Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1976, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.1976, Blaðsíða 12
Kolmunni, sem lítið eða ekkert hefur af átu í mögum, geymist óskemmdur í a. m. k. eina viku ísaður. samkvæmt tilraunum, sem stofn- unin gerði á sl. ári. Norðmenn hafa reynt að flytja kolmunn- ann í kældum sjó, en sjókæling virðist ekki heppileg fyrir þennan fisk, þar sem hann er þó nokkuð eðlisþyngri en t. d. síldin og loðnan og sekkur bví auðveldlega, pressast saman á botninum og er erfitt að ná honum þar. Auk þess, sem hann er þá oft orðinn marinn og illa farinn. Kolmunninn er alveg ágætis matfiskur. Við höfum gert ýmis konar matreiðslutilraunir á kolmunna, sem slægður var og frystur um borð í r.s. Árna Friðrikssyni. Hann var soðinn, steiktur, djúpsteiktur, búnar til bollur úr kol- munnahakki og alltaf þóttu þessir réttir góðir, lítið lakari en sams konar réttir úr þorski og jafnvel ýsu. Allir sem ég veit til að borðað hafi kolmunna líkar hann vel. Norðmenn og Englendingar hafa komist að sömu niðurstöðu, að því er nýlegar fréttir herma. Norðmenn segja einn höfuðkostinn við kolmunnahold vera bindihæfni þess, þegar búnar eru til hinar hefðbundnu skandinavísku fiskibollur. Breskir „fish and chips“ kaup- menn, segja að kolmunnaflök séu alveg prýði- leg í þeirra vörur. Stærð kolmunnaflakanna, þau eru vanalega 45—60 g að þyngd, er sögð heppileg í þessum tilgangi. Það, hve kolmunninn er lítill, hefur þótt galli hvað snertir framleiðslukostnað, og margir fiskframleiðendur hafa látið hugfall- ast þess vegna. Það er augljóst, að nota verður vélar til þess að hausa kolmunnann og slægja hann, og ef með þarf að flaka hann. A. m. k. tveir evrópskir framleiðendur fiskvinnsluvéla hafa náð umtalsverðum árangri í því að breyta vélum sínum, svo að hægt er að nota þær í þessum tilgangi. Umfangsmiklar tilraunir voru gerðar á vél- flökun af Norðmönnum árið 1973. Árangur þeirra tilrauna virtist benda til þess að flökun væri ekki eins hagkvæm og marningsvinnsla. Flökunar- og roðflettingarvélar fyrir þennan fisk virtust a. m. k. þurfa endurbóta við og sérstaklega voru afköstin, sem vélarnar skil- uðu, fremur lítil. Hausunar- og slægingarvélar eru orðnar betur þróaðar. Hausinn er skorinn af og kviðarholið er algjörlega hreinsað með sérstökum kvarnarsteinum, burstum og vatns- sprautum. Þar með fjarlægist bæði svarta kviðarhimnan og nýrað (blóðhryggurinn). Eftir þessa hreinsun má'setja fiskinn í gegn- um marningsvél án frekari aðgerðar. Að því er segir í norskum fréttum, eru nýt- ingartölurnar 38—55% marningur, miðað við hausaðan og slægðan fisk. Þetta breytist með stærð fisksins, gerð vélar o. s. frv. Tilraunir, sem gerðar hafa verið í Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, bentu til, að betri nýting væri á marningsvinnslunni, ef kolmunninn væri nýr. Þá fengust um 45% af marningi, en ef kolmunninn var frystur, og þíddur upp fyrir vinnsluna, aðeins 39%, hvort tveggja miðað við óslægðan fisk. Þess ber að geta, að hér var hausað og slægt með höndunum. Nú í haust fékk Meitillinn í Þorlákshöfn lánaða vél, sem hausar og slægir smáfisk. Er þetta síldarflökunarvél, sem með smávægileg- um breytingum á að geta hausað, slægt og flakað kolmunna og jafnvel spærling. Rann- sóknaskipið Bjarni Sæmundsson kom með tæp 3 tonn af ísuðum kolmunna, sem unninn var í þessum vélum. Mest af fiskinum var hausað og slógdregið og skreiðarþurrkað, en lítilsháttar fryst bæði heilt og í flökum. Nokkrir byrjunarörðugleikar voru á vélvinnsl- unni, en þeir eru taldir tiltölulega auðveldir viðfangs. Áformað er að endurtaka þessar tilraunir núna næstu daga og munu þá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurða- deild Sambandsins útbúa hraðfryst sýnishorn til að bjóða sínum viðskiptavinum. Samlag skreiðarframleiðenda hefur tekið að sér að koma skreiðinni á framfæri, og eru um 200 kg tilbúin til sendingar. Gerðar voru ófullkomnar mælingar á af- köstum og nýtingu við vélvinnsluna í Þorláks- höfn og reynt að gera sér grein fyrir vinnslu- kostnaði, en þessar athuganir þarf að endur- taka. Ég álít að nota megi venjulegar síldarvélar til að hausa og slógdraga fiskinn um borð og ísa síðan. Gætu þá skipin verið a. m. k. viku úti ef fiskinn ætti að skreiðarþurrka. Það er þó ljóst, að hráefnisverð fyrir ísaðan kol- munna getur ekki orðið sambærilegt við verð á öðrum bolfiski né síld. Bræðsluveiðar eru sennilega ekki lokkandi miðað við núverandi mjölverð nema vel fiskist nærri landi. En það eru fáar framleiðslugreinar íslensks fiskiðn- aðar, sem skilað hafa miklum arði þegar í stað. Kolmunnaafurðir verða sennilega ekki Framhald á bls. 28. 26 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.