Ægir - 01.11.1980, Side 10
Oddur Benediktsson:
Aflatölva
Inngangur
Tilkostnaður við veiðar hækkar sifellt. Og þá
einkum vegna verðhækkana á olíu. Afkoma út-
gerðarinnar verður því æ háðari hagkvæmri notk-
un skipanna.
Margbreytilegar upplýsingar flæða um brú fiski-
skips: Fiskleitartæki gefa i sífellu frá sér upplýsing-
ar. Boð um eigin afla og aflabrögð annarra berast
að jafnt og þétt. Fylgjast þarf með atburðarás og
tíma- og staðsetja atburði. Auk þess sem grípa þarf
til eldri upplýsingaforða.
Við veiðar verður skipstjórinn að taka flóknar
ákvarðanir varðandi framkvæmd og framhald
veiðanna. Ákvarðanir byggjast meðal annars á
aflahorfum, fjarlægð til annarra miða, úthaldi,
fjarlægð til löndunarhafnar, siglingarhraða, olíu-
brennslu, auk veðurs.
Spurningin sem gerist æ áleitnari er þessi, á
hvern hátt er hægt að auðvelda skipstjóra á fiski-
skipi ákvarðanartekt varðandi veiðar og þá sér-
staklega, getur tölvan hjálpað til.
Tölvukerfi til notkunar við fiskveiðar nefnist
aflatölva. Aflatölva er útreiknings- og bókhalds-
kerfi skipstjórans.
Ymiskonar smátölvur skjóta nú upp kollinum í
fiskiskipum: Tölvur til að fylgjast með olíueyðslu,
tölvur í staðsetningatækjum, tölvur í fiskleitar-
tækjum og tölvubúin fjarskiptatæki. Um þessar
tölvur verður ekki fjallað hér. Þó full ástæða væri
til að líta á tækjabúnaðinn í heild sinni.
Undirritaður hefur unnið að rannsóknum á hag-
kvæmni aflatölvu um hríð í samvinnu við Fiskeri-
teknologisk Forskningsinstitutt í Þrándheimi. Og
leitað hefur verið ráða hjá skipstjórum.
Rannsóknirnar benda til að aflatölvan muni
létta skipstjóranum úrvinnslu mikilvægra upplýs-
inga. Ákvarðanir hans yrðu hnitmiðaðri, sem gæí>
leitt til sparnaðar.
Kerfiskröfur
Meginkröfur sem gerðar eru til aflatölvunnar
eru að hún sé þjál og örugg í notkun.
Kerfið á að virka sem sjálfstæð heild. Skipstjor
inn einn ræður hvaða upplýsingar tölvan geym>r
og að sjálfsögðu vali verkefna.
Aflatölvan getur skilað upplýsingum á texta
formi jafnt og á grafísku formi. Aðallega er nota ^
ur skermur til aflestrar en þó er hægt að fá papPir,
afrit. Tölvuforritin og gagnaskrár eru varðveitt
kassettum — auk þess má fá kassettur með öðr
efni til gagns og gamans.
Aflatölvan getur tengst þeim staðarákvörðunaf
tækjum sem gefa frá sér umreiknaða staðaf
ákvörðun í lengd og breidd á stafrænu tö*'U
tæku formi. Sé slíkt tæki ekki fyrir hendi ver^Uc
skipstjóri að slá inn staðsetningu sína um leið
aflatölur og aðrar upplýsingar. Aflatölvan á se
sagt að geta unnið án beinnar tengingar við staða^
ákvörðunartækin, þótt slík tenging yrði til hæg
arauka.
Fortíð, nútíð og framtíð tengjast í aflatölvunnn
Upplýsingar um fyrri veiðiferðir eru geynidar
kasettum. Gögnum um yfirstandandi veiðiferð e
safnað á kasettu. Og með þvi að spá um aflalíKU^
getur skipstjórinn látið tölvuna reikna útkomur
mismunandi valkostum.
Tilraunakerfið
Til tilrauna var valin borðtölva að gerð Hew e
Packard HP—85. Tölvan hefur lítinn grafís ^
skerm og innbyggðan prentara og kasettu. Hun
viðtengjanleg við margs konar mælitæki.
Nú skal tekið einfalt dæmi. Dæmið á við to
570 — ÆGIR