Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 16

Ægir - 15.02.1976, Blaðsíða 16
Valdi tímabundnar friðunaraðgerðir eða takmörkun á sókn fiskiflotans efnahags- legu tjóni hjá veiðum eða vinnslu, sjái stjórnvöld um, að slíkt tjón verði bætt af þjóðinni allri. Jafnframt verði þess gætt, að afkastageta fiskiflota landsmanna verði á hverjum tíma miðuð við að nýta að fullu afrakstur fiskstofna við landið með eðlilegu úthaldi, án þess að fyrirsjáanleg hætta verði á of- veiði. 4. Fiskiþing lítur svo á, að með tilliti til nú- verandi ástands í fiskveiðimálum, beri að leggja ennþá meiri áherslu en hingað til á fyllstu gæði alls fiskafla og þeirra út- flutningsvöru, sem úr honum er unnin. 5. Með hliðsjón af nýjum viðhorfum um stærð fiskstofna, telur Fiskiþing nauð- synlegt að Fiskveiðilaganefnd endurskoði frumvarp sitt og m. a. felli inn í lögin heim- ild fyrir ríkisstjórn til ákvörðunar hámarks ársafla einstakra botnfisktegunda. Ennfremur verði, með tilliti til valdbeit- ingar Breta við veiðar í fiskveiðilandhelg- inni, aukin fast afmörkuð friðunarsvæði, sem ef til vill yrðu fremur virt af þeim, heldur en skyndilokanir vegna smáfisk- gengdar. 6. Tillaga um breytingu á 3. gr. lagafrum- varpsins: Fiskiþing samþykkir að leggja til við Fisk- veiðilaganefnd, að í stað nefndar sex aðila, sem þar er gert ráð fyrir, verði verkefni nefndarinnar skv. lögunum falin stjórn Fiskifélags Islands og Hafrannsóknastofn- un, með tilliti til þess að hinir fjórir aðil- arnir eiga fulltrúa í stjórn FiskifélagsinS ásamt fleiri hagsmunasamtökum. 7. Breytingartillaga við 4. grein frumvarps til laga um veiðar í fiskveiðilandheigi ís- lands: Upphaf greinarinnar orðist svo: Sjávarútvegsráðherra ákveður með reglugerð lágmarksstærðir fisktegunda. Skipstjórnarmönnum er skylt að til- kynna eftirlitsskipi um magn smærri fisks í afla umfram 5%, strax og hans verður vart. Skipstjórnarmönnum er skylt að hirða og flytja að landi allan þann fiskafla, er þeir drepa við veiðarnar og skila við löndun sundurliðaðri skýrslu um teg- undir, magn og veiðisvæði. Fiski undir lágmarksstærð skal haldið aðskildum frá öðrum afla í veiðiskipi, og halda honum í umsjá ferskfiskmats Framleiðslueftirlits sjávarafurða. And- virði þess afla, sem umfram er 5% aí heildarþunga, og smærri en lágmarks- stærðir skal renna til Landhelgissjóðs. Á sama hátt skal fara með allan afla, sem ekki nær mati eftir gæðaflokkun fiskmatsins o. s. frv. 4. grein 3. málsgrein, viðauki: . .. skal skipherra ákveða áframhaldandi lokun veiðisvæðis allt að sjö sólarhring- um í senn. Við hverja slíka lokun .. • o. s. frv. FISKVERKENDUR ÚTGERÐARMENN ALLAR TEGUNDIR KLÓRTÆKJA fyrir VINNSLUSTÖÐVAR, FISKISKIP og BÁTA EINNIG: KLÓRMÆLITÆKI, KLÓRGASGRIMUR. GASKLÓRTÆKI. BÁTAKLÓRTÆKI VATNSKLÓRTÆKI MMÁRNIÓLAFSSON &CO.SÍMI 40088 ttt# 50 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.