Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1974, Síða 12

Ægir - 01.11.1974, Síða 12
þaulreyndir sjómenn, sem mönnuð'u fyrstu tiogarana okkar, þó að þeir væru ekki vanir þeim skipum, og þeir björguðust áfallalítið, en upp úr 1920, þegar önnur gerð og stærri, kom í sóknina varð áberandi mikið af ung- um mönnum skipstjórar á þeim. Ég hef ekk- ert rannsakað þetta, en mér sýnist, að þama séu nokkur skil, og slys fari að aukast vegna skorts á almcnnri sjómannshæfni um þessar mundir. Það þarf þó ekki að vera, þarna getur hafa verið að verki hin orsökin til auk- inna slysa, það er, að menn voru að þreifa sig áfram með stærri og betur búin skip, sem voru þó alls ekki betri sjóskip en þau eldri, en það sást ekki fyrr en af reynslunni. Það hafði verið sett á þessi skip bátadekk með tveimur lífbátum og það olli lakari sjóhæfni en menn gerðu sér grein fyrir. Það varð reyndar aldrei Þarna er komið að dálítið merkilegu atriði, en það er að öryggisbúnaður getur valdið skaða. Lífbátarnir og bátadekkið á togurunum af þessari stærð ollu áreiðanlega meira tjóni en björgun. Það er erfitt að sanna þessa getgátu, en það er stingandi í augun, að sjá hvað skip- in björguðust oft, ef þau voru svo lánsöm að missa sem fyrst björgunarbátana. Greinilegust orsök sjóslysa vegna skorts á almennri sjó- mennskukunnáttu og reynslu, samfara að vísu hinni orsökinni, að menn voru að þreifa sig áfram með ný skip og tæki, var á síldveiði- flotanum upp úr 1960. Mörg slys á þeim flota virðast hreinlega hafa orðið vegna reynslu- leysis í almennri sjómennsku, þó að stundum yrðu þau af því að menn voru að leita eftir, hvað mætti bjóða þessum nýju skipum. Þannig geta tvennskonar breytingar á flot- anum orsakað aukningu sjóslysa. Of snögg mannaskipti, of snögg breyting á veiðitækni. Við eigum við báðar þessar orsakir að glíma nú. Afkastasjónarmiðið getur gengið úr hófi . . . Eins og að framan segir er meginþáttur fiskveiða okkar að leita eftir sem mestum aflaafköstum. Að þessu stefna fiskimennirnir sjálfir, útgerðarmennirnir og þjóðin öll. Það hefur einnig verið sýnt fram á það, að þetta verður jafnan um skeið á kostnað öryggis- ins. Þegar verið var að ræða nauðsyn þess að láta smíða okkur nýja gerð togara, var sjaldan minnst á annað en aukin afköst. Þær raddir, sem heyrðust ýja að þvi, að svo ör breyting sem ráðgerð var, hlyti að hafa ýmis vandkvæði í för með sér, þ. á m. aukna slysa- hættu, voru hjáróma í kórnum. Hins vegar var hamrað á þeirri röksemd, að þetta væru 20% afkastameiri skip en þau eldri og gætu skaffað vinnslustcðvum jafnara „hráefni.“ Þessu sjónarmið réðu svo ferðinni. Svo mik- ið lá á að ná auknum afla, að leitað var til fimm þjóða, til að byggja fyrir okkur þenn- an nýja flota og útbúa hann að öllu leyti í hondumar á fiskimönnum okkar. Skuttogar- ar eru tiltölulega ný gerð fiskiskipa á heims- höfunum, þeir fyrstu frá 1954, og þessi skipa- gerð hefur verið að þróast undanfarinn ára- tug, einkum minni skuttogararnir, og segja má að enn séu engir tveir eins, jafnvel þótt byggðir séu í sömu skipasmíðastöð. Menn eru alltaf að hagræða einhverju með nýjum hætti á þessum fleytum. Það var sjálfgefið að breyta þyrfti ýmsu í og á skipunum við okkar erfiðu náttúrlegu aðstæður og hörðu sókn. Það hefur alltaf ver- ið svo. Slys eru sögð enn mjög tíð á þessari skipagerð og það er farið að hvarfla að mönn- um að orsakarinnar kunni að vera að leita dýpra enn rnenn gera sér ljóst eða vilja gera sér ljóst. Það er skiljanlegt, að fiskimenn séu kátir yfir þessum afkastamiklu skipum sínum, þó að það kunni að fara að skyggja á gleðina, að þau afkasta varla sem svarar dýrleika sín- um umfram eldri togskip. Skipin eru, að sögn, sjóborgir og þao fer vel um skipshöfnina utan vinnu og vosbúð hefur minnkað, þar sem til- gerðarplássið er undir þiljum. En það gæti reynzt nauðsynlegt að huga að ýmsu í grund- vallargerð skipanna með tilliti til öryggis, þar sem afkastasjónarmiðið réði mestu um gerð þeirra. Það er áríðandi, að menn vakni til skilnings á því, að hugsanlegt sé, að það þurfi að rannsaka skipagerðina sjálfa niður í kjölinn en ekki eitt í dag og annað á morgun eftir því som slysin gerast. Menn skyldu hafa það í huga, að litlu skuttogararnir urðu til á eft- ir þeim stóru, verksmiðjutogurunum. Skut- tog hafði greinilega yfirburði yfir síðutog í afköstum, og menn fóru því að glíma við að hagnýta þessa aðferð á minni skipum. Mark- miðið var því strax það, að koma fyrir mest- um eða öllum veiðiútbúnaði stóru skuttog- aranna á þeim minni. Þetta hlaut að hafa í för með sér óskapleg þrengsli, enda er hvergi hægt að þverfóta í þossum skipum fyr- ir tækjum og „græjum". Það varð að nýta allt 306 — Æ GIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.