Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 17
í Norður-Noregi höfðu ekki verið tilbúnar
að taka á móti.
22. ágúst var svo loðnuaflinn orðinn 698
þús. hl. og voru sjómennimir ekki ánægðir
með aflabrögðin þá vikuna, þeir sögðu að nóg
virtist af loðnu, en hún væri of dreifð til að
hægt væri að ná sæmilegum köstum. 29. ágúst
var heildaraflinn orðinn 973 þús. hl. og hafði
því verið 275 þús. hl. vikuna 22. — 28. ágúst,
en það er langt frá því að vera jafnmikill
afli og menn höfðu vænzt í sumar, eins og
fyrsta fréttin hér að framan úr Fiskaren
ber með sér.
Mildl maki’ílveiði
Norðmennirnir veiddu einnig mikið við
Hjaltland af makríl um mánaðamótin júlí/
ágúst eða svo mikið, að þeir urðu að stöðva
veiðarnar frá 29. júlí til 12. ágúst og höfðu
þá veiðst á nokkrum dögum 428 þús. hl.
Þegar veiðarnar hófust á ný gilti kvóti, 1000
hl. á bát í veiðiferð plús 40% af burðarmagn-
inu, sem þýðir að því er virðist, að bátur,
sem tæki 400 tonn mætti koma með rúm 200
tonn að landi. Næstu viku, vikuna 2. — 7. ág-
úst veiddust svo 434 þús. hl. þar af um 14
þús. sem fóru til manneldis. Veiðidagar þessa
viku voru þó ekki margir, eða 2-3, þvi að
3- ágúst kom aftur tilkynning um stöðvun
tU 6. ágúst og var þetta einnig löndunar-
stopp vegna þess að ekki hafðist undan í
landi. Það átti sér fleiri orsakir en mikinn
afla, sem að barst. Of mikill sjór var í afl-
anum og ekki nægjanlega vel farið með hann,
°g tafði þetta vinnsluna.
Vikuna 7. — 13. ágúst gengu svo veiðarnar
samfellt, og veiddust þá 653 þús. hl. til
bræðslu, af því voru um 1300 hl. síld, og
til manneldis veiddust 2800 tonn. En þá varð
onn að stöðva veiðarnar í 3 daga eða til
núðnættis 16. ágúst. En næsta veiðihrota stóð
ekki lengi eða þar til um miðjan dag þann
17. ágúst, og höfðu þá veiðst rúmlega 225
þús. hl. þennan hálfan annan sólarhring (frá
hl. 1 þann 16. til kl. 14 þann 17.), en þá voru
veið'arnar enn einu sinni stöðvaðar vegna
löndunarerfiðleika. Þær voru svo leyfðar aft-
Ur þann 21. kl. 1.00. En næstu viku (vikuna
21.-28. ágúst) veiddust svo ekki nema rúm-
ir 71 þús. hl.
Það er hætt við, að það hafi sungið í tálkn-
unum á sumum sjómönnum yfir því að mega
ekki veiða nema dag og dag í senn meðan
mest var aflavonin.
Það er greinilegt, að Norðmenn hafa ekki
farið inn á þá braut að reyna að byggja síld-
arverksmiðjur, sem gætu annað hámarks-
afkastagetu flotans á loðnu- eða makrílveið-
um, enda er það vandséð að slíkt sé hag-
kvæmt að byggja dýrar verksmiðjur sem gætu
afkastað hámarksveiði, en ekki nema hálfnýtt-
ust í meðalveiði, og mættu heita aðgerðar-
lausar í lélegum árum.
Á hinn bóginn er svo að líta á það, hví-
líkt óhemju aflamagn getur tapast eitt og
eitt aflaár.
Hér hefur það verið rakið, hvað norsku
loðnu- og makrílveiðimennimir mega búa við
um þessar mundir, ef það kynni að verða ein-
hverjum okkar sjómanna til huggunar í svip-
uðum kringumstæðum.
Nótaviðgerðir
í Noregi
Við yfirförum og gerum við
hvers kyns nætur og troll.
Ennfremur setjum við upp ný
veiðarfæri og höfum troll- og
snurpuvír á lager, ásamt öllum
gerðum af tógi.
Við tökum að okkur að geyma
varanætur. Höfum einnig til leigu
tvær hringnætur í fyrsta flokks
ástandi.
Þjónusta allan sólarhringinn.
EGERSUND TRAWLVERKSTED
Verkstæðissími 91-695 og 91-520.
Heimasími Kaare Mong 91-681.
Skrifstofan sími 91-219.
Egersund, Noregi.
ÆGIR — 251