Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 12

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 12
Hún er hreint ekki ómerkur þáttur í útgerð- arsögu okkar, bæði til gagns og fróðleiks. Norðmennirnir unnu okkur það ógagn að of- veiða hvalinn, en við höfðum margvíslegt gagn af þeim líka. Þeir fluttu með sér ný vinnu- brögð og ný viðhorf, veittu atvinnu á erfið- um tímum og greiddu hér gjöld og skatta, sem dró landsjóð hreint ekki svo lítið. Það má nefna sem dæmi um það, hversu margt við lærðum okkur til gagns af norsku hval- veiðimönnunum, að þrír fyrstu véistjórarnir á íslenzku togurunum höfðu kynnzt gufuvél- um á norsku hvalveiðibátunum og höfðu tveir þeirra ekki annan lærdóm en urðu þó hinir traustustu vélstjórar. Risting segir, að sú andstaða, sem Svend Foyn og félagar hans hafi mætt hér hafi orðið til þess, að Foyn sleit félaginu við þá Larsen og Amliebræður. Hann vildi líka færa sig til Austfjarða og hóf byggingarframkvæmdir 1882 á Norðfirði en þær urðu ekki nema grunn- urinn og skorsteinninn. Það sem Foyn setti aðallega fyrir sig var það, að hann varð að gerast danskur ríkisborgari eða hafa „lepp“. en hvorugt var að hans skapi og alls ekki það fyrra, þegar við bættist, að skip hans áttu að sigla undir dönsku flaggi. Sumir Norð- menn voru á þessum tíma lítið hrifnir af Dönum og Foyn var svo skapi farinn að sögn, að hann tók ekki í mál að ganga að þessum skilyrðum. Tíu árum síðar eða árin 1892 og ’93 reyndi hann að komast framhjá afskipt- um íslenzkra og danskra yfirvalda með því að ætla að stunda veiðarnar frá bræðsluskipi, sem héldi sig utan danskrar lögsögu, en sú tilraun bar ekki góðan árangur og hann gafst upp eftir tvö sumur. Thomas Amlie vildi ekki fara austur á firði og heldur ekki gefast upp og hætta og réðst því í það að kaupa hlut Svend Foyn, en hann hafði lagt fram % hluta hlutafjárins, senni- lega í tækjum og búnaði og hvalbátnum frá stöð sinni í Vadö við Finnmörk. Thomas Amlie var kennari að menntun og starfi framan af ævinni, en hafði fengizt við útgerð og verzlun nokkur ár áður en þetta var, en hvalveiða kunni hann lítið til. Þegar hann hafði keypt hvalveiðistöðina á Langeyri flutti hann búferlum til íslands. Hann hafði áfram aðeins einn bát til veiðanna næstu þrjú sumrin 1884, ’85 og ’86 og veiddi 20—25 hvali hvert sumar, sem er allgóð veiði miðað við, að þetta hefur að líkindum allt verið steypireyður, sem jafngildir tveimur langreyðum og sex sandreyðum að afurða- magni. Hann lét því smíða sér annan hval- veiðibát 1886. Hann hét „Reykjavík" en sá fyrri „ísafold“. Veiðin var 38 hvalir sum- arið 1887 en 82 hvalir 1888, sem var síðasta sumarið, sem Amlie var einn Norðmanna hér með hvalveiðistöð. Langeyrarstöðin var sem sé ein í sex ár. Endalok Thomasar Amlie urðu þau, að hann hafði fengið sér þriðja bátinn til veiðanna 1894 og hét hann „Jarlen“. Á þessum hvalbáti fórst svo Thomas Amlie ásamt öllum mannskap, 32 að tölu, á útleið til Noregs haustið 1897 og var þá Amlie aldr- aður maður (82 ára), segir Gils í sinni frá- sögn. Hann ætti þá að hafa verið 68 ára þeg- ar hann kom til landsins? Stöðin á Langeyri var þá seld ásamt bátunum tveimur, ísafold og Reykjavík, hlutafélaginu „Hvalen“ frá Kristianiu (Oslo) og starfaði stöðin áfram næstu ár með 2—3 bátum. Forstjóri stöðv- arinnar var þá Isak Kobro. Thomas Amlie var að allra dómi, sem til þekktu, hinn merkasti maður og vel látinn og vinsæll vestra. Hann sýndi mikla stjórnsemi og dugnað, þegar honum tókst að gera hval- veiðistöð sína arðbæra eftir að Foyn skildi við hann, enda þótt hann kynni þá lítið til hvalveiða. Hann jók hægt umsvif sín og er þess vegna fyrirferðarminni í sögunni en sum- ir þeirra sem á eftir honum komu. Hann virð- ist hafa verið laus við þann gípugang, sem einkenndi suma norsku hvalveiðimennina og leiddi að lokum til ofveiði og hvalþurrðar við landið. Leiðréttingar í 1. tbl. eru leiðinlegar villur, sem ekki verð- ur komist hjá að leiðrétta. í afmælisgrein um Fiskveiðasjóð íslands stendur í fyrirsögn, að sjóðurinn sé 75 ára eins og í inngangsorðum greinarinnar, en eins og fram kemur í greininni átti hann 70 ára afmæli 10. nóv. 1975. Önnur villa er í dagsetningu blaðsins á 1- blaðsíðu. Þar stendur „68. árg. 22. tbl. 15- janúar 1976“, en á vitaskuld að standa „69. árg. 1. tbl. 15. janúar 1976“. Þetta eru eigendur Ægis góðfúslega beðnir að leiðrétta í blöðum sínum. 46 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.