Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 7

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 7
EFNISYFIRUT. ÁæUun Hafrannsóknastofn- unarinnar fyrir ári3 1976 41 Sjávarútvegurinn 1975, greinaflokkur Jónas Jónsscm: iskmjölsframleiðslan 1975 42 Asgeir Jakobsson: Horðmannaþáttur. Úr sögu hvalveiðanna 44 ■^þjóöahafrannsóknaráðið 47 Alyktanir 34. Fiskiþings 49 RIT FISKIFÉ;LAGS ÍSLANDS 69.ÁRG.3. TBL. 15. FEBRÚAR 1976 Áætlun Hafrannsóknastofnunarinnar Minningarorö: Kristján Jónsson frá Garösstöðum 53 fyrir árið 1976 Fiskverð: Verð á bolfiski 54 Verð á rækju 55 kög og reglugerðir «eglugerð um breytingu i Um llr' 299 15' jÚlí 1971 hskveiðilandhelgi ísland Heglugerð um lágmarks stærðir fisktegunda Keglugerð um bann við Þorskyeiðum með flotvörpu Ur 3uður- og Vesturlandi Áœtiian um leiðangra Haf- rannsóknastofnunarinnar 56 57 58 1976 59 Ný fiskiskip: Sólfaxi SU 12 60 Porsíðumyndina tók Gunnar V. Andrésson ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG (slands höfn. ingólfsstræti SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELÍSSON (ábm.) I JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR; GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: gísli ólafsson PRENTUN: (SAFÓLD ÁSKRIFTARVERÐ 1500 KR. PR. ÁRG u, KEMUR ÚT HALFSMÁNAÐARLEGA Hafrannsóknastofnunin hefur mörgum og mikilvæg- um verkefnum að sinna í þágu þjóðarinnar og sjávarútvegs- ins sérstaklega og eru þau verkefni ýmist vísindalegar langtíma rannsóknir eða hag- nýtar rannsóknir, sem gagn- ast fiskveiðunum skjótt. Það hlýtur að verða umfangsmik- ið verkefni og taka upp mest- an eða allan starfskraft stofn- unarinnar að fylgjast með ástandi fiskstofna næstu ár- in. Það má ekki slaka á í því efni. Þetta er einnig það verk- efni, sem starfsmenn stofnun- arinnar eru menntaðir til og hæfa því stofnuninni sem slíkri. Meiningar eru því deildar um það meðal sjávar- útvegsmanna, hversu mikið eigi að færa út verksvið stofnunarinnar og dreifa þá um leið kröftum hennar frá fiskifræðilegum rannsóknum. Okkur vantar enn mörg svör í þeim efnum. Það er til dæm- is ekki fullnægjandi að vita um ástand stofnanna hverju sinni, heldur þurfum við að þekkja lífsskilyrðin í sjónum til þess að geta gert okkur grein fyrir æskilegasta ástandi stofnsins og stærð á hverjum tíma. Þurfum sem sé að þekkja beitarþol miðanna. Hafrannsóknastofnunina skortir því hvorki hagnýt verkefni, þar sem er að fylgj- ast með stofnstærðinni árlega á öllum okkar fisktegundum, né vísindaleg langtíma verk- efni, þar sem er rannsókn á lífsskilyrðunum í sjónum. Af þessu léiðir að margir eru þeirrar skoðunar að verkefni svo sem eftirlit með veiðum og tilraunaveiðar eigi sem mest að færast af Hafrann- sóknastofnuninni. Eftirlitið eigi að vera á vegum land- helgisgæzlunnar en tilrauna- veiðar stundaðar af fiski- mönnum og á fiskiskipum. Nú er það augljóst mál, að við verðum að vinda bráðan bug að tilraunaveiðum á kol- munna og djúprækju, jafnvel langhala og kúfiski. Þeir eru margir sem telja, að þetta eigi að vera verkefni fiskiskipa og komi þar hvorttveggja til, að Hafrannsóknastofnunin megi ekki dreifa kröftum sínum frá sínum eiginlegu verkefnum, og fiskiskipin séu betur fallin til veiðitilrauna en hafrann- sóknaskipin. Þegar veiðitil- raunir fara fram fyrir fiski- flotann, þá sýnist eðlilegast, að þær fari fram á skipum, sem eru sömu gerðar og með Framh. á bls. 60.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.