Ægir - 01.02.1976, Blaðsíða 14
Hammer hélt þó hvalveiðunum áfram í þrjú
sumur enn og alltaf með stórtapi. Gils segir
tapið á hvalveiðunum hafa numið alls 89237
rd. Matthías Þórðarson segir í Síldarsögu
sinni að það hafi verið tapið á hvalveiðunum
síðasta árið og birtir reikning þess árs, sem
sýnir nokkurn hagnað á selveiðunum og há-
karlaveiðunum en tap á þorskveiðunum og áð-
ur nefnt tap á hvalveiðunum. Gils segir heild-
artapið á Hammersútgerðinn hafa numið „ná-
lega 200 þús. rd.“ Matthías telur það aftur á
móti hafa numið 240 þús. rd. og eins gerir
Vilhjálmur, og líkast til er það svo ef fram-
lögum hluthafanna er bætt við tapið. Magnús
Jónsson telur tapið hafa verið 270 þús. dali.
(Saga ísl. X. I.)
Vonandi tekur sér einhver fyrir hendur að
skrifa um Hammer og útgerð hans svo stór-
felld sem hún var einkum þó áætlanirnar á
þessarar tíðar mælikvarða.
Þess má geta hér, að endalok Thomasar
Roys, hins mikla gufuskips þessa tíma, urðu
þau, að Hammer hélt á því snemma vors 1870
norður í höf til selveiða, veiddi vel, en lenti
í ís, og komst loks nauðuglega inn til Seyðis-
fjarðar á skipinu svo löskuðu, að það var með
öllu ónýtt.
Eins og fram kemur i þessari frásígn, á
Hammer að hafa lagt alla bandarísku hval-
veiðimennina á land strax í byrjun fyrsta
hvalveiðiúthalds síns eða í sumarbyrjun 1866.
En er það nú alveg víst, að svo hafi verið?
Hann hefur vafalaust lagt einhverja þeirra á
land, til dæmis Thomas Roys sjálfan vegna
ósamkomulags um stjórnina, en gætu ekki
bræður hans einhverjir hafa orðið eftir; Og
voru Thoimas Roys og bræður ekki í félagi við
Hammer og síðan verði það eins og sést af
frásögnum Gils og Halldórs, (sjá næsta þátt á
undan), að menn telja hvalveiðiútgerðina
næstu tvö árin ýmist útgerð Roysbræðra eða
Hammers. Þjóðólfur telur þá Hammer hafa
tekið við hvalveiðiútgerð Roys 1865 en Halldór
ekki fyrr en 1867 og Foyn eignar Roysbræðrum
hvalveiðiútgerð Hammers allt til loka þeirrar
útgerðar 1870.
Hollendingar enn á ferð.
Halldór Stefánsson segir svo frá enn einni
hvalveiðitilrauninni; „Þegar Hammersútgerð
flutti stöðvar sínar til Djúpavogs frá Vestdals-
eyri 1870, kom stórt hollenzkt gufuskip aftur
þangað til hvalveiða. Fengu Hollendingamir
til nota hús Hammersfélagsins á Vestdals-
eyri. eÞtta hollenzka skip kom til hvalveiða
þrjú sumur. Veiddust fáir hvalir og mun því
hafa verið taprekstur eins og hjá Hammers-
félaginu.“
Ekki fer nú miklum sögnum af þessari
hvalveiðiútgerð og stóð þó úthaldið í þrjú
sumur.
Nú er komið að þeim þættinum í veiðum út-
lendinga hér við land, sem stórfelldastur hef-
ur orðið, en það eru hvalveiðar Norðmanna
frá 1883 til 1915.
Kolmunninn og
nýting hans
Framhald af bls. 26.
álitnar sambærilegar að gæðum við ýsu- eða
þorskafurðir a. m. k. fyrst í stað. Það tekur
alltaf sinn tíma að vinna markaði fyrir nýstár-
legar afurðir, fiskafurðir eins og annað. Sú
skipan hafréttarmála sem virðist nú á næsta
leyti, svo og sú staðreynd, að framboð á ýms-
um hinna hefðbundnu matfiska verður óhjá-
kvæmilega minna á næstu árum, með eða án
200 mílna landhelgi, hlýtur að neyða fisk-
verslun heimsins til að leita að fiskafurðum,
sem komið geta í stað hinna hefðbundnu, og
28 — Æ GIR
þar getur kolmunninn gegnt þýðingarmiklu
hlutverki. Eins þurfum við íslendingar að
hyggja að framtíðarverkefnum fyrir okkar vel
búna veiðiflota og okkar hefðbundna fiskiðn-
að, eins og svo rækilega hefur verið bent á
undanfarið.
Það getur vel verið að trú mín á framtíð
kolmunnaveiða og kolmunnaafurða virðist
óraunveruleg og fjarlæg, en ég leyfi mér samt
að segja að við höfum ekki efni á að bíða
lengur með að snúa okkur að einhverju nýju
í fiskiðnaði þó að það sé ekki eins arðbært og
þorskur eða síld.
J