Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 10

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 10
Ásgeir Jakobsson: NORÐM ANN AÞÁTTUR ÍJr sögu hvalveiðanna, framh. Þá er komið að þeim þættinum, sem veiga- mestur er í hvalveiðum við Island, en það er hvalveiðar Norðmanna frá bækistöðvum í landi á árunum 1883—1915. Um þær er til góð heimild í stórum dráttum, þar sem er kaflinn um íslandsveiðar Norðmanna í hval- veiðisögu Sigurd Risting, sem út kom á for- lagi Cappelens 1922 og heimildarmaður hans er meðal annarra enginn annar en aðalsögu- hetjan, Hans Ellefsen. í sagnasafninu „Frá yztu nesjum“ I. b. hefur Gils Guðmundsson tekið saman ýtarlega frásögn eftir skilgóðum mönnum, af veiðum og stöðvum á Vestfjörð- um og Magnús Gíslason skrifaði bók, „Á hval- veiðistöðvum". sem kom út 1949 og segir þar frá Framnesstöðinni vestra og Asknesstöð- inni eystra. Jóhann Hjaltason og Kristján G. Þorvaldsson fjalla einnig um Vestf jarðaveið- arnar í Árbók Ferðafél. íslands 1949 og 1951. í ævisögu sinni „Á sjó og landi“, segir Ás- mundur Helgason frá Austfjarðaveiðunum, en hann var einmitt oddviti í þeim hreppi, sem Svínaskálsstekksstöðin var í og þekkti hennar sögu gerla og reyndar allar veiðar Norðmanna eystra. Halldór Stefánsson hefur svo ritað ýt- arlega um veiðar Norðmanna eystra í Aust- firzk fræði. Enn eru svo á lífi menn, sem muna sitthvað til veiðanna og stöðvanna og í landhagsskýrslum er að finna allgóBar heim- ildir um útflutning hvalafurðanna á þessum árum, þó að þær séu dálítið varasamar sögu- legar heimildir á köflum. Það vantar ekki heimildir fyrir þessari merku útgerðarsögu en hins vegar heillega samantekt. Nú er það meining mín að tína saman úr þessum heimildum öllum og nokkr- 44 — Æ GIR um fleiri, sem getið verður í leiðinni, þátt af norsku hvalveiðistöðvunum og útgerðinni og veiðunum. Langeyrarstöðin — Svend Foyn og Thomas Amlie. Eins og frá hefur verið sagt í sambandi við heimsveiðarnar fann Norðmaðurinn Svend Foyn upp nothæfan sprengiskutul 1864 og það var einmitt þessi frægi maður, sem hóf fyrstur hvalveiðar Norðmanna frá bækistöð á íslandi ásamt þeim Amliebræðrum og MonS Larsen, útgerðarmanni í Haugasundi, en þess- ir allir mynduðu með sér félag til hvalveiða á íslandi og var það vorið 1883 að þeir settn sig niður á Langeyri við Álftafjörð vestra- Og voru tæki, hvalbátur og útbúnaður annar fluttur frá stöð Foyns í Vadö. Aðdragand- inn mun þó hafa verið nokkru lengri en al' mennt kemur fram í frásögnum af stofnun þessarar fyrstu hvalveiðistöðvar Norðmanna hér. Jóhann Hjaltason segir lítið eitt frá þess- um aðdraganda í Árbók Ferðafélags íslands 1949: „Vorið 1881 komu Norðmenn í Álftafjörð til athugunar á staðháttum undir hvalveiði- stöð og byggðu þá þegar smáskúr til lýsiS' bræðslu. En vorið 1882 hófust aðalfratn- kvæmdirnar við bryggjugerð og húsbygging' ar. Hvalstöðin var hlutafélagið „Mons Lar- sens Compani". Einn af hluthöfunum og sá sem fyrstur athugaði staðhætti var Svend Foyn.“ I frásögn Jóhanns af framkvæmdum Norðmanna er einnig að finna dæmi um það> hversu mjög þeir vönduðu til margra sinna J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.