Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 9

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 9
Pörun. Flestar loðnurnar meiðast meira og minna í hrygningunni mest á neðrikjálka og höfði, en einnig á kvið- og raufaruggum, kviðnum og öðrum stöðum líkamans. Meiðsli Þessi stafa af núningi við sandinn og árekstra við smáhluti og steina í botninum. Áberandi Var að hængarnir voru yfirleitt ver farnir en ^nygnurnar. Sárin, sem loðnurnar hlutu í örygningunni, héldust illa við og leiddu af s®r dauða flestra loðnanna, þegar leið frá hrygningunni. Af öllum 200—250 loðnunum, sem voru í búrunum í upphafi hrygningar, v°ru um 10 enn lifandi 10. maí, þ. e. tveim rnánuðum eftir hrygningu; þessar loðnur virt- nst lítið sem ekkert hafa meiðst við hrygn- mgu og voru þær farnar að taka fæðu og virtust eðlilegar í alla staði. Af ofansögðu er augljóst að það eru meiðslin fyrst og fremst, en ekki líffræðilegar ástæður, sem valda dauða loðnunnar eftir hrygningu. Hrygning loðnunn- ar stóð yfir í um það bil viku með hléum. ■^■thyglisvert var að nokkrar hrygnur hrygndu ekki, og voru enn kviðmiklar og þungar löngu eftir hrygningu. Ástæðan fyrir þessu er ekki ijós. ^oðnueggin_____________________ Egg loðnunnar eða hrognin eru rétt innan við 1 mm í þvermál eftir útþenslu við frjóvg- un. Egghimnan er þykk og sterk og þakin iimefni. Svo til allt límefnið er á neðri helm- mgi eggsins, en efri hluti þess er þakinn að- ems mjög þunnri límskán (mynd 1). Lím- bakti neðri helmingur eggsins er þyngri en efri helmingurinn og sekkur hann því á Undan. Efst á egghimnunni er frjóopið, en það er óvenju stórt og áberandi á loðnueggjunum. Eggið sjálft er mest (um 90%) næringarefni: eggjahvítuefni, vítamín og fita, sem er aðskil- m í smákúlum. Utan um næringuna er þunn skán af frumuefni (plasma), sem fóstrið myndast úr. Á ófrjóvguðu eggi liggur egg- kimnan þétt utan um sjálft eggið og límið, sem Þekur himnuna er enn óvirkt. Lendi eggið í sjó benst það út og milli eggsins og egghimn- unnar myndast holrúm fullt af fósturvökva; um leið eiga sér stað efnabreytingar í lím- lnu, sem gerir það virkt. Límið storknar eftir 1—2 tima. Ofangreindar breytingar á eggjun- Um eiga sér aðeins stað á fullþroska, lifandi eggjum. Til að egg þroskist eðlilega þarf það að frjóvgast, en ofangreindar breytingar geta orðið án þess að egg frjóvgist, ef það lendir í sjó. Við hrygningu þyrlast eggin út frá hrygn- andi loðnuparinu og dreifast yfir nokkuð stórt svæði. Eggin sökkva fljótt til botns og setjast í sandinn. Sé egg tekið upp og skoðað sést að sandkornin í botninum hafa límst mjög þétt við neðri hluta eggsins og myndað eins og skál utan um það, en efri hlutinn er svo til laus við sandkorn. Sandskálin festir eggin í lausum sandinum, en hreinn efri helmingur þess gerir því kleift að ná til sín nægu súr- efni. Lendi egg á steini eða öðrum hlut á botninum, límist það við hann, en lítið sem ekkert var um það í búrunum að eggin límd- ust hvort við annað. Eggin eru léttari en sandurinn og þó sand- urinn sé á hreyfingu „fljóta“ þau ofan á hon- um. Mismunandi þungi efri og neðri hluta eggsins, sérstaklega eftir að þau hafa límt á sig sandkorn, hjálpar þeim að halda sér á réttum kili í sandinum. Bygging eggjanna og hrygningaratferli loðn- unnar sýna ljóslega að eðlilegur hrygningar- staður loðnunnar er fínn sandbotn. Egg, sem höfð voru í glerskálum í renn- andi vatni við um 7,2°C hita og að þvi er ætla mætti við góð súrefnisskilyrði, þroskuð- ust jafnt og klöktust út eftir 18—20 daga, en í búrunum þar sem súrefnisskilyrði hafa verið mun verri, bar mikið á því að eggin þroskuðust misjafnlega hratt. Hrygning hófst í búrunum 1. mars og var lokið um 8. mars. Fyrst var vart við klak í búrunum 19. mars, en síðustu lirfurnar klökt- ust ekki út fyrr en 21. apríl. Það hefur því tekið eggin frá 18 og upp í 41 dag að klekj- ast út. Lirfurnar eru um 5 mm langar þegar þær klekjast út og hafa þá mjög litla kvið- pokanæringu ( mynd 2), sem endist þeim að- eins í nokkra daga. Sjómenn á loðnuskipunum hafa mikið velt fyrir sér hvort ekki frjóvgist eitthvað af hrognunum, sem kreistast úr loðnunni við dælingu úr nótunum við skipshlið, hver sé möguleiki þeirra til að þroskast í sjónum, ef þau frjóvgast og ef talsverður hluti þeirra frjóvgist, hvort rétt sé þá að hirða þau um borð eins og komið hefur til tals og verið reynt. Til að sannreyna, hvað gerist við dælingu í skipunum, fékk ég skipverja á Gunnari Jóns- syni VE til að taka í vetur sýni af afrennslis- Æ GIR — 243

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.