Ægir - 01.11.1974, Page 27
is. Verðhlutfallið milli fiskmjöls og sojamjöls
hefur um árabil leikið á hlutföllunum 1.40 : 1
og 2.63 : 1, það er, lest af fiskmjöli hefur
verið 1.40 til 2.63 sinnum dýrara en lestin af
sojamjöli. Afleiðingin af þessu er sú, að það er
mjög mismunandi mikið notað í fóðurblönd-
ur eða frá 2% til 8% eftir verðlagi á sam-
keppnistegundunum.
í mjöli er það eggjahvítumagnið, sem mestu
máli skiptir en samsetning eggjahvítunnar
hefur einnig og ekki síður áhrif á notkunina til
fóðurblöndunar. Fiskmjöl er ríkt af amino-
sýrum og efnunum lýsín og methjónín og þau
efni eru mjög mikilvæg í fóðurblöndun. Jurta-
eggjahvíta, sérstaklega korn, er mjög snauð
að lýsín og methjónín. Sojabaunir eru þar þó
undantekning, þar sem eggjahvíta sojabauna
inniheldur mikið af lýsín en aftur á móti
lítið af methjónín.
Fiskmjöl hefur því bezt uppfyllt kröfurn-
ar við fóðurblöndun.
En nú kemur orðið fleira til. Það er hægt
orðið að framleiða þessi nauðsynlegu efni,
lýsín og methjónín með eftirlíkingaraðferð-
um. Og þessi gerviframleiðsla á nauðsynleg-
ustu efnisþáttum eggjahvítunnar til fóður-
blöndunar fer hraðvaxandi, og skiortur á fisk-
mjöli gefið henni byr undir vængina. Tvö
japönsk fyrirtæki hafa tvöfaldað framleiðslu
sína á methjónín á árunum 1971/72, franskt
fyrirtæki hefur einnig stóraukið sína fram-
leiðslu og Þjóðverjar og ítalir hafa hafið fram-
leiðslu methjóníns.
Gerviframleiðsla á lýsin er nýlega hafin.
Það var fyrst framleitt 1967, og þó að mark-
aður væri nógur átti framleiðsla lýsins miklu
erfiðara uppdráttar en framleiðsla methjóníns
vegna mikils framleiðslukostnaðar, og einnig
af því að bæði fiskmjöl og sojamjöl var auð-
ugt að þessu efni. Lýsín er nú framleitt af
tveimur japönskum verksmiðjum og einni
bandarískri, og frönsk verksmiðja mun bætast
í hópinn eða máske þegar tekin til starfa.
En það má vænta samkeppni við fiskmjöl til
fóðurblöndunar úr einni átt enn. Það er farið
að framleiða einnar frumu eggjahvítu eða
með öðrum orðum steinolíueggjahvítu. Auka-
vinnsla í pappírs- og og sykuriðnaði gefur
einnig möguleika til framleiðslu á einnar
frumu eggjahvítu.
Eiginleikar einnar frumu eggjahvítu eru
svipaðar eggjahvítu í fiskmjöli. Eggjahvítu-
magnið í framleiðslunni er svipað eða um 60%
(fiskimjöl 60-65%). Lýsínmagnið er lítið eitt
meira en í fiskmjöli en methjóninmagnið
heldur minna. Þetta þýðir að einnar frumu
eggjahvítuframleiðslan hefur ótvíræða sam-
keppnismöguleika við fiskmjöl og gæti í fram-
tíðinni valdið því að hætt yrði að nota eða
stórlega dregið úr notkun fiskmjölseggjahvítu
í fóðurblöndur.
British Petroleum er farið að framleiða einn-
ar frumu eggjahvítu og ætlar að tvöfalda þá
framleiðslu 1974 og ICI er einnig að hefja
þessa framleiðslu í Bretlandi — verksmiðjan
á að taka til starfa 1976. Frakkar hafa stofn-
un þriggja slíkra verksmiðja á prjónunum
og Japanir einnig þrjár í bígerð. ítalir munu
og ætla að hefja þessa framleiðslu.
Það er áætlað að einnar frumu eggjahvítu-
framleiðslan geti numið % milljón lesta 1976
og einni milljón 1980. Þetta svarar til helm-
ings allrar fiskmjölsframleiðslu Perúmanna í
góðu aflaári og eins fimmta af heimsfram-
leiðslu eins og hún var mest.
Hvernig framhaldið verður á þessari gervi-
framleiðslu veltur mjög á þvi, hversu hagstætt
kostnaðarhlutfallið verður milli hennar og
framleiðslunnar á náttúrulegri eggjahvítu. Ef
verksmiðjurnar, sem framleiða einnar frumu
eggjahvítu geta aukið afköst sín, og þar með
komið niður kostnaði væntanlega á fram-
leiðsueiningu eða ef verð á náttúrulegri eggja-
hvítu eykst eða jafnvel lækkar ekki frá því,
sem það var 1972, má búast við, að gervi-
framleiðslan reynist fiskmjölsframleiðslunni
skæður keppinautur innan tíðar. Það gctur
reyndar varla leikið nokkur vafi á því, að
notkun fiskmjöls og fiskmjölsframleiðslan tek-
ur miklum stakkaskiptum næstu árin.
í heild má segja að ástandið sé á þessa leið:
Eftirspurnin á fiskmjöli byggist á þessu
þrennu:
1) þróun fóðurblöndunariðnaðarins
2) stærð og vexti kjötmarkaðarins
3) framleiðsla gervieggjahvítu
Allir þessir þættir er stækkandi og spurn-
ingin er því í hvaða hlutfalli þeir stækka.
Fóðurblönduiðnaðurinn hlýtur að færast til
fleiri landa og stækka, og það eykur eggja-
hvítuþörfina. Fólkinu fjölgar og þar með vex
þörfin fyrir kjöt og þá einnig fóðurblöndur
og einnig það verkar jákvætt.
Framh. á bls. 323.
Æ GI R — 321