Ægir - 01.11.1980, Side 20
Færeyskir fiskibátar hófu laxveiðar með flotlínu
þann 25. október s.l. Hafa 40 færeyskir bátar leyfi
til veiðanna og 6 danskir. Laxveiðar Færeyinga í
sjó hafa farið jafnt og þétt vaxandi á
undanförnum árum, en aldrei hefur annar eins fjöldi báta farið til laxveiða og nú (sjá töflu).
ár bátar tonn ár bátar tonn
1968 3 3 1974 5 18
1969 3 4 1975 6 27
1970 4 6 1976 9 40
1971 — — 1977 9 40
1972 2 8 1978 8 37
1973 6 28 1979 21 106
Hin mikla aukning laxveiðibáta á þessu ári á
rætur að rekja til þess, að útgerð þeirra er þessar
veiðar stunduðu á s.l. ári skilaði mestum hagnaði.
Sem dæmi má taka, að á meðal þeirra sem nú fara
á laxveiðar er „Vesturhafið,” litill skuttogari, sem
verið er að breyta í þessum tilgangi, og mun sú
breyting kosta a.m.k. 800.000 d.kr.
Sú kvöð fylgir því í ár að fá laxveiðileyfi hjá
stjórnvöldum í Færeyjum, að borga verður eina
ronu af hverju kg í skatt til ríkisins, sem nota á til
uppeldis og sleppinga á laxi í framtiðinni.
Helsta áhyggjuefni laxfiskimanna í upphafi
þessarar vertíðar er að illa hefur gengið að fá beitu,
en eftirsóttasta beitan er brislingur veiddur í
Eystrasalti.
Sem stendur er verð á ferskum laxi úr sjó mjög
hátt og eru Færeyingar bjartsýnir um góða vertið
Nokkrar deilur hafa verið uppi í Færeyjum um
veiðar þessar að undanförnu og benda andstæð-
ingar þessara veiða á, að lítill sem enginn lax hafí
gengið í læki og vötn eyjanna á þessu ári og hafi
stöðugt farið minnkandi í gegnum tíðina.
Laxamið Færeyinga eru norður og norðvestur af
eyjunum, eða ekki langt undan suðausturströnd ís-
lands.
•
Hafbeitartilraunir (salmon ranching), eru nú
hafnar i stórum stíl bæði á suður- og norðurhveli
jarðar. Áhugi á hagbeit eða sleppingu laxaseiða fet
nú vaxandi víða um heim og má í því sambandi
nefna Iönd eins og suðurhluta Chile og nyrstu hér-
uð Rússlands. Tilraunir hafa verið gerðar með haf-
beit Kyrrahafslax á norðurheimskautssvæðum og
lofa þær tilraufnir góðu og virðast endurheimtur
það miklar að þessi starfsemi geti orðið arðvænleg-
Á árinu 1974 birtu ameriskir vísindamenn
skýrslu, þar sem þeir bentu á að slepping laxaseiða
gæti verið mjög hagkvæm í löndum eins og Chile
og Argentínu vegna hins geysilega ljósátumagns í
Suðurhöfum sem laxinn gæti nærst á.
Japönsk fyrirtæki hafa nú þegar fengið aðstöðu
til hafbeitartilrauna í Chile. Samkvæmt frétt ,,Fish
Farming International” hefur japanska
stórfyrirtækið Nichiro nú stofnað fiskræktarfyrir-
tæki ásamt athafnamönnum í Chile. Áætlar fyrir-
tæki þetta að fljúga með laxahrogn frá Japan til
klak- og eldisstöðva í Chile þar sem hrognunum
verður klakið og seiðin alin þar til þau hafa náð
sjógöngustærð.
í Rússlandi vinna vísindamenn að því að koma
upp Kyrrahafslax á nýjum svæðum. Rússar hafa
fengið hrogn úr Kyrrahafslaxi sem var veiddur við
Kurileeyjar norður af Japan. Þessum hrognum var
síðan klakið og seiðunum sleppt í norðurhéruðum
Rússlands með góðum árangri. Þá má einnig nefna
að Kyrrahafslax hefur einnig tekið sér bólfestu í
Kaspíahafi.
Á síðasta ári var heildarframleiðsla eldisstöðva
800 milljónir seiða af Kyrrahafslaxi og búist er við
að seiðaframleiðslan nái 1000 milljónum innan
fárra ára.
Færeyingar hafa fest kaup á verksmiðjutogara
(sjá mynd), sem þeir hafa í hyggju að gera út á kol-
munnaveiðar i framtíðinni. Togari þessi er fimm
ára gamall, byggður á Ítalíu, og voru nokkri slíkir
raðsmíðaðir fyrir Frakka þar. Verksmiðjutogarar
580 — ÆGIR