Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 24

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 24
N/Ý FISKISKIP Rúmlestatala ...................... 299 brl. Mesta lengd ..................... 46.45 m Lengd milli lóðlína ............. 40.00 m Breidd ........................... 9.00 m Dýpt að efra þilfari.............. 6.50 m Dýpt að neðra þilfari....... 4.35 m Lestarrými ....................... 280 m3 Brennsluolíugeymar................. 124 m3 Ferskvatnsgeymar ................ 47.50 m3 Sjókjölfestugeymir .............. 21.50 m3 Lifrargeymar ..................... 9.50 m3 I þessu tbl. er fjallað um 3 skuttogara, sem nýlega hafa bætzt við skuttogaraflotann. Tveir þeirra eru byggðir í Pól- landi og eru síðustu skuttogar- arnir, sem samið var um smiði á í Póllandi, en þar liafa sam- tals verið byggðir 7 skuttogarar. Sá þriðji er keyptur notaður frá Noregi, en er nýkominn úr end- urbyggingu eftir að hafa strand- að í ágúst á s. I. Ægir óskar eigendum svo og áhöfn til hamingju með skipin. Framtíðin KE 4 17. apríl bættist skuttogari í flota Keflvíkinga, Framtíð- in KE 4. Skuttogari þessi, sem áður bar nafnið Dksfjord, er keyptur frá Noregi en er byggður árið 1970 hjá A/S Storviks Mek. Verksted Krist- iansand, nýbygging nr. 37. Framtíðin KE er sömu gerðar og Dagstjarnan KE, svonefnd R-155 A gerð. Þess má geta, að Stálvík h.f. Garðahreppi hefur byggt einn skuttogara eftir þessari teikningu frá „Storviks", Stálvík SI 1 og fljótlega mun annar skuttog- ari af þessari gerð hlaupa af stokkunum hjá Stálvík h.f. Framtíðin KE er í eigu Fisk- miðlunar Suðurnesja h. f., en aðalhluthafar fyrirtækisins eru Hraðfrystihús Ólafs Lár- usonar og Sjöstjarnan h.f. Skipið er byggt skv. reglum Det Norske Veritas og flokk- að + 1A1, Stern Trawler, ICE C, +MV og er skuttogari með tveimur þilförum stafna á milli og skutrennu upp á efra þilfar. Aðalvél skipsins er MAK, gerð 8M451 AK, 1500 hö við 375 sn/mín, sem tengist Hjelset skiptiskrúfubúnaði, skrúfa 3ja blaða. Hjálparvélar eru tvær Mercedes Benz, gerð OM 360, 111 hö við 1500 sn/ mín. Hvor vél knýr Stamford rafal, annan 85 KVA, en hinn 90 KVA, 3x230 V, 50Hz. Ferskvatnsframleiðslutæki er í skipinu af gerðinni Atlas AFG 0,5, sem framleiðir 1-1,5 t á sólarhring. Hydroforkerfi, bæði sjó- og ferskvatns-, er frá Bryne Mek. Verksted, en til upphitunar er olíukynntur ketill frá Nordic. Fyrir botn- geyma er pælikerfi frá Sigurd Sorum. Stýrisvél er frá Ten- fjord, gerð 1-155-2ESG. Vindubúnaður skipsins er frá A/S Hydraulik Brattvaag og er vökvaknúin -(lágþrýsti- kerfi). Togvinda er aðskilin í tvær togvindur (splitvinsje) af gerðinni DIA8U. Togátak á miðja tromlu er 5,3 t og til- svarandi vírahraði 83 m/mín, hvor vinda. Fremst á efra þil- fari er akkeris- og grandara- vinda, gerð B6, með tveimur 258 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.