Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 23

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 23
Elektra Ilydro Um nokkurra ára skeið, eða frá árinu 1967, hefur Elliði Uorðdahl Guðjónsson fram- leitt rafdrifna færavindu, sem Refnist Elektra (Maxi). Færa- vinda þessi er drifin af raf- niótor í gegnum snekkjudrif en aflgjafi er 24V rafgeyma- samstæða. Um sl. áramót hófst framleiðsla á nýrri raf- magnsfæravindu, sem nefnist Elektra-Midi. Elektra-Midi er eins að uppbyggingu til og virkar á nákvæmlega sama hátt, en fær afl frá 12V raf- geymasamstæðu og er drifin af Universal rafmótor. Midi- vindan hefur minni færaskífu °g er öll minni um sig og naun léttari, vegur 16 kg, en Elektra Maxi vegur 25 kg. Straumnotkun er 8 amp. í lausagangi en allt að 25 amp. í drætti. Midi-færavindan er einkum gerð fyrir minni báta ng trillur. Nýjasta færavindan frá Ell- iða N. Guðjónssyni nefnist Elektra Hydro og er vökva- drifin. Þesi nýja gerð er eins nppbyggð og rafmagnsfæra- vindumar, nema í stað rafmót- °rs og snekkjudrifs kemur vökvamótor. Vökvamótorinn, sem drífur vinduna er frá Dan- foss, gerð OMP-50, og er bein- tengdur driföxli, sem tengist færaskífunni gegnum kúppl- ingu (sluðrara). Vinnuþrýst- ingur fyrir mótor er um 50 kg/cm2 og olíunotkun 5-7 1/mín. Færaskífan hefur eftir- farandi mál: 180 mm<i x 280 mmí* x 64 mm. Miðað við 50 kg/cm2 vinnuþrýsting og 7 1/mín. olíunotkun er togátak vindu á miðja skífu (230 mm) 29 kg, dráttarhraði 90 m/mín. Við full afköst vindu er afl- þörf um 0,9 ha. Með vökva- loka má stilla dráttarhrað- ann og með sérstökum átaks- stilli fæst stilling á togátaki. Vindan vegur 23 kg. Mögulegt er að fá frá fram- leiðanda fylgihluti svo sem dælu. Fyrir minni báta með 3-4 vindur getur framleiðandi afhent 20-23 1/mín Danfoss dælu. í stærri bátum, sem bún- ir eru „háþrýstikerfi“ fyrir vindubúnað er í flestum tilfell- um mögulegt að tengja færa- vindurnar inn á það kerfi. Fyrsti báturinn, sem reyndi Hydro-færavinduna var Sælan NK 51, 4 rúmlesta opinn vél- bátur, og var það í maí s. 1., samtals 3 vindur. Skömmu síð- ar voru 6 vindur settar í m/b Arnar ÓF 3, 26 rúmlesta stál- bát. Allmargar trillur frá Nes- kaupstað hafa fengið vindu- gerð þessa, en stærstu bátarn- Mynd 3. Elektra Hydro ir, sem vindur þesar hafa ver- ið settar í, eru Tjaldur EA 175, 53 brl. og Freyja GK 110, 56 brl., samtals 8 stk. í hvorn bát. Hydro-færavindan hefur einnig verið seld út fyrir land- steinana, en fyrir skömmu voru 10 vindur seldar til Ný- fundnalands. Skv. upplýsing- um framleiðanda hafa verið seldar um 60-70 vökvadrifnar færavindur. Verð á vindum þessum hefur verið 60.0000 kr. Mynd 3 er tekin um borð í Freyju GK og sýnir þessa nýju vökvadrifnu færavindu. ÞEIR FISKA SEM RÓA MEÐ VEIÐARFÆRIN FRÁ SKAGFJÖRÐ ÆGIR — 257

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.