Ægir - 01.02.1976, Blaðsíða 10
á litlum skipum, sem flytja matvæli til lands-
ins eins og til dæmis skreið.
Skreiðarsamlagið leigði skipið Elisabet
Hentzer sem fór héðan þann 10. júní og kom
til Lagos 7. júlí. Skipið var útlosað þann 18.
júlí. Biðpeningar voru greiddir fyrir viku
bið. Fragtkostnaður á hvern pakka varð um
£4 en fragtkostnaður, sem við höfum nú
greitt fyrir um 8600 pakka er £6,50 á hvern
pakka með því að senda skreiðina með um-
hleðslu um Hamborg.
Ástand og liorfur.
Nú er sama og engin skreið til í landinu.
Á vegum skreiðarsamlagsins bíða hér í
Reykjavík um 240 pakkar og mun sú skreið
fara fljótlega.
Nokkrir framleiðendur eiga haustskreið,
sem væntanlega verður pökkuð eins fljótt og
unnt er þar sem markaðsástand er mjög hag-
stætt.
ítalía.
Þar er alltaf öruggur markaður fyrir góða
skreið. Sú skreið, sem verkuð er fyrir ítalíu
verður að vera úr völdu hráefni og má hvorki
frjósa né morkna í verkun.
Nígería.
Innflutningur er frjáls og eftirspurn mikil-
Verð það sem selt hefur verið á mun að
minnsta kosti haldast en sterkar líkur eru
fyrir því að um hækkun verði að ræða.
Hins vegar verður að gæta þess ef skreið-
arverkunin verður drjúg bæði hér á landi og
í Noregi að ekki verði afskipað of miklu magni
í einu og of ört. Þá geta kaupendur okkar
komist í vanda.
Vonandi veita viðkomandi yfirvöld leyfi til
þess að leigja megi skip og senda skreiðina
beint á markaðinn. Með því fær land vort og
þjóð meiri gjaldeyristekjur.
Ályktanir Fiskiþings
Framhald af bls. 40.
7. Til að fyrirbyggja óhóflegt smáfiska-
dráp vill bingið mæla með því atriði í
drögum fiskveiðilaganefndar að heimil
sé fyrirvaralaust lokun svæða þar sem
smáfiskur heldur sig.
8. Komi það í ljós, þegar líða tekur á
næsta ár, að ráðstafanir til verndunar
þorskstofnsins og annarra botnfisk-
stofna nægi ekki, í samræmi við tilíögur
fiskifræðinga, skulu veiðar á þessum
stofnum stöðvaðar.
Ljóst er að framangreindar tillögur eru
harkalegar og aðgerðir munu víða koma illa
við.
Gildir það jafnt um einstaka útgerðir og
atvinnumöguleika margra staða.
Til að mæta afleiðingum þessara aðgerða
bendir þingið á eftirfarandi leiðir:
1. Lögð verði aukin áherzla á raunhæfa
stjórnun fiskveiða og fiskvinnslu, enda
byggist mat á stjórnunaraðgerðum á því,
24 — Æ G I R
hvað hagkvæmast er fyrir sjávarútveginn
í heild.
Fiskiþing hið 34. ályktar að kjósa 6 manna
milliþinganefnd til að gera tillögur um
framtíðartilhögun á stjórnun fiskveiða.
Skal nefndin skilgreina markmið, sem hún
telur að stefna beri að með sjávarútvegi og
benda á loiðir og tæki, sem hagkvæmt er að
nota til að ná þessum markmiðum. Álit
nefndarinnar skal leggja fyrir næsta Fiski-
þing.
2. Til úrlausnar brýnustu vandamálanna sem
skapazt hafa leggur þingið til:
a) Eigendum úreltra og gamalla fiskiskipa,
sem af hagkvæmniástæðum, hætta út-
gerð, verði gert það kleift án fjárhags-
tjóns.
b) Þeim byggðarlögum, sem harðast verða
úti vegna fyrrgreindra friðunarráðstaf-
ana verði gert kleift að eignast önnur
og hagkvæmari skip á innanlandsmark-
aði.
Auk þess beri að .athuga breytta at-
vinnuhætti á þeim stöðum þar sem ann-
ar iðnaður hentar betur en vinnsla
sjávarafurða.
J