Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 14

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 14
gagna var það ákveðið að gefa þeirri nefnd það ráð, að stöðva allar síldveiðar í Norður- sjó á árinu 1976. Þessi síldarstofn er nú í slíkri lægð, að jafnvel tilfallandi síldveiði, það er síldarafli, sem fengizt hefur af tilviljun, þeg- ar skip væri á öðrum veiðum á þessum slóð- um, gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér í framtíðinni. 6. Annað mikilsvert verkefni Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins er vísindalegar rannsóknir á mengun hafsvæða. Fyrir ári gaf ráðið út þá umfangsmestu rannsóknarskýrslu, sem nokkurn tímann hefur verið gefin út um þetta efni og þar lagður grundvöllur, sem rann- sóknir skyldu miðast við, mengun á stórum hafsvæðum, svo sem Norðursjónum. ICES hef- ur nú ákveðið að færa út þessar rannsóknir til alls Norður-Atlantshafsins og það verk er nú vel á veg komið. 1 þessu verkefni felast mörg viðfangsefni, svo sem söfnun sýnishorna og tæknilegar skilgreiningar og ekki sízt sam- hæfing þeirra til að tryggja að hinar vara- sömu og stundum mjög flóknu skilgreiningar séu samanburðarhæfar hjá hinum ýmsu þjóð- um og rannsóknastofum. Sú grundvallarrannsókn, sem gerð var í Norðursjónum sýndi, að enda þótt um meng- un sé að ræða uppi við stendurnar og henni verði að fylgjast vel með, þá var mengun í fiski dýpra úti í Norðursjó mjög lítil miðað við það mengunarmark, sem sumar þjóðir telja hættumark og stundum reyndist magnið svo lítið, að það var naumast tæknilega mæl- anlegt. 7. Út frá þessum grundvallarrannsóknum í Norðursjó hefur ICES skipulagt samræmt og reglulegt rannsóknaprógram og ætlar að láta fylgja því árlegar skýrslur. Fyrsta skýrslan samkvæmt þessum árlegu rannsókn- um var lögð fram á þinginu nú í Montreal og var hún í samræmi við áðurnefnda frumrann- sókn og hefur verið samþykkt af ICES og verður send Oslómengunarnefndinni, sem kom saman í Portúgal síðast í október. 8. Það var rædd margvísleg önnur starf- semi ICES á þessu nýliðna þingi. Mjög mikil- vægt umræðuefni var hafræktun. Þar var skipzt á upplýsingum og menn miðluðu hver öðrum reynslu og tóku þessar umræður tvo hálfa daga í þinghaldinu. Á þessu sviði er vaknaður mikill áhugi fyrir að rannsaka vís- indaleg vandkvæði í þessu efni öllu og ICES lagði drög að frekari þróun og framvindu þeirra mála og að menn miðluðu áfram reynslu hver til annars. 9. Það setti mjög athyglisverðan og mark- verðan svip á þetta þinghald í Kanada, að þingfulltrúar frá Kanada og Bandaríkjunum tóku óvenjumikinn þátt í umræðum og lögðu fram skýrslur og héldu mörg erindi eða lögðu þau skriflega fram og umræður urðu altækari og árangursríkari en oft hefur verið á þing- um ICES. Virk þátttaka beggja vegna Atlants- hafsins er áreiðanlega mjög mikilvægt skref í þróunarsögu ICES. Síðustu tvær klausurnar í þessum upplýs- ingapappír ICES eru nafnarunur á rnönnum, sem aðstoðuðu við þinghaldið og mönnum, sem voru kosnir í hin ýmsu embætti til næstu þriggja ára. Forseti til næstu þriggja ára var kosinn prófessor G.V. Nikolsky frá Sovétríkj- unum og fyrsti varaforseti B.B. Parrish frá Bretlandi. Aðrir stjórnarmeðlimir eru frá Bandaríkjunum, Vestur-Þýzkalandi, Dan- mörku, Portúgal og Frakklandi. Aðalritari er H. Tambs-Lyche. Aðalstöðvar ICES eru í Charlottenlund í Kaupmannahöfn. ÞEIR FISKA SEM RÓA MEÐ VEIÐAFÆRIN FRÁ SKAGFJÖRÐ 48 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.