Ægir - 01.07.1980, Blaðsíða 42
nýafstöðnu vetrarvertíð. Frá áramótum til mán-
aðamóta apríl/maí var afli báta í fjórðungnum
orðinn 13.182 tonn, en var í fyrra 15.611 tonn.
Afli togaranna varð á þessu sama tímabili 23.965
tonn, en var í fyrra 19.278 tonn. Þessar aflatölur
miðast við óslægðan fisk. Aflahæsti báturinn varð
Garðar, Patreksfirði, með 978,5 tonn í 55 róðrum.
Norðurland
Tíðarfar var fremur hagstætt til sjósóknar þegar
litið er á vetrarvertíðina í heild. Gæftir voru góðar
miðað við árstíma í janúar, stopular í febrúar og
mars, en mjög góðar eftir þann tíma.
Aflinn hjá bátaflotanum var lélegur að jafnaði,
en skuttogararnir öfluðu almennt mjög vel, þrátt
fyrir erfitt tíðarfar á djúpmiðum. Stöðugt fækkar
þeim bátum sem róa með línu alla vertíðina frá
Norðurlandi, og í vetur voru þeir færri en nokkru
sinni, eða milli 4 og 5, en netaveiðar stunduðu
um 75 bátar.
Heildaraflinn á vetrarvertíðinni, sem í þessu yfir-
liti verður að miðast við mánaðamótin apríl/maí,
varð 42.486 tonn, en var í fyrra á vertíðinni
38.756 og 1977 varð aflinn 31.062 og er aflaaukn-
ingin því nær 37% s.l. tvö ár. Aflinn skiptist á
þessari vertíð þannig að togararnir hafa aflað 30.691
tonn, en bátarnir 11.795 tonn, en sömu tölur fyrir
vertíðina í fyrra eru 25.674 tonna afli hjá tog-
urunum og 13.082 tonn hjá bátum. Við nánari
athugun kemur í ljós, að gróflega tekið öfluðu
togararnir 50% meira en bátaflotinn 1978, 1979
öfluðu þeir 100% meira og 1980 150%.
Aflahæstu bátarnir á vertíðinni urðu Sigþór,
Húsavík, með 482 tonn og Geiri Péturs, einnig
frá Húsavík, með 348 tonn, en báðir þessir bátar
réru með línu framan af vertíðinni og skiptu
yfir á netin þegar kom fram í febrúar og fór að
tregast á línuna, en sæmilegur afli var á hana i
janúar.
I vetur voru alls 22 skuttogarar að veiðum fra
Norðurlandi, þar af voru 18 af svokallaðri minru
gerð, en 4 yfir 500 brt. Aflahæstu skuttogararnir
voru Kaldbakur með 2.014 tonn, Harðbakur með
1.932 tonn, báðir frá Akureyri, og þriðji hæstur
varð Sigurbjörg, Ólafsfirði, með 1.908 tonn.
Austfirðir
Aflabrögð voru með besta móti á s.l. vetrar-
vertíð. Miðað við óslægðan fisk öfluðu bátat
samtals 18.901 tonn, en höfðu aflað á sama tíma
í fyrra 17.243 tonn. Aflaaukningin hjá togurunum
varð tiltölulega meiri, eða 14.796 tonn á þessan
vertíð á móti 12.454 tonnum í fyrra.
Stærri bátar í sunnanverðum fjórðungnum réru
flestir með línu framan af vertíðinni en skiptu
allir yfir á net í lok febrúar.
Á Hornarfirði voru mest umsvif á vetrarver-
tíðinni að venju. Voru 14 línubátar gerðir þaðan
út í janúar og febrúar og öfluðu þeir 1.911,2 tonit
í 378 róðrum, en í sömu mánuðum í fyrra öfluðu
13 bátar 2.523,8 tonn í 375 róðrum og varð línu*
aflinn því 24,9% minni á milli ára. Heildarafli
Hornarfjarðarbáta í net varð 7.898,2 tonn í 679
róðrum, eða að meðaltali 10,7 tonn í róðri og hefut
netaaflinn því aukist um 28,6% frá
Aflahæsti báturinn á Hornafirð
á Austfjörðum varð Garðey með
róðrum, skipstjóri Örn Þór Þorbjörnsson og naest-
hæstur varð Hvanney með 779,8 tonn í 67 sjo-
Framhald á bls. 409■
í fyrra.
i og jafnfrarnt
848,0 tonn í -
Ingvar Hólmgeirsson. skip-
stjóri á Sigþór Húsavik.
Þorsteinn Vilhelmsson, skip-
stjóri á Kaldbaki, A kureyri.
Högni Skaftason, skipsljóá a
Hoffelli frá Fáskrúðsfirði-
402 — ÆGIR