Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 15

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 15
Þurrkun Sólþurrkun og vindþurrkun eru sennilega einna elztu aðferðimar til matvælageymslu. Kíöt, fiskur og grænmeti hefur verið þurrk- að frá ómunatíð. Um 4000 ára þurrkaðir ávextir hafa fundizt í gröfum. Sagt er frá fiskþurrkun (skreið, harðfiski) í norrænum s°gum eldri en íslandsbyggð og skerpukjötið faereyska er líka ævagamalt. Við þurrkun á ávöxtum er eyðing C-fjörv- ^sins aðalgallinn. Þurrkaðir ávextir eru yfir- leitt mjög C-fjörvirýrir, ekki sízt þegar búið en að hita þá aftur í grauta og súpur. Hvítan í kjöti og fiski er ekki talin tapa miklu af næringargildi sínu við þurrkun. Ýms- lr Afríkubúar sjóða skreiðina og annan þurrk- aðan fisk í mauk og flýta þannig fyrir melt- ingunni. 1 nútíma matvælaframleiðslu eru fjölmarg- ar þurrkunaraðferðir í notkun. Má þar nefna úðaþurrkun (þurrmjólk, neskaffi), sogþurrk- un eða vakúmþurrkun, sem notuð er þegar eínið, sem þurrka á, þolir ekki háan hita (ávaxtasafaduft). Frostþurrkun er sú aðferð, Sem bezt varðveitir bragð- og næringarefnin. Keynt hefur verið að frostþurrka fisk, en hvít- an þykir gulna og fitan þrána. Fituþránun er raunar fylgifiskur allra þurrkunaraðferða. Vnostþurrkaður fiskur þykir heldur ekki árekka í sig vatn aftur nógu eðlilega til að fara Vel í munni. Rcyking er að vissu leyti hálfþurrkun, en auk þess eru í reyknum ýmis efni, sem eru rotverjandi. í reyktum mat (kjöti, fiski) finn- ast annars ýmis efni, sem talin eru geta ynldið magakrabbameini. Þessi sjúkdómur er ovenju algengur hérlendis og hefur það ver- sett í samband við hangikjötið okkar, svið- m 0g reykta fiskinn. Feitt fiskmeti (lax, silungur, sild, rauðmagi) Seymist nokkuð vel reykt, a. m. k. finnst þráabragðið ekki eins greinilega. Söltun. Geymsluáhrif matarsalts á matvælin eru að nokkru leyti þurrkun, því að saltið hefur ekki mikla gerilsneyðandi eiginleika. Um leið °g saltið dregur til sín vatnið úr kjöti og fiski, leysir það upp nokkuð af hvítuefnum og veldur því vissri gæðarýmun. Þurrsaltaður fiskur (saltfiskur) verður harður og seigur að gerð, en í pækilsöltuðum fiski á sér oft stað viss gerhvatastarfsemi, sem breytir bragði hans og gerð (saltsíld, sardínur, hrogn). Fita síldarinnar þránar ekki svo mjög í tunnum, vegna þess að pækillinn vamar þvi að loft komist að. Fjölmargir saltaðir fiskréttir em geymdir á mismunandi vegu víða í SA-Asíu. Oft er „þriðja kryddið“ (natríumglútamat) notað líka, en hið háa natríum getur verið hættu- legt fólki með háan blóðþrýsting („kínversk matsöluveiki"; hjartsláttur, aðsvif). Kæling og frysting. Kæling er notuð til að hægja á gerlafjölgun og hvatastarfsemi og hefur lítil sem engin áhrif á næringarefnin. Ein algengasta kæli- aðferðin er ísun og þegar ísinn bráðnar geta vatnsleysin næringarefni og bragðefni skolast burt með vatninu. I kældum sjó getur þessi skolun orðið markverð, en þar er hægt að halda hitastiginu neðan við frostmarkið og lengja geymsluþolið. Geymsluþol kælds fisks er þó ætíð takmarkað við 2-3 vikur og kæling- in er því oftast aðeins notuð til að halda hrá- efninu óskemmdu um stuttan tíma fyrir neyzlu eða undirbúning undir betri geymsulaðferð (frystingu niðursuðu o. s. frv.). Frysting matvæla hefur vaxið gífurlega á undanfömum áratugum. Einn megingallinn við frystingu frá næringarfræðilegu sjónar- miði, er myndun þíðuvatns (,,drips“) en það er vökvi, sem rennur úr matvælunum við upp- þíðingu. Með þíðuvatninu tapast ýmis næring- arefni (vatnsleysin fjörvi, steinefni, hvíta) og er því um að gera að þíðuvatnið verði sem minnst. Ef frysting er hæg, fá ískristallar, sem þá eru aðallega á milli frumanna, tíma til að vaxa og sprengja frumuveggi svo að frumu- vökvinn flæðir út þegar varan er orðin þíð. Sé frystingin aftur á móti mjög hröð, þá myndast margir smáir kristallar bæði inni í frumunum og á milli þeirra, en ná aldrei að vaxa svo að þeir sprengi frumuveggina. Ýms- ir draga í efa, að þessar skýringar séu nægi- legar og að efnafræðilegar breytingar eigi sér stað við hæga frystingu t. d. að ísmynd- Æ GIR — 249

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.