Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 8
Eyjólfur Friðgeirsson, fiskifræðingur: HAF- OG FISKIRANNSÓKNIR Athuganir á hrygningu loðnu Neðanskráðar athuganir voru gerðar í Sæ- dýrasafninu í Vestmannaeyjum frá seinni hluta febrúar til 11. maí 1974. Athuganir á hegðun loðnunnar voru gerðar á loðnu í búr- um safnsins. Loðnan var í tveimur búrum 1,5 x 1,75 m að grunnfleti með 1,0 m vatns- hæð. í báðum búrunum var um helmingur botnsins hulinn fínum gossandi en helmingur með hraungrýti. Sjórinn í búrunum er feng- inn úr 30 m djúpri borholu og er hann 7,2°C heitur og selta hans 29.5%0 (Við suðurströnd íslands hrygnir loðnan við um 6°C hita og selta sjávarins er þar rétt rúmlega 35%c. At- huganir á eggjum loðnunnar voru gerðar í rannsóknastofu við safnið. Eggin voru geymd límd við glerskálar (Peterskálar) í rennandi sjó við 7,2°C hita og 29,5%0 seltu. HRYGNING LOÐNUNNAR í ofangreindum búrum voru 100 til 150 loðn- ur. í öðru búrinu hafði loðnan verið um 3 vikur er hún hrygndi, en í hinu um 2 vikur. Athuganir hófust á loðnunni um viku fyrir hrygningu. Loðnan var þá róleg og virtist hafa sætt sig fyllilega við umhverfisbreyt- inguna. Þær héldu sig í torfum, syntu rólega um og sýndu í öllu svörun torfu við utanað- komandi áhrifum. Hrognaþungi hrygnanna vex ört rétt fyrir hrygninguna, og urðu hrygnumar mjög þung- ar á sér þegar leið að hrygningu og misstu þær sunds af einhverjum ástæðum eða yrðu ferð- lausar sukku þær til botns eins og steinar. Seinustu dagana í febrúar fóru hængarnir að leita fyrir sér um hrygningarstað. Þeir tóku sig einn og einn eða nokkrir út úr hópn- 242 — ÆGIR um og snuðruðu yfir botninum, þó án þess að hreyfa nokkuð við honum eða rótast í hon- um. Hrygning hófst að morgni 1. mars, þeg- ar kveikt var ljós í búrunum, en eins og kom í ljós á næstu dögum meðan hrygning stóð yfir, virkaði skyndileg lýsing sem hvati til hrygningar. Hrygningin hófst á því að hæng- amir þyrptust saman á litlu svæði rétt yfir botni búrsins á sandbotninum oftast fjærst frá hraungrýtinu. Hrygnurnar bættust í hóp- inn fljótlega eftir að hængamir höfðu hópast saman, loðnumar pöruðu sig síðan saman og hrygndu í pörum. Eins og sést ef horft er framan á loðnuhæng, myndar loðnan á hlið- um hans, innfallinn kviður, útstandandi kvið- uggar og þykkur neðri hluti kviðarins hvilft á hliðum hans. Hvilftin á hliðum hængsins er eins og sniðin fyrir kviðmikla hrygnuna og fer pömn loðnunnar þannig fram, að hæng- urinn þrýstir hrygnunni upp í hvilftina á hlið sinni og festir hana á þann hátt við sig. Eftir að þau em föst saman, þjóta þau af stað með sporðaköstum í yfirborði botnsins og er þá kviður þeirra % til 1 sm niður í sandinum. Sandur og hrogn þyrlast þá frá þeim upp í loft og til allra hliða. Hrygningin hjá hverju pari stendur yfir aðeins í nokkrar sekúndur og bægslast þau þá 1—2 m eftir yfirborði botnsins. Lendi parið á fyrirstöðu í botnin- um, smáhlut eða steini, skeytir það því engu, en heldur áfram að hrygna til enda og bægsl- ast þá jafnvel utan í stórgrýti, þó það kom- ist ekkert áfram. Eftir að hrygningu parsins er lokið, losnar það sundur, hrygnan er þá orðin þvengmjó, en hængurinn eins og hann var fyrir pömnina. Hængarnir virðast taka þátt í pörun oftar en einu sinni og margir oft, en flestar hrygnumar luku sér af í einni

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.