öfluðu 500 (159) lestir af bolfiski og 5 (18) lestir af humri. Auk þess lönduðu þar togarar 517 lestum. Vogar: Þar stunduðu 2 bátar humarveiðar og cfluðu 8 lestir af boifiski og 12 lestir af humri. Asgeir Gíslason Pétur Þorbjörnsson Hafnarfirði Reykjavík 186 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.