Ægir - 01.02.1976, Blaðsíða 26
Ályktanir
34. Fiskiþings
Fiskiþing hið 34. lýsir áhyggjum sínum
yfir þeirri þróun, sem orðin er og horfur eru
á að verði á næstu árum. Virðist stefna í bráða
hættu og hrun meginnytjastofna, verði ekki
að gert.
Jafnvel bótt ekki verði viðkomubrestur í
helztu nytjastofnum er fyrirsjáanlegt að afli
íslendinga muni fara minnkandi á næstu ár-
um, einkum ef útlendingar halda tiltölulega
óskertum aflahlut.
Samfara þeirri minnkun afla, sem orðið
hefur þegar, hefur tilkostnaður aukist veru-
lega, sem bæði stafar af fjölgun skipa og
verðhækkunum.
Kjör beirra, sem að útvegi starfa hafi því
hrakað til muna og er nú svo komið að útveg-
urinn stendur mjög höllum fæti í samkeppni
um vinnuafl.
Vandinn í nánustu framtíð er því í megin-
atriðum tvíþættur:
1. Koma verður í veg fyrir að fiskstofnamir
rýrni frekar en orðið er.
2. Skapa verður útvegnum og þeim er við
hann starfa viðunandi kjör.
Sú eina leið, sem raunhæft virðist að fara
í Ijósi þessa, er að draga verulega úr sókn.
Með því móti getum við minnkað afla,
dregið úr heildarkostnaði við útgerðina og
aukið tekjumöguleika þeirra, sem starfa
áfram. Ljóst er að frá hagkvæmnisjónar-
miðum væri æskilegt, að þeir hlutar flot-
ans, sem úreltir eru orðnir í Ijósi sam-
keppnisaðstöðu, hverfi frá veiðum.
Til þess að stemma stigu við frekari aukn-
ingu flotans og ná þeirri sóknarminnkun
og aflaminnkun, sem nauðsynlegt er, bend-
ir þingið á eftirfarandi leiðir:
1. Stöðvaður verði innflutningur skipa,
fram yfir það sem orðið er. Nauðsynleg
endurnýjun arðbærari hluta fiskiflot-
ans fari fram innanlands.
2. Kannað verði: hvort unnt sé að falla
frá kaupum þeirra skipa sem þegar eru
í smíðum.
3. Tekjumillifærslur, frá arðbærari hluta
flotans til hins óarðbærari, verði felld-
ur niður.
4. Fiskiþing vítir þær kostnaðarsömu og
óhagstæðu endurbyggingar, sem fram
hafa farið á undanförnum árum, á úr-
eltum skipum, og varar við lánveiting-
um í þessu skyni.
Fiskiþing beinir því jafnframt til
tryggingarfélaganna að eins og mál-
um er nú komið sýnist það ekki þjóð-
hagslega rétt að gera við skip sem
verða fyrir miklu tjóni sem nemur
tryggingarupphæð skips eða meira.
5. Athugaðir verða möguleikar á sölu
eldri skipa úr landi. í því sambandi
verði kannaðir möguleikar á sölum til
vanþróaðra þjóða, sem nýtt gætu skip-
in, ef tæknileg aðstoð fylgdi.
6. Til þess að létta á borskveiðunum verði
hið fyrsta hafizt handa um veiðar og
vinnslu og öflun markaða fyrir tegund-
ir, sem ekki eru nýttar, eða hafa verið
vannýttar. Bendir þingið einkum á
eftirfarandi tegundir í þessu sambandi:
Loðnu, kolmunna, spærling, langhala,
háf og djúprækju. Betur verði kann-
aðir möguleikar, veiða á fjarlægum
miðum.
Framhald á bls. 24.
40 — Æ GIR