Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 18

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 18
Námskeið fyrir kennara í sjóvinnu Mánudaginn 2. sept. hófst á vegum mennta- málaráðuneytisins og Fiskifélags íslands, námsskeið fyrir þá, sem vilja leggja fyrir sig að kenna á sjóvinnunámsskeiðum, sem ætlunin er að halda við skóla víða um land. Stefán Ólafur Jónsson fulltrúi í menntamáia- ráðuneytinu setti námsskeiðið 'Og reifaði í ræðu sinni aðdraganda og gang mála í þessu efni. Það er lengi búið að vera á döfinni að tengja sjóvinnunám hinni almennu unglingakennslu og skólakerfinu. Síðast liðinn vetur, var efnt til sjóvinnunámsskeiða að tilhlutan sjávar- útvegsráðuneytisins og Fiskifélags Islands all- víða í sjávarplássum við unglinga- og gagn- fræðaskóla. Starfsmenn Fiskifélagsins þeir Hörður Þorsteinsson og Pétur Ólafsson ferð- uðust þá um landið og hjálpuðu til að koma þessum námsskeiðum í gang. Þeir sömu menn kenna á kennaranámsskeiðinu, og veitir Hörð- ur því forstöðu. Það var fyrirsjáanlegt að námsskeiðahaldið myndi sem fyrr verða stop- ult, ef það tengdist ekki skólakerfinu, og þess vegna hlutaðist Fiskifélagið til um það, að menntamálaráðuneytið gengi í málið og hef- ur Stefán Ólafur Jónsson unnið að skipu- lagningu til frambúðar á vegum ráðuneytis- ins. Enn hefur þó ekki verið fulllokið við skip- an þessara mála, en með áðurnefndu náms- skeiði fyrir kennaraefni er kominn umt.als- verður skriður á málið í þá átt að sjóvinna verði valgrein í unglinga- og gagnfræðaskól- um. Það kom fljótt í ljós, að hörgull myndi verða á kennurum, ef sjóvinnukennsla yrði almennt tekin upp í skólum, og af þeim sök- um þótti nauðsyn að efna til sérstaks kenn- aranámsskeiðs. Það er ekki fyllilega nóg, að menn kunni verkin sjálfir, heldur verða þeir einnig að kunna að kenna þau. Þátttakendur á þessu fyrsta námskeiði voru 23, sem luku því. Um helmingur voru skipstjóralærðir menn en hinir flestir vanir sjómenn og sumir einn- ig kennarar að menntun. Vegna mismunar á kunnáttu þátttakenda varð að skipta hópn- um og kenna í tvennu lagi, og eins varð að ráði að sleppa kennslu í siglingafræði vegna tímaskorts. Það nám verða margir þátttak- endanna að heyja sér í Bréfaskóla S. í. S. og A. S. í. en í þeim skóla er kennt nægjan- legt til að maður, sem hefur tekið þann „kurs- us“ geti kennt námsefni í siglingafræði sem svarar til 30 tonna prófs. Einnig kemur til greina að halda sérstakt siglingafræðinám- skeið. Nokkrir þátttakendanna á sjóvinnu- námsskeiðinu tóku einnig siglingafræðipróf, og það voru allt stýrimannaskólamenn. Þeir stóðust allir prófið með ágætum. Námsefnið á þessu verklega námsskeiði var vinna við kaðla og víra (hnútar, splæs), net (bæting og uppsetning) og uppsetning línu. Allmargir fyrirlestrar almennt um kennslu voru haldnir á námskeiðinu af þekktum skóla- mönnum. Námskeiðinu var slitið fimmtudaginn 12. sept. með hófi í Sjómannaskólanum og var boðið til þess af menntamálaráðuneytinu og menntamálaráðherra sat það ásamt Fiski- málastjóra og hélt menntamálaráðherra ræðu, þar sem hann lagði áherzlu á nauðsyn verk- menntunar með þjóðinni og kvaðst myndu leggja öllum skynsamlegum tilraunum í þá átt að tengja menntunarkerfið atvinnulífinu, sitt liðsinni eftir megni. Það er ekki að efa að þetta námskeið hafði örvandi áhrif í þá átt að gera sjóvinnu- nám að valgrein í skólakerfinu. Nokkrir nemenda fóru beint heim í heima- byggðir sínar að undirbúa sjóvinnukennslu þar á vetri komanda. Sjóvinnukennsla mun í vetur fara fram í 30 skólum hér og þar um landið. Nokkur byggðarlög hafa þó tekið þess- ari starfsemi fremur dræmt eða lítið hafzt að til að hrinda málinu í framkvæmd. í þess- um hópi er höfuðborgin, þar verður engin sjóvinnukennsla að líkindum í vetur í almenn- um skólum nema 10 nemendur eða svo í Vörðuskóla, en þar er gamla Lindar- götudeildin nú til húsa. Akureyringar hafa ekkert aðhafzt í málinu og ekki heldur Ak- urnesingar, Bolvíkingar lítið eða ekkert og svo er um ýmsa fleiri staði vestra og er það undarlegt. En Róm var ekki byggð á einum degi og allt þokast þetta mál í rétta átt. 252 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.