Ægir - 01.07.1980, Síða 27
^engunarmálum úrbótum á öðrum þáttum í rekstri
Verksmiðjanna. Þannig má í ýmsum tilvikum koma
Vl<5) aðgerðum til hagræðingar og framleiðniaukn-
lngar samfara rrtengunarvörnum í stað þess að ein-
angis verði um íjárfestingu í fjárhagslega óarð-
®rum búnaði að ræða. Sérstaklega ber að athuga
1 hverju tilviki hvort hagkvæmt sé að taka upp
gtifuþurrkun í'stað eldþurrkunar, en gufuþurrkun
efur verið talin gefa betri framleiðsluvöru. Enn-
remur þarf að taka tillit til orkusparnaðar,
en á undanförnum árum hafa einmitt komið
pam hugmyndir um nýtingu þeirrar orku sem
elst í útblástursloftinu.
Ljóst er að þær úrbætur sem hér er fjallað um
munu kosta mikið fé og að árangur muni ekki
nast nema til komi fyrirgreiðsla af hálfu hins
°Pmbera. Sérstaklega ber að hafa í huga í þessu
Sambandi að verulegur hluti kostnaðar mun óhjá-
V£emilega verða fjárhagslega óarðbær fyrir verk-
smiðjurnar.
^ fjárlögum fyrir árið 1979 var í fyrsta sinn
Veitt heimild til þess að fella niður aðflutnings-
8óld af búnaði til mengunarvarna. Til þess að
trJggja þá samræmingu aðgerða sem rætt er um hér
a framan er hins vegar nauðsynlegt að aðflutn-
‘ngsgjöld verði einnig felld niður af framleiðslu-
unaði fyrir fiskimjölsverksmiðjur svo sem gufu-
PUrrkurum, gufukötlum o.fl. Auk þessara aðgerða
er ljóst að einnig verur að koma til stóraukin
lánafyrirgreiðsla til verksmiðjanna þannig að dreifa
megi kostnaði við mengunarvarnir yfir hæfilegt
tímabil. Sérstaklega þarf að meta í þessu sam-
bandi hvort heppilegt sé að leggja hluta af hrá-
efnisverði verksmiðjanna í sérstakan sjóð til fjár-
mögnunar á úrbótum í þessum málum.
9. Heimildir
Þórður Þorbjarnarson og Páll Ólafsson.
„Um eyðingu lyktar og eims frá fiskimjölsverksmiðjum".
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Reykjavík 1973.
Hyjólfur Sæmundsson.
„Greinargerð um varnir gegn mengun og óþef frá fiski-
mjölsverksmiðjum". Heilbrigðiseftirlit rikisins, Reykjavík,
mai 1976.
Sentralinstitutt for industriell forskning.
„Undersökelse av luktutslipp fra sildoljeindustrien".
Oslo 12. mars 1978.
Eyjólfur Sæmundsson.
„Grútarmengun frá fiskimjölsverksmiðjum". Heilbrigðiseftir-
lit ríkisins. Reykjavík, október 1978.
Ævar Jóhannesson.
„Skýrsla um rannsókn á hæfni lofthreinsibúnaðar á verk-
smiðjunni Lýsi og Mjöl hf. Hafnarfirði." Raunvísinda-
stofnun Háskólans. Reykjavík, maí 1979.
Stefán Örn Stefánsson.
„Lykteyðingarbúnaður fyrir fiskimjölsverksmiðjur".
Iðntæknistofnun Islands, Reykjavík, des. 1979.
Leiðrétting:
1 grein dr. Þórs Jakobssonar, „Hafís nær og fjær,“
Sem hirtist í síðasta tölublaði Ægis, 6. tbl. 1980, féll
aukasetning niður ábls. 329. Ennfremur átti sérstað
lnubrengl á sömu blaðsíðu. Síðustu tvær máls-
§reinar í kaflanum um veðurfarsrannsóknir og at-
v>nnuvegina hljóða svo eftir leiðréttingu:
hetta er nú allt nokkuð og er bersýnilega ástæða
1 að fara að með gát og hafa tryggingar og sjóði
Sv ° sern bjargráða-, aflatryggingar- og hafnarbóta-
Sjeði v'ð höndina, ef í harðbakka slær. En nú segir
1 yrrnefndri skýrslu: „Viðlagatrygging bætir ekki
J°n' sem nefndinni var falið að fjalla um, að
óbreyttum lögum, en full ástæða væri til að kanna
hvort ekki væri rétt að breyta lögum sjóðsins, svo
að náttúruhamfarir eins og hafískoma væru innan
ramma hans“.
Viðlagatryggingu var víst komið á laggirnareftir
Vestmannaeyjagos. Það má að vísu lengi deila um
skilgreiningu orða, en víst þykir mér langt gengið,
eins og náttúru landsins er í rauninni háttað. að
líkja hafískomu við eldgos í byggð, úr fjalli sem
hefur sofið sex þúsund ára svefni. - Hvort sem
íslendingum líkar betur eða verr, þrengir hafísinn
sér inn í landslag íslenzkrar náttúru, líkt og snjór-
inn. Og við eigum eftir að lifa það af.
ÆGIR — 387