Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 26

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 26
NÝ FISKISKIP Sólfaxi SU 12 í júlí á s.l. ári afhenti Tré- smiðja Austurlands h.f. Fá- skrúðsfirði 27 rúmlesta fram- byggt eikarfiskiskip, nýsmíði nr. 34 hjá stöðinni, sem hlaut nafnið Sólfaxi SU 12. Eigandi skipsins er Eljan h.f. Eski- firði. Fremst í skipinu, undir þil- fari, er lúkar með 6 hvílum og eldunaraðstöðu, en þar fyr- ir aftan vélarúm, fiskileit með áluppstillingu og skuthylki aftast, en þar eru brennslu- olíugeymar og stýrisvél. Þilfarshús úr áli er fram- antil á skipinu og nær það að b.b.-síðu. Stýrishús er fremst í þilfarshúsi, þar fyrir aftan er skipstjóraklefi, en salerni er í b.b.-síðu. Aðalvél skipsins er Volvo Penta, gerð TAMD 120 A, 300 hö við 1800 sn/mín. Við vél- ina er niðurfærslugír frá Twin Disc, gerð MG 514, og skrúfu- búnaður frá Marine Propul- sion, gerð J-14-1200 B. Skrúfa er 3ja blaða, þvermál 1200 mm. Framan á aðalvél er Marco aflúttak (1:1) og við það tengd Denison TDC 31-17 vökvadæla fyrir vindukerfi. Rafall á aðalvél er frá Alter- nator h.f., 6.5 KW. Hjálpar- vél er Farymann, gerð A10, 11 hö við 3000 sn/mín og við hana 6.5 KW rafall frá Alter- nator h.f. Rafkerfi skipsins er 24 V jafnstraumur. Stýrisvél er frá K & L Marine Equip- ment, gerð KLH 100, snún- ingsvægi 310 kgm. Vindubún- aður er vökvaknúinn (há- þrýstikerfi) og er um eftir- farandi vindur að ræða: Tog- vindu frá Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f. og línu- vindu og bómuvindu frá Rapp. Togvinda er af svonefndri 5 t gerð með tveimur togtroml- um, löndunartromlu og kopp- um. Togátak vindu á miðja tromlu 2.2 t og tilsvarandi vírahraði 70 m./mín. Línu- vinda er af gerðinni LS 240, 2 t. Færavindur eru af gerð- inni Elektra Hydro, vökva- drifnar, og eru 8 talsins. Helztu tæki í stýrishúsi: Ratsjá: Furuno FRC 40, 64 sml. Miðunarstöð: Furuno FDA-1. Sjálfstýring: Sperry, gerð 8T. Dýptarmælir: Simrad EL. Dýptarmælir: Furuno Universalgraph, gerð FUV — 11 — BF, með sjálfritara og mynd- sjá. Talstöð: Skanti, gerð TRP 4000, 400 W SSB. Örbylgjustöð: ISR, gerð AP 759 DK. Skipstjóri á Sólfaxa SU er Einar Eyjólfsson og frarn- kvæmdastjóri útgerðar Guð- jón Hjaltason. Rúmlestatala............................... 27 brl. Mesta lengd..............................17.07 m Lengd milli lóðlína......................15.40 m Breidd (mótuð).........................4.34 m Dýpt (mótuð)...........................1.84 m Brennsluolíugeymar.....................4.2 m3 Ferskvatnsgeymir.......................0.8 m3 Áætlun Hafrann- sóknastofnunar- innar. Framli. af hls. 41. sama útbúnaði og flotinn, sem á að nýta við veiðnarnar, þeg- ar þar að kemur. Á það má einnig benda, að líklegt er að fiskiskipinu vegni betur við tilraunirnar, einnig af þeim sökum, að það gefur sig ekki að öðru, en rann- sóknarskipunum er ætlað í hverjum leiðangri að sinna öðrum verkefnum jafnframt, oft óskyldum. Stundum gæti því hafrannsóknamönnunum fundist þeir vera að stela tíma frá mikilsverðum rannsóknar- störfum, sem þeir áttu að sinna í sama leiðangri. Seiða- rannsóknir og veiðitilraurd1 eru mjög ólík verkefni og þaí' getur reynzt erfitt í þe.ssu efni sem öðrum að þjóna tveimur herrum þannig a® báðum líki vel. Af þeirri áaetl' un, sem Hafrannsóknastofn- unin hefur gefið út fyrir lDTö er glöggt, hvorum herranuT hún telur sér og með réttu skyldara að þjóna. 60 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.