Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 19

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 19
t ^inningaror ð: Garðsstöðum rist.1án Jónsson frá Garðsstöðum verður ^nilegur öllum þeim, sem höfðu af hon- hanGln^Ver ^ynni- Rseður þar mestu hæfileiki hanS ^ ^6SS a® umgangast fólk, hispursleysi mál einiæ2ur áhugi fyrir framgangi þeirra samf’-iSem hann taldi h°rfa til heilla fyrir Um ee vf Kristjáni frá Garðsstöð- Serner horfinn af sjónarsviðinu einstaklingur, tUgj Setti syip sinn á Isafjörð í röska sjö ára- ^ristján Jónsson var fæddur á Garðsstöð- ngis heimilaðar á þeim árstíma sem sum- f , tssíldin gefur mestar og beztar afurðir nr isienzkan síldariðnað, sem afar nauð- í a efí er að byggja upp á ný eftir þriggja 3 • ^ Jskiþing átelur að ekki skuli hafa verið v n. eítir settum reglum í sambandi við ami lrna^rí meðferð síldar á yfirstand- siá'1 Vertið’ °g treystir því að valdhafinn Vp \ Um að settum reglum verði hlýtt fram- um í Ögursveit 18. febr. 1887. Foreldrar hans voru Jón Einarsson, útvegsbóndi á Garðs- stöðum, og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Hann stundaði verzlunarstörf hér á ísafirði á árunum 1904—1916, nema árin 1907—1908, en þá stundaði hann verzlunarnám í Kaup- mannahöfn. Eftir 1916 stundaði hann síldar- mat flest árin til 1933. Hann gerðist endur- skoðandi útibús Landsbanka íslands hér á ísafirði 1938 og gegndi því starfi til dauða- dags. Um árabil vann hann að málefnum Fiskifélags íslands. Árið 1922 var hann ráð- inn erindreki félagsins í Vestfirðingafjórð- ungi og gegndi því starfi í fjóra áratugi, til ársins 1962. Hann átti sæti í stjórn Fjórð- ungssambands fiskideildanna á Vestfjörðum í röska þrjá áratugi og fulltrúi á Fiskiþing- um var hann 1922—1934 og 1938—1951. Á þessum árum ferðaðist hann mikið í sam- bandi við starf sitt og flutti erindi um sjáv- arútvegsmál. Hafði hann víðfeðma þekkingu á þróun og uppbyggingu sjávarútvegsins á Vestfjörðum og var einlægur áhugamaður um velferð hans alla tíð. Hugur Kristjáns frá Garðsstöðum hneigð- ist snemma að ritstörfum. Var hann ritstjóri Vestra frá því snemma árs 1913 til ársloka 1918. í sambandi við útgáfu Vestra rak hann einnig prentsmiðju þessi ár. Hann var einn af stofnendum Sögufélags ísfirðinga 1953 og í stjórn þess til 1973. í ritnefnd Ársrits Sögu- félags Isfirðinga var hann frá upphafi 1956. Var hann hafsjór af fróðleik um vestfirzka byggðasögu og málefni Vestfjarða og ritaði mikið um þessi efni. Er mikið af því birt í Ársritinu. Einnig gaf hann út minningaþætti, sem hann nefndi „Af sjónarhóli". Kristján var alla tíð mikill baráttumaður fyrir framgangi áhugamála sinna, sem voru óvenju fjölbreytt. Var það honum bæði nauð- syn og nautn að ræða þau og hafði sérstakt lag á því, að búa orðum sírium þann búning, að eftir væri tekið. Var því jafnan hlustað á mál hans. Frásögn hans var oft blönduð góð- látlegri kímni og þekktur var hann fyrir ýmis hnyttiyrði, sem seint munu gleymast. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum andaðist í Sjúkrahúsi ísafjarðar á fyrsta vetrardag, 25. okt. s.l., á 89. aldursári. Minningarathöfn um hann fór fram í ísafjarðarkirkju 30. okt., en útför hans var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 1. nóv. s.l. Jón Páll Halldórsson. Æ GIR — 53

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.