Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1979, Síða 70

Ægir - 01.06.1979, Síða 70
Tálknfirðingur BA 325 14. apríl sl. kom skuttogarinn Tálknfirðingur BA 325 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Tálkna- fjarðar. Tálknfirðingur BA er byggður hjá Storvik Mek. Verksted A/S í Kristiansund í Noregi, ný- smíði nr. 86 hjá stöðinni, og er áttundiskuttogarinn í eigu landsmanna, sem byggður er hjá umræddri stöð. Skuttogari þessi er af svonefndri R-155 A gerð frá Storviks, sömu gerðar og Gullberg NS og Maí HF, en frábrugðinn fyrri skuttogurum af þessari gerð að því leyti til, að breiddin er 40 em meiri, svo og breytt fyrirkomulag, einkum varðandi íbúðir og togþilfar. Tálknftrðingur BA hefur mun hœrri mœlingu en fyrri systurskip, sem m.a. stafar af því að hann er ekki byggður með mœlingabönd eins og þeir fyrri, enda voru þeir byggðir fyrir norska aðila, með 300 rúmlesta mörk sem kröfu. Tálknfirðingur BA er í eigu Hraðfrystihúss Tálknafjarðar hf. Skipstjóri á Tálknftrðingi er Sölvi Pálsson og 1. vélstjóri Kristján Friðriksson. Fram- kvœmdastjóri útgerðarinnar er Pétur Þorsteins- son. Almenn lýsing: Skipið er byggt úr stáli skv. reglum Det Norske Veritas í flokki >í< 1A1, Stern Trawler, lce c, x MV. Skipið er skuttogari með tveimur þil- förum stafna á milli og skutrennu upp á efra þilfar. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir ferskvatn; geymslu og asdikklefa; fiskilest; vélarúm og skutgeyma aftast fyrir ferskvatn. Undir geymslu, asdikklefa og fiski- lest eru botngeymar fyrir brennsluolíu. í vélarúmi er hljóðeinangraður vélgæzluklefi. Fremst á neðra þilfari er stafnhylki og keðju- kassar, en þar fyrir aftan íbúðir. Aftan við íbúðir er vinnuþilfar með fiskmóttöku og aftast stýris- vélarrúm fyrir miðju. Til hliðar við fiskmóttöku og stýrisvélarrúm er geymsla, verkstæði og vélar- reisnir. S.b.-megin á vinnuþilfari er veiðarfæra- geymsla, en b.b.-megin klefi fyrir ísvélar. Mesta lengd ....................... 46.45 ni Lengd milli lóðlína ............... 40.15 m Breidd ............................. 9.40 m Dýpt að efra þilfari ............... 6.50 'in Dýpt að neðra þilfari .............. 4.35 m Eiginþyngd .......................... 634 1 Særými (djúprista 4.30 m) ........... 930 1 Burðargeta (djúprista 4.30 m) .... 296 1 Lestarrými .......................... 350 rn’ Brennsluolíugeymar .................. 104 m’ Ferskvatnsgeymar ..................... 71 rm Ganghraði (reynslusigling) ......... 13.0 hn Rúmlestatala ........................ 351 brl. Skipaskrárnúmer .................... 1534 Framarlega á efra þilfari er lokaður hvalbakur- Fremst í hvalbak er geymsla en þar fyrir afta° íbúðir. Aftan við hvalbak er togþilfarið. Vörpu' renna kemur í framhaldi af skutrennu og greims| í tvær bobbingarennur, s.b.- og b.b.-rennu, sem na fram að hvalbak. Aftarlega á togþilfari, til hliðar við vörpurennu, eru síðuhús (skorsteinshús). Yfir afturbrún skutrennu er toggálgi, en yfir frambn111 skutrennu er bipodmastur, sem gengur niður í síðu' húsin. Aftast á hvalbaksþilfari er brú (stýrishús) skipsins, sem hvílir á um eins meters retsm siðum er hvalbaksþilfar framlengt aftur að síðu húsum. í afturkanti brúar er mastur fyrir hífin8ar blökk. Vélabúnaður: Aðalvél skipsins er Wichmann, gerð 6AX, s strokka tvígengisvél með forþjöppu og eftirkaelinSu sem skilar 1800 hö við 375 sn/mín. Vélin te0®1* gegnum kúplingu skiptiskrúfubúnaði frá WlC; . mann. Skrúfa skipsins er 4ra blaða úr ryðfríu sta > þvermál 2050 mm, og utan um hana er skru hringur. . • - frá Við fremra aflúttak aðalvélar tengist deihgm Hytek af gerð FUC 800-69 HC, með úttök f>'rl_ fjórar vökvaþrýstidælur, sem eru fyrir vindur sDP sins. Snúningshraði á dælum er 290 sn/mín m1 við 365 sn/mín á aðalvél, hámarks aflyfiú^5 deiligírs 460 hö. Dælur drifnar af aðalvél u deiligír eru tvær G16, 104 hö hvor, og tvær G 123 hö hvor, lágþrýstidælur frá Brattvaag. ^ Hjálparvélar eru tvær Mercedes Benz, gefð , 404A, 385 hö við 1500 sn/mín. Hvor vél Markoni riðstraumsrafal, 240 KVA, 3x230 ^> .f Hz. Við aðra hjálparvélina er varadæla U vindukerfi skipsins af gerðinni Allweiler SHN v 386 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.