Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1976, Blaðsíða 7

Ægir - 01.02.1976, Blaðsíða 7
EFNISYFIRLIT: Hvernig á að draga úr sókninni í þorskinn? 21 Sjávarútvegurinn 1975 Bragi Eiríksson: Skreiðarframleiðslan 1975 22 Bd. Björn Dagbjartsson: Holmunninn og nýting hans 25 • Asgeir Jakóbsson: ammersútgerðin 1866—1870 27 Útgerð og aflabrögð 29 Heildaraflinn 33 Fiskaflinn í júlí 34 Fréttir í desember 36 Lög og reglugerðir 39 Alyktanir 34. Fiskiþings 40 ForsíSumynd: orgarbúar skoða flotann. ÚTGEFAIMDI: FISKIFÉLAG íslands höfn. ingólfsstræti SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MAR ELÍSSON (ábm.) JÓNASBLÖNDAL AUGLÝSINGAR; GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: ÓÍSLI ÓLAFSSON PRENTUN: ÍSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 1500 KR. PR. ÁRG u, KEMUR ÚT fialfsmánaðarlega RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 69.ÁRG. 2. TBL. 1. FEBRÚAR 1976 Hvernig á að draga úr sókninni í þorskinn? í ályktunum 34. Fiskiþings, sem birtar eru í þessu tölu- blaði Ægis, kemur skýrt fram ákveðinn vilji þingfulltrúa til að draga úr sókn í íslenzka þorskstofninn. Fiskiþingsfull- trúar eru, sem kunnugt er, útvegsmenn, fiskframleiðend- ur og forystumenn sjómanna- samtaka. Að ályktuninni standa sem sé menn, sem mik- illa hagsmuna hafa að gæta, og samdrátturinn kemur til með að bitna á. Fiskiþing skipaði 6 manna milliþinga- nefnd til að fjalla um með hvaða hætti helzt væri hægt að draga úr sóknarþunga í þorskstofninn meðan hann væri að ná sér upp úr þeirri lægð, sem hann nú greini- lega er kominn í og óþarfi er að rekja hér með tölum, svo ýtarlega sem það hefur verið gert að undanförnu í öllum fjölmiðlum þjóðarinnar. Fiskiþing legur til, eins og ályktun þess hér í blaðinu sýnir, að dregið sé úr sókn- inni með tvennum hætti í meg- inatriðum. Hvort tveggja sé gert að leggja bátum, sem ekki geta talizt samkeppnis- færir og myndu verða gerðir út af vanefnum og með fyrir- sjáanlegu tapi, og á hinn bóg- inn verði unnið ötullega að því að finna flotanum ný verk- efni. Sem hugsanleg verkefni eru nefndar kolmunnaveiðar, spærlingsveiðar, sumarveiðar á loðnu, veiðar á langhala og háf, veiðar á djúprækju og til viðbótar mætti nefna mögu- leikann á kúfisksveiðum, þar sem fundizt hafa ný og auð- ug kúfisksmið. Tíminn til að gera umtals- verðar ráðstafanir til að draga úr þorsksókn á þessari ver- tíð er vissulega hlaupinn. í desember að leið skipaði sjávarútvegsmálaráðherra 8 manna nefnd til að finna bráð úrræði til að draga úr þorsk- sókninni, en þess er varla að vænta að sú nefnd geti leyst svo viðamikið og viðkvæmt verkefni á skömmum tíma nema þá eitthvað til bráða- birgða enda liggur nú mest á skyndiráðstöfunum, og hitt þá heldur að bíða að móta grundvallarstefnu í sókninni. Af skyndiráðstöfunum sem hægt er að grpa til er helzt að nefna aukið eftirlit með smáfisksveiðum á uppeldis- slóðunum og takmörkun á netafjölda á hrygningarslóð- unum. Einnig væri hugsan- legt að reyna með einhverju móti að örva lnuveiðar til að draga úr netasókninni, en net- in eru stórtækara veiðarfæri en línan.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.