Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1976, Blaðsíða 22

Ægir - 01.02.1976, Blaðsíða 22
FRÉTTAYFIRLIT Markaðir. í yfirlitsgreinum þeim, sem framámenn í hinum ýmsu sölusamlögum skrifa um hver áramót og taka nú að birtast í blaðinu, er jafnan fjallað um markaði ársins og mark- aðshorfur og því ekki ástæða til að rekja það efni ýtarlega hér í fréttum nú, þar sem þessar greinar fara nú að birtast í Ægi. ísfisksölur. í byrjun desember seldu tveir Reyðarfjarð- arbátar í Bremerhaven netafisk fyrir um 113 kr. kg. Það er dálítið athyglisvert í sambandi við góðar sölur þessara og annarra netabáta á jafnströngum markaði og þýzka markaðn- um, hvað þeir ná háu verði fyrir netafisk sinn, sem hérlendis er talinn lélegri en fiskur veidd- ur í önnur veiðarfæri. Það virðist af þessum sölum í Þýzkalandi, að hægt sé að ná jafn- góðum fiski úr netum og öðrum veiðarfær- um, ef aðgát er höfð og skaplega staðið að veiðunum. Þýzki markaðurinn hefur verið mjög góður í haust að leið og um og upp úr áramótunum voru togarar að selja þar fyrir allt að 110 króna meðalverð. Ögri setti sölumet í byrjun janúar þegar hann seldi 250 tonn í Cuxhaven fyrir 426.173 mörk eða 27,7 millj. ísl. króna. Ögri á nú sölumet íslenzkra togara bæði á enska og þýzka marðaðnum. Bandaríski markaðurinn. Svo virðist, sem sú ákvörðun að hækka verðið á flökum og blokk á Bandaríkjamark- aði ætli að lánast, því sölufyrirtæki okkar íslendinga óttast nú skort fremur en hitt á fiski, einkum þorskflökum, þegar kemur fram á árið. Alaskaufsinn, sem flæddi yfir Banda- ríkjamarkaðinn á árunum 1972—73 og felldi verðið á okkar afurðum er nú heldur víkj- andi fyrir þeirri gæðavöru, sem við höfum að bjóða. Hana mætti þó enn bæta, segja sölumenn vestra og einnig forráðamenn sölu- samlaganna hér heima, enda haldið ráðstefnu nýlega með frystihúsamönnum i því skyni að vöruvöndun sé enn bætt frá því sem nú er. í þessu sambandi er ekki óeðlilegt að spyrja: Hvað megum við leggja í mikinn kostnað fyrir þennan bezta markað okkar? Með þessu er ekki átt við að við séum komnir að hag- kvæmnismörkunum í vöruvöndun á Banda- ríkjamarkað en það hlýtur alltaf að verða að vera í gangi stöðugt uppgjör við kostnað á framleiðslu á hina ýmsu markaði, hvort sem þeir eru góðir eða vondir. Fróðlegt væri að vita, hvernig þær endurbætur, sem við höfum gert í meðferð fisks, svo sem kössum um borð og ýmsar endurbætur í frystihúsun- um ásamt auknu eftirliti, hafa svarað kostnaði. Þetta er sérlega nauðsynlegt, ef um er að ræða á hinn bóginn markaði sem ekki krefjast jafnmikillar og jafndýrrar vinnslu og banda- ríski markaðurinn. Sem sé uppgjör milli markaða. Það er rétt að taka það fram, að þetta er aðeins spurning, sem ég hef ekki minnsta grun um svarið við, heldur finnst mér sjálfsagt að varpa henni fram, þar sem sífellt er verið að stefna til aukins kostnaðar til að uppfylla skilyrði bandaríska markaðs- ins. Þetta er vissulega okkar dýrasti mark- aður, en einhvers staðar hljóta þó að liggja mörkin fyrir því, hverju við megum kosta til hans. Líklegt er að kostnaðurinn við end- urbæturnar skili sér mest óbeint ennþá og því örðugt að svara spurningunni. En það sakar ekki að spyrja. Málið varðar alla þjóð- ina. Mjöl og lýsi. Um miðjan desember mun hafa verið búið að selja fyrirfram af loðnumjöli á komandi vertíð um 11—12 þús. lestir á 4.15—4.40 doll- ara próteineininguna, sem er heldur hærra verð en í fyrra. Aftur á móti hafði um þess- ir mundir engin fyrirfram sala á lýsi átt sér stað, enda markaðsverð heldur lægra en í fyrra eða um 320—350 dollara tonnið. Sveinn Bene- diktsson segir í Fréttabréfinu að markaðs- horfur á mjöli og lýsi, sem framleitt verði á loðnuvertíðinni nú, séu mjög óvissar. Fryst loðna til Japans. Eins og kunnugt er keyptu Japanir af okk- ur um 19 þús. lestir af frystri loðnu 1974, en ekki nema 1300 lestir 1975, vegna mikilla 36 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.