Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 13

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 13
^3 byggingar fyrir fisk- og fiskiðnaðarrann- soknir. Með þessum lögum var brotið blað og grundvöllurinn lagður að Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, eins og hún nú er. Oft höfum Vlð starfsmenn þessarar stofnunar rætt það °kkar í milli hvílíku grettistaki hafi í raun réttri verið lyft, þegar ákveðið var á árinu 1946 að reisa stórhýsi fyrir rannsóknastarf- Semi að Skúlagötu 4. Hér munu sjálfsagt ýmsir kafa lagt hönd á plóginn, en ekki er ég í vafa Um. að áhugi Þórðar Þorbjarnarsonar og elja VlÖ að sannfæra ráðamenn þjóðarinnar um gagnsemi rannsókna í þágu atvinnuveganna kafi orðið þyngst á metaskálunum. Það er ekki ætlun mín að rekja hér í þessum kveðjuorðum starfsferil Þórðar Þorbjamar- sonar, en hann lét sér raunar ekkert óviðkom- andi, sem viðkom nýtingu sjávarafla allt til ®viloka. Þó eru það tvö atriði, sem verða mér dðrum fremur minnisstæð, vegna þess að bæði mörkuðu á sínum tíma djúp spor í atvinnu- sogu þjóðarinnar. Þegar Þórður hóf störf hjá Fiskifélagi ís- lands, var framleiðsla þorskalýsis þýðingar- mikil atvinnugrein og nam verðmæti þess 10% af útflutningsverðmæti sjávarafurða. Hann kóf nú þegar skipulagðar mælingar á A-víta- mínmagni í þorskalýsi og ýmsum öðrum lifrar- iýsistegundum og áttu þær drjúgan þátt í því, að farið var að miða verð á lýsi við vítamín- 'nagn en það var til hagsbóta fyrir Islendinga, sem framleiddu lýsi auðugt af vítamínum. En Þórður lét ekki hér við sitja. Lútsuðan, sem er bræðsluaðferð til vinnslu á lýsi úr fiturýrri lifur og lifrargrút, er í sinni núverandi mynd að verulegu leyti hans verk og í erlendum fræðibókum oft nefnd islenzka aðferðin. Fram- leiðsla þorskalýsis hefur að visu dregizt sam- an á seinni árum, vegna tilkomu ódýrra gervi- vítamína, en lútsuðan er þó enn í fullu gildi og víða notuð í lifrarbræðslum landsmanna. Sumarið 1935 varð alger aflabrestur á síld- veiðunum fyrir Norðurlandi. Þórður dvaldi þetta sumar á Sólbakka við Flateyri og ætlaði að annast þar efnafræðilegt eftirlit við síldar- bræðsluna. Það voru aðallega togarar, sem ^eggja áttu upp á Sólbakka, en nú urðu bæði verksmiðjur og veiðiskip verkefnalaus, vegna aflaleysisins. Þórður og félagar hans á Sól- kakka lögðu nú ráð sín saman og árangurinn varð, að togararnir skyldu veiða karfa til bræðslu. Þetta heppnaðist ágætlega og gekk bræðsla karfans snurðulaust. íslenzkir togarar hirtu yfirleitt ekki karfann fram að þessu, svo að hér var um algera nýjung að ræða, sem átti eftir að valda straumhvörfum í íslenzkum sjávarútvegi. Það má að leiðarlokum undrast yfir því hve mörgu Þórður Þorbjarnarson kom í fram- kvæmd og hve margvíslegum verkefnum hann sinnti, ekki hvað sízt vegna þess, að hann gekk sjaldan heill til skógar. Það fór ekki fram hjá samstarfsmönnunum að heilsa hans leyfði oft á tíðum ekki, að hann væri á vinnustað, en hann var þar samt og vildi ekki annað. Bezt naut hann sín fyrr á árum meðan hann gat sjálfur tekið virkan þátt í fiskiðnaðartilraun- um rannsóknastofunnar. Hann var mildur stjórnandi og var það í samræmi við frjálslyndar lífsskoðanir. Enda þótt heilsufarið hafi sjaldnast verið sem skyldi, hygg ég þó, að Þórður Þorbjamar- son hafi verið mikill gæfumaður bæði í starfi sínu og einkalífi. Hann var í hópi forystu- manna í sjávarútvegi og fiskiðnaði á storma- sömu framfaraskeiði og hafði sem slíkur mik- il áhrif á þróun mála, sem voru honum hug- stæð allt frá æskuárum. Árið 1936 gekk Þórður að eiga Sigríði Þór- dísi, dóttur Arents Claessens aðalræðismanns og konu hans Helgu Þórðardóttur. Þau hjón- in eignuðust einn son, Þórð, sem nú er borg- arverkfræðingur í Reykjavik. Frú Sigríður eða Bella eins og hún oftast er nefnd, reyndist manni sínum ástúðlegur og traustur lífsföru- nautur, sem engir erfiðleikar fengu bugað, allt til hinztu samverustundar. Samstarfsfólk Þórðar Þorbjarnarsonar sendir frú Sigríði og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur, þótt orðin kunni að vera fá- tækleg þegar svo góður drengur er horfinn yfir móðuna miklu. Geir Amesen. ÆGIR — 247

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.