Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1980, Síða 40

Ægir - 01.08.1980, Síða 40
þilfari. Vökvaknúin skutrennuloka er í efri brún skutrennu, felld lóðrétt niður í stýrisvélarrúm. Frá fiskmóttöku er fiskurinn fluttur með færi- bandi fram eftir fiskmóttökugangi að vinnuþilfari (aðgerðarþilfari) fremst á neðra þilfari. B.b.-megin aftantil á vinnuþilfari er móttökukassi og aðgerð- araðstaða, en eftir aðgerð fer fiskurinn síðan í gegnum tvö þvottaker með færiböndum og síðan að lestaropum. Slóg flytzt útbyrðis um stokk. Loft vinnuþilfars er einangrað og klætt með stál- þynnum, en síður óeinangraðar. Fiskilest er útbúin fyrir fxskkassa nema fremsti hlutinn, sem er búinn uppstillingu. Lestin tekur um 1900 fiskkassa af 901 stærð, auk um 401 í stíur. Lest- in er að mestu einangruð með plasti og klædd með krossviði. Kæling í lest er með kælileiðslum í lofti lestar. A lest eru tvær aðallúgur, auk þess ein minni lúga. Losun er möguleg um tvær losunarlúgur á efra þilfari, upp af lestarlúgum á neðra þilfari, önnur framan við yfirbyggingu en hin aftan við yfir- byggingu. Vindubúnaður: Aftan við þilfarshús á efra þilfari eru tvær tog- vindur (splittvindur), s.b,- og b.b.-megin. Togvind- ur eru rafknúnar frá Brissonneau & Lotz Marine, gerð 101 000-3. Hvor vinda hefur eina tromlu (408 mmax 1308 mm0x 1660 mm), sem tekur um 1200 faðma af 3 1/4” vír. Togátak vindu á miðja tromlu er 6.0 t og tilsvarandi dráttarhraði um 100 m/mín. Hvor vinda er knúin af 150 ha, 300 V, 975 sn/mín. Leroy jafnstraumsmótor. Engar sjálfstæðar grandaravindur eru í skipinu, og eru grandaravírarnir dregnir inn á flotvörpu- vindu skipsins. B.b.-megin á togþilfari, aftan við kolsýrurúm, er rafknúin hífingavinda frá Briss- onneau & Lotz Marine, gerð 101-5002, búin tveim- ur tromlum og koppi, knúin af 150 ha Leroyjafn- straumsmótor. Hífingavindan er einnig notuð fyrir pokalosun. Skipið er búið rafknúinni flotvörpuvindu fra Brissonneau & Lotz Marine, gerð 101-4003. tromlumál 608 mm0x 1728 mm0x 3470 mm, tog' átak 9 t og tilsvarandi dráttarhraði 70 m/mín. Framan við yfirbyggingu eru tvær rafdrifnar koppavindur frá Zaklady Mechanizmow. Framar/ lega á efra þilfari er rafdrifin akkerisvinda fra Stocznia búin einni keðjuskífu og tveimur koppuo1, Aftast á s.b.-þilfarshúsi er rafdrifin netsjáf' vinda frá Atlas, gerð VS 6028. Rafeindatæki, tæki í brú o.fl.: Ratsjá: Decca RM 926, 48 sml. Ratsjá: Decca 150, 48 sml. Seguláttaviti: Lilley & Gillie, spegiláttaviti í þa^'' Gyróáttaviti: Ansch’útz, Standard 6. Sjálfstýring: Anschutz. Vegmælir: Ben. Miðunarstöð: Koden KS 540. Loran: Micrologic ML 1000, sjálfvirkur loran móttakari. Loran: Teledyne TDL 601, sjálfvirkur loran móttakari. Dýptarmælir: Atlas Fischfinder 700, sambyggður mælir með skrifara og myndsjá. Asdik: Elac. Netsjá: Atlas Netzsonde 840 með EchograPu 470 skrifara og kapli. Talstöð: Drakkar CRM 0211. Örbylgjustöð: ITT Marine, gerð STR 65/CR^ 1565. * Af öðrum tækjabúnaði má nefna kallkerfi, vör. og örbylgjuleitara. í stýrishúsi eru stjórntæki fyr'r togvindur, flotvörpuvindu og netsjárvindu. ^ira lengdarmælar frá MTl eru í stýrishúsi. í stjórU klefa fyrir vindur eru stjórntæki fyrir togvinduf’ hífingavindu og flotvörpuvindu. Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna: E1 ^ Zodiac slöngubát, þrjá 12 manna Viking gúmn11 björgunarbáta og Callbuoy neyðartalstöð. 448 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.