Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1974, Síða 32

Ægir - 01.11.1974, Síða 32
NÝ FISKISKIP / þessu tbl. birtist lýsing af 3 stálfiskislcipum, sem öll ei~u byggð innanlands. Tvö þeirra, systurskip, eru byggð hjá Slipp- stöðinni h.f., en það þriðja hjá Þorgeir & Ellert h.f. Ægir ósk- ar eigendum svo og áhöfn til hamingju með skipin. Haukaberg SH 20 11. október s. 1. afhenti Þor- geir & Ellert h.f. Akranesi nýtt 104 rúmlesta stálfiski- skip, smíðanúmer 30 hjá stöð- inni. Skipið sem ber nafnið Haukaberg SH 20 er eign Hjálmars Gunnarssonar, Grundarfirði. Haukaberg SH 20 er 6. skipið sem stöðin byggir eftir sömu teikningu. Undir aðalþilfari er skipinu skipt með 5 vatnsþéttum þilum í eftirtalin rúm talið að fram- an: Stafnhylki; íbúðir fram- skips, en undir þeim eru fersk- vatnsgeymar; fiskilest, en fremst í henni er asdikklefi og keðjukassar; vélarúm með brennsluolíugeymum í síðum; íbúðir afturskips og skuthylki fyrir brennsluolíu aftast. Af skuthylki er þiljaður kassi fyr- ir stýrisvél. Fremst á aðalþilfari er lok- aður hvalbakur, en þar er sal- ernisklefi, matvælageymsla o. fl. Að aftan er þilfarshús, en bakborðsmegin og aftan við þilfarshús er lokaður gangur. Á bátaþilfari er fremst brú skipsins. í íbúðum framskips eru tveir 3ja manna klefar, en aft- urskips tveir 2ja manna klef- ar. í þilfarshúsi er skipstjóra- klefi, einn 2ja manna klefi, eldhús, borðsalur, matvæla- frystir, salerni og vélarreisn. T gangi b.b.-megin við þilfars- hús er kæld bjóðageymsla. 1 brú er stýrishús og kortaklefi. Aðalvél er frá Caterpillar, gerð D 379 TA, 565 hö við 1225 sn/mín, sem tengist gegnum kúplingu Ullstein nið- urfærslugír og skiptiskrúfu- búnaði, gerð 110 GSC. Skrúfa er 3ja blaða með 1600 mm þvermáli. Framan á aðalvél er T50 ha aflúttak. Hjálparvélar eru tvær frá Caterpillar, gerð D 330 NA, 67 hö við 1500 sn/mín. Við hvora vél er Stamford rið- straumsrafall, 45 KVA, 3 x 220 V, 50 Hz. Stýrisvél er frá Frydenbo, gerð HS 9. 1 skip- inu er ferskvatnshydrofor- kerfi frá Speck með 100 1 þrýstikút. Ibúðir eru hitaðar upp með rafmagnsofnum. Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (lágþrýstikerfi) og samanstendur af eftirfar- andi vindum: Togvinda er frá Vélaverkstæði Sig. Svein- björnssonar h.f. og er af svo- nefndri 16 t gerð. Vindan hef- ur tvær togtromlur (230 mnr’ x 1040 mmi* x 800 mm), lönd- unartnomlu, tvær keðjuskífur og tvo koppa. Togtromlur eru gefnar upp fyrir 750 faðma af 2y2” vír. Togátak vindu á miðja tromlu (635 mm^) er 6.8 t og tilsvarandi vírahraði 60 m/mín. Linuvinda er frá Norwinch, togátak 2.5 t, og sömuleiðis bómuvinda 1.5 t. Fyrir ofangreindar vindur er ein Allweiler SNH 2200 dæla (drifin af aðalvél), sem skil- ar um 1750 1/min við 1200 sn/mín og 30 kg/cm2 þrýsting- Auk þess er ein Allweiler SNH 440 lágþrýstidæla, drifin af annarri hjálparvélinni. Skipið er búið fiskidælu, Rapp U 700, sem fær afl frá tvöfaldri Vick- ers háþrýstidælu, drifin af að- alvél. Fiskilest er einangruð með polyurethan og klædd með stálplötum. ÁluppstiUing er í lest. Kæling er í lest og eru kælileiðslur í lofti lestar. Kæli- þjappa er frá Bitzer, gerð VW, afköst 6900 kcal/klst (h-10' /-/ + 25°C), kælimiðill Freon 12. Fyrir bjóðageymslu er sjálf- stætt kælikerfi, kæliþjappa af gerðinni Bitzer III W, afköst 3290 kcal/klst (-^10°/-/ + 25°C) Kuba blásturselement er í bjóðageymslu. Fyrir matvælageymslur er Bitzer kæliþjappa, Kuba blástursele- ment er í matvælafrysti, en kæliplata í matvælakæli. Kæli- miðill fyrir bjóðageymslu og matvælageymslur er Freon 22. Helstu tæki í stýrishúsi og kortaklefa eru: Rúmlestatala .......................... 104 brl. Mesta lengd ......................... 27.63 m Lengd milli lóðlína ................. 24.00 m Breidd (mótuð) ....................... 6.60 m Dýpt (mótuð) ......................... 3.30 m Lestarrými.......................... 105.0 m3 Brennsluolíugeymar................... 26.0 m3 Ferskvatnsgeymar ..................... 9.5 m3 Ganghraði (reynslusigling) .......... 11.5 hn. 326 — Æ G I R

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.