Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 12
Minningaror ð:
t
Dr. Þórður Þorbjarnarson
Vegna prentaraverkfallsins, swnarleyfa og
fleiri orsaka, hefur dregizt að minnast i Ægi hins
merka manns, dr. Þórðar Þorbjarnarsonar. Ýtar-
legar minningargreinar voru skrifðar um dr. Þórð
í flest hin stærri blöð. Geir Amesen, sem verið
hafði náinn samverkamaður Þórðar um langt
árabil, hefur góðfúslega leyft Ægi að endurbirta
sína grein, sem birtist á útfarardaginn.
Það er jafnan mikið liarmsefni fámennri þjóð,
þegar atorkusamir vísindamenn falla fyrir aldur
fram. Dr. Þórður var brautryðjandi fiskiðnaðar-
rannsókna á Islandi, og átti manna drýgstan þátt
i að móta þær. Það merka ævistarf sitt hóf hann
þegar hann réðst til Fiskifélags íslands 193U,
þá reyndar enn við nám. Hann stjórnaði því fisk-
iðnrannsóknum okkar íslendingafrá upphafi til
dauðadags, enda þótt vanheilsa þjakaði liann
hin síðri ár ævinnar.
Stjóm og starfsfólk Fiskifélagsins vottar að-
standendum dr. Þórðar samúð sína.
Fiskimálas tj óri
Dr. Þórður Þorbjarnarson, forstöðumaður
Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, lézt að
Vífilsstöðum aðfararnótt þriðjudagsins 12-
marz, eftir löng og erfið veikindi.
Þórður fæddist á Bíldudal 4. maí 1908 og
voru foreldrar hans Þorbjörn héraðslæknir þar
Þórðarson, hreppstjóra og útvegsbónda að
Hálsi í Kjós og kona hans Guðrún Pálsdóttir,
prófasts að Prestbakka, Ólafssonar.
Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1929 sigldi Þórður til Kanada og
hóf þar nám í fiskefnafræði, sem hann svo
lauk prófi í frá Dalhousie University í Halifax
árið 1933.
Hann hélt síðan háskólanámi áfram í Eng-
landi og lauk Ph. D.-prófi í lífefnafræði frá
University College í London 1937.
Það er haft fyrir satt, að fátt móti menn
meira en æskustöðvarnar og mörgum endast
áhrif þeirra ævilangt. Þórður Þorbjarnarson
ólst upp í vesfirzku sjávariþorpi, Bíldudal, þar
sem hann kynntist íslenzkum sjávarútvegi
þegar í æsku af eigin raun. Sá áhugi, sem þá
var vakinn á málefnum útvegsins, entist hon-
um ævilangt.
Það var ekki algengt á þessum árum, að ís-
lenzkir stúdentar legðu leið sína til náms í
Kanada, en fyrir ungan mann, sem sérstaklega
vildi kynna sér sjávarútveg og fiskiðnað á
fræðilegum grundvelli, voru kanadískir há-
skólar girnilegir til fróðleiks.
Árið 1934 varð Þórður svo ráðunautur í
fiskiðnfræðum hjá Fiskifélagi íslands, en
stundaði þó einnig framhaldsnám á vetrum í
London, allt til 1937.
Á árinu 1934 urðu raunverulega veigamikii
þáttaskil í lífi hans, því að ráðunautsstarfið
átti eftir að þróast yfir í þau rannsókna- og
leiðbeiningastörf í þágu fiskiðnaðarins, sem
urðu ævistarf hans. Svo ör hefur vöxtur þess-
arar starfsemi orðið, að á árinu 1974 er það
rannsóknastofnun með 30 manna starfsliði,
sem nú sinnir þeim verkefnum sem áður gerði
einn ráðunautur. Ævisaga Þórðar Þorbjamar-
sonar er því snar þáttur í þróunarsögu þess-
arar starfsemi.
Fyrstu rannsóknastofurnar urðu til á neðstu
hæð Fiskifélagshússins við Ingólfsstræti.
Þama var ekki vítt til veggja og tækjakostur
af skornum skammti fyrstu árin, en 1946 voru
samþykkt á Alþingi lög, þar sem svo var
kveðið á, að ákveðinn hundraðshluti af út-
flutningsverðmæti sjávarafurða skyldi renna
246 — ÆGIR