Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 18

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 18
in ráðstöfunarfé Fiskveiðasjóðs hefur leitt af sér aukna greiðslubyrði atvinnugreinar- innar. Fiskiþing mótmælir harðlega vaxtahækkun af lánum Fiskveiðasjóðs og sérstaklega að hún sé látin gilda aftur fyrir sig á þann hátt sem stjórn sjóðsins hefur ákveðið. Samanburður við aðra fjárfestingarsjóði hefur leitt í ljós að lánakjör Fiskveiða- sjóðs eru mun óhagstæðari en þeirra. Fiskiþing leggur því áherzlu á að sjávarút- vegurinn búi ekki við óhagstæðari lánakjör en aðrir atvinnuvegir í landinu. Afkoma sjávarútvegsins er nú með þeim hætti að brýna nauðsyn ber til að endur- skoða greiðslubyrði útvegsins og færa til lækkunar. 2. Sé það vilji stjórnvalda að takmarka smíði nýrra skipa telur Fiskiþing óeðlilegt að það sé gert með óhagkvæmum lánakjörum eins og hækkun vaxta, í stað þess sé gerð krafa um hækkun eigin f jár kaupenda, beina tak- mörkun fjölda nýbygginga eða stöðvun á byggingu nýrra skipa. 3. Fiskiþing ályktar að þar sem verulegur hluti af tekjum Fiskveiðasjóðs kemur frá sjávarútvegi, verði ekki lengur við það unað að útvegurinn og fiskvinnslan eigi ekki fulltrúa í stjórn sjóðsins. 4. Fjárhagsnefnd leggur til að eftirfarandi tillögur Fjórðungssambands Norðlendinga verði vísað til stjórnar Fiskifélagsins. 1. Fjórðungsþing fiskideildanna í Norð- lendingafjórðungi haldið á Akureyri 1. nóv. 1975 samþykkir að óska eftir við Fiskifélag íslands, að það gangist fyrir athugun á fjármagnsfyrirgreiðslu við- skiptabanka og fjárfestingarsjóða við fyrirtæki í sjávarútvegi, bæði veiðum og vinnslu, eftir útgerðarstöðum og landshlutum og birti samanburðar- skýrslu í Ægi, svo fljótt sem tök eru á- 2. Fjórðungsþing fiskideilda í Norðlend- ingafjórðungi haldið á Akureyri 1. nóv. 1975, telur brýna nauðsyn bera til að fiskkaupendum verði gert skylt að tryggja útgerðarmönnum greiðslu 3 afla innan óeðlilega langs tíma, og hrá- efnisskuldir fái sama forgang og vinnu- laun. Síldveiðar 34. Fiskiþing fagnar þeim árangri, sem náðst hefur til þessa með friðunaraðgerðum þeim á íslenzku Suðurlandssíldinni, sem ákveðnar voru í byrjun árs 1972 og telur að veiðarnar í haust hafi sannað nauðsyn þess- ara friðunaraðgerða. í þessu sambandi lýsir Fiskiþing yfir eftir- farandi: 1. Fiskiþing styður bær tillögur Hafrann- sóknarstofnunarinnar, sem fram voru lagð' ar á þinginu, um að hámarksafli Suður- landssíldar árið 1976 verði bundinn við 15.000 lestir og að lágmarksstærð síldar. sem leyft verði að veiða, verði hækkuð * 1 2 27 cm. 2. Þá styður Fiskiþing einnig þær tillögur Haí' rannsóknarstofnunar að veiðar verði ein' RAFDRIFIN BRYNI fyrir fiskvinnslustöövar fiskiskip og báta ÞaÖ er ekki ástæðulaust, að MC rafdrifnu brýnin eru óðum að leysa gamla hverfisteininn af hólmi um allt land, því að þau eru MARGFALT FLJÓTVIRKARI og AUKA ENDINGU HNIFANNA: Fyrir 110 og 220 volt. Brýning tekur aðeins 1—2 mínútur. Stærð aðeins 25x20x15 cm. Einnig: Hausingar hnífar, flökunarhnífar, flatnings- hnífar. MO> ÁRNIÓLAFSSON &CO. SÍMI40088 52 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.