Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1974, Page 14

Ægir - 01.11.1974, Page 14
dekkfletinum komið hvernig best er að gæta sín í þessu efni. — Hvernig hagræðir þú skipinu, þegar þú tekur trollið í misjöfnu veðri? — Ég tek það með fiötu. Það er minnst hætta á að missa fisk, ef tnollið er tekið þannig. Einnig er minni hætta vissulega á því, að skipið taki sjó upp skutrennuna, þeg- ar það liggur flatt fyrir sjóum. í mjög slæmu er þó best að halda skipi beint upp í sjó og vind á meðan hlerar eru teknir. Reyndar tel ég ekki vera verulega hættu á slíku, nema verið sé að hífa úr festu og skip- ið snúi undan sjó og vindi. Þá er nú lítið að gera nema snúa og fara gagnstæða átt við togstefnuna þar til trollið er beint undir skipi, þó að það sé óhægara en á síðutog- urunum. —Sú hættar virðist þá ekki mest, að þessi skip taki hættulega sjóa upp rennuna, heldur hitt að menn hrasi og berist niður rennuna? — Já, og það mætti fyrirbyggja með „gluss“ lokum í rennunni, eins og reyndar er á mörg- um skuttogurunum. Ef slíkar lokur eru í renn- unni, eiga þær að koma alveg í veg fyrir slík slys, jafnframt varna því að skipið taki inn á sig sjó upp rennuna, nema á meðan troll- ið er híft út og inn. Englendingar veit ég að höfðu kaðla með hnútum á til handfestu hang- andi úr mastrinu, sem menn áttu þá að geta gripið í sér til stuðnings eða bjargar, en þess- ir kaðlar sveifluðust mikið til og erfitt gat reynst að ná til þeirra, þegar þess þurfti. Mér reyndist betur að strengja slakan kað- al þvert yfir skipið aftur við skutrennuna. Kaðalinn varð að hafa það slakan, að sæmi- legur poki kæmist undir hann, þá þurti sjald- an eða aldrei að losa þennan kaðal, en sú hætta er jafnan fyrir hendi, þegar oft þarf að gera slíkt að þá vilji gleymast að festa hann jafnharðann aftur. Til greina kæmi svo, að hafa einnig strengdari kaðal, sem losað væri um í hvert sinn og pokinn væri hífður inn. Ef það svo gleymist að festa hann, þá væri þó slaki kaðallinn til vara. Ég held einnig, að það þyrfti að hækka lunninguna á mörgum skipanna, þannig að mönnum væri auðveldara að hafa af henni stuðning, við vinnu í og við skutrennu. Ég vil sérstaklega minna á þá hættu, sem mönnnum getur stafað af rúllunni í rennu- brúninni, mönnum gæti orðið á að stíga á hana, þegar grandararnir eru að renna út og þá misst fótanna. Reyndar á alls ekki að niínum dómi að hafa menn inni í boganum meðan verið er að liífa eða slaka út. — Svo virðist, sem slys séu tíð aftur við gálgana og þá í sambandi við hlerana. Hvað er þar helst til ráða? — Það er ekki í sjálfu sér hættuverk að lasa úr eða í hlerunum, en menn verða að standa rétt að verkinu, til dæmis örugglega til hlið- ar út við lunningu, fyrir aftan masturhúsið, þegar hlerarnir koma í gálga. Það er alltaf hætta á að eitthvað hrökkvi í sundur, vír eða lás eða sigurnagli, ef hlerarnir hífast harka- lega í gálgana. Ef menn standa þá nægjanlega vel til hliðar og aftarlega á ekki að vera nein hætta á að þeir verði fyrir vírnum, Þ° hann bresti og kippist fram eins og gormur. Eins og ég gat um áðan, sést illa úr hífing' arstað aftur á topprúllurnar, þegar veitt er með flotvörpu á sumum togaranna. Það er þá ráðlegt að hafa gott merki á vírnum nokkra faðma frá endanum, mönnum til aðvörunnar við hífinguna, og þegar það sést, gætu þeir hægt á spilinu eða híft af minnsta möguleg- um krafti og það komið í veg fyrir óhöpp aftur við gálgana. Það er einnig svo á sumum skipanna að við töku botnvörpunnar sést verr úr stjórnklefanum á dekkinu heldur en úr brúnni. Sum skipanna eru heldur ekki út- búin með vírateljara, sem sýnir hve mik- ið er komið inn af vír og þá hve mikið muni vera eftir. Hafi menn svo villzt á merkj- um, þá getur hugsanlega það gerst að spilið sé á fullu, þegar hlerarnir koma í gálga- Einnig getur það gerst í vondu veðri að snögglega komi slaki á vírana og hlerarnir af þeim sökum skelli svo harkalegar í gálg' ana en ráð var fyrir gert og þá eitthvað hrokkið í sundur. — Heldurðu að álagið á skipstjórann sé orð- ið of mikið, og það ættu oftar að vera tveir menn að störfum í brúnni en almennt gerist nú? — Það er rétt að það getur orðið í of mörg horn að líta fyrir skipstjórann síðan stjórn- tæki spilsins færðust upp í brú. Ég hef það fyrir reglu að hafa mann hjá mér í brúnni alltaf meðan verið er að innbyrða veiðar- færið eða kasta því. Ég kalla á hann upp áð- ur en hlerarnir koma í gálga og hann fer ekki aftur úr brúnni fyrr en búið er að ganga 308 — Æ GIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.