Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
67.ÁRG. 13.TBL. 1. SEPT. 1974
S j óvinnukennsl a
EFNISYFIRLIT:
Sjóvinnukennsla 241
Eyjólfur Friðgeirsson:
Athuganir á hrygningu
loðnu 242
•
Minningarorð:
Dr. Þórður Þorbjamar-
son, eftir Geir Arnesen 246
•
Björn Dagbjartsson:
Aðferðir við geymslu á
fiski 248
•
Erlendar fréttir:
Sumarloðnuveiði Norð-
manna 250
Mikil makrílsveiði 251
•
Námskeið fyrir kennara
í sjóvinnu 252
•
Dtfluttar sjávarafurðir
til 30. júní 1974 og 1973 253
•
Á tækjama/rJeaðnum:
Decca Loran C 256
Elektra Hydro 257
Ný fiskiskip:
Framtíðin KE4 258
Ver AK 200 259
Baldur EA 124 260
ÚTGEFANDI:
FISKIFÉLAG ISLANDS
HÖFN. INGÓLFSSTRÆTI
SÍMI 10500
RITSTJÓRN:
MÁR ELlSSON (ábm.)
JÓNAS BLÖNDAL
AUGLÝSINGAR:
GUÐMUNDUR
INGIMARSSON
UMBROT:
GfSLI ÓLAFSSON
PRENTUN:
ISAFOLD
ÁSKRIFTARVERÐ
750 KR
ÁRGANGURINN
KEMUR ÚT
HÁLFSMÁNAÐARLEGA
Það hefur lengi verið mikið
áhugamál margra Fiskifélags-
manna og ýmissa annarra að-
ila sem að sjávarútvegi vinna,
að sjóvinna væri kennd ung-
lingum og helzt í skólunum.
En þrátt fyrir að margir ágæt-
ir menn hafi lagt þessu máli
lið og víða í útgerðarplássum
landsins hafi einstakir aðilar
tekið sig fram um að efna til
námskeiða, þá hefur gengið
illa að halda þeirri starfsemi
við lýði. Það er því mikið gleði-
efni, að nú eru allar horfur á
að menntamálaráðuneytið og
skólayfirvöld taki málið upp á
sína arma, samanber frásögn
hér síðar í blaðinu af náms-
skeiði fyrir kennara í sjóvinnu,
sem haldið var á vegum
menntamálaráðuneytisins og
Fiskifélagsins.
I menntamálaráðuneytinu
og ekki sízt hjá menntamála-
ráðherra er mikill skilningur
ríkjandi á því að kenna í
unglingaskólunum vinnubrögð
þessa undirstöðuatvinnuvegar.
Mönnum er að verða æ ljós-
ari nauðsyn þess að tengja
menntakerfið atvinnuvegum
landsmanna meira en verið
hefur, og þetta er áreiðanlega
góð byrjun í þeirri stefnu-
breytingu. í öllum hinum að-
alatvinnuvegunum er ungling-
unum miklu hægara að kynn-
ast ýmsum vinnubrögðum.
Þeir eru í sveit á sumr-
um, starfi verzlunarmannsins
kynnast þeir frá barnæsku og
verksmiðjurnar og iðnaðar-
verkstæðin eru í nágrenni við
þá í bæjunum, en sjómennsku
og sjóvinnu kynnast þeir ekki
nema þeir, sem aldir eru upp í
sjávarþorpunum, og þó eðli-
lega minna en ýmissar land-
vinnu, nema þeir einir, sem
byrja snemma að róa, en það
gerist nú fátítt að unglingar
fari að stunda sjómennsku í
æsku.
Sjóvinna og sjómennska er
því orðin unglingum í kaup-
stöðum og stærri bæjum fram-
andi atvinna, og þess vegna
er brýn nauðsyn á að kynna
þeim þessa þjóðhagslega nauð-
synlegu atvinnugrein í skól-
um með skipulögðum hætti.
Það þarf að lýsa fyrir ungling-
unum sjómennskunni og sjó-
mannslífinu, kostum þess og
göllum, kynna þeim afkomu-
möguleika þeirra, sem velja
sér sjómennsku að ævistarfi,
og kenna þeim síðan undir-
stöðuatriðin í vinnubrögðun-
um, því að margt verður auð-
veldara að læra í landi við
hagstæðar aðstæður heldur en
um borð, þar sem hver maður
þarf að skila fullu verki, og
lítill tími er til náms eða
kennslu.