Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1980, Qupperneq 20

Ægir - 01.11.1980, Qupperneq 20
Færeyskir fiskibátar hófu laxveiðar með flotlínu þann 25. október s.l. Hafa 40 færeyskir bátar leyfi til veiðanna og 6 danskir. Laxveiðar Færeyinga í sjó hafa farið jafnt og þétt vaxandi á undanförnum árum, en aldrei hefur annar eins fjöldi báta farið til laxveiða og nú (sjá töflu). ár bátar tonn ár bátar tonn 1968 3 3 1974 5 18 1969 3 4 1975 6 27 1970 4 6 1976 9 40 1971 — — 1977 9 40 1972 2 8 1978 8 37 1973 6 28 1979 21 106 Hin mikla aukning laxveiðibáta á þessu ári á rætur að rekja til þess, að útgerð þeirra er þessar veiðar stunduðu á s.l. ári skilaði mestum hagnaði. Sem dæmi má taka, að á meðal þeirra sem nú fara á laxveiðar er „Vesturhafið,” litill skuttogari, sem verið er að breyta í þessum tilgangi, og mun sú breyting kosta a.m.k. 800.000 d.kr. Sú kvöð fylgir því í ár að fá laxveiðileyfi hjá stjórnvöldum í Færeyjum, að borga verður eina ronu af hverju kg í skatt til ríkisins, sem nota á til uppeldis og sleppinga á laxi í framtiðinni. Helsta áhyggjuefni laxfiskimanna í upphafi þessarar vertíðar er að illa hefur gengið að fá beitu, en eftirsóttasta beitan er brislingur veiddur í Eystrasalti. Sem stendur er verð á ferskum laxi úr sjó mjög hátt og eru Færeyingar bjartsýnir um góða vertið Nokkrar deilur hafa verið uppi í Færeyjum um veiðar þessar að undanförnu og benda andstæð- ingar þessara veiða á, að lítill sem enginn lax hafí gengið í læki og vötn eyjanna á þessu ári og hafi stöðugt farið minnkandi í gegnum tíðina. Laxamið Færeyinga eru norður og norðvestur af eyjunum, eða ekki langt undan suðausturströnd ís- lands. • Hafbeitartilraunir (salmon ranching), eru nú hafnar i stórum stíl bæði á suður- og norðurhveli jarðar. Áhugi á hagbeit eða sleppingu laxaseiða fet nú vaxandi víða um heim og má í því sambandi nefna Iönd eins og suðurhluta Chile og nyrstu hér- uð Rússlands. Tilraunir hafa verið gerðar með haf- beit Kyrrahafslax á norðurheimskautssvæðum og lofa þær tilraufnir góðu og virðast endurheimtur það miklar að þessi starfsemi geti orðið arðvænleg- Á árinu 1974 birtu ameriskir vísindamenn skýrslu, þar sem þeir bentu á að slepping laxaseiða gæti verið mjög hagkvæm í löndum eins og Chile og Argentínu vegna hins geysilega ljósátumagns í Suðurhöfum sem laxinn gæti nærst á. Japönsk fyrirtæki hafa nú þegar fengið aðstöðu til hafbeitartilrauna í Chile. Samkvæmt frétt ,,Fish Farming International” hefur japanska stórfyrirtækið Nichiro nú stofnað fiskræktarfyrir- tæki ásamt athafnamönnum í Chile. Áætlar fyrir- tæki þetta að fljúga með laxahrogn frá Japan til klak- og eldisstöðva í Chile þar sem hrognunum verður klakið og seiðin alin þar til þau hafa náð sjógöngustærð. í Rússlandi vinna vísindamenn að því að koma upp Kyrrahafslax á nýjum svæðum. Rússar hafa fengið hrogn úr Kyrrahafslaxi sem var veiddur við Kurileeyjar norður af Japan. Þessum hrognum var síðan klakið og seiðunum sleppt í norðurhéruðum Rússlands með góðum árangri. Þá má einnig nefna að Kyrrahafslax hefur einnig tekið sér bólfestu í Kaspíahafi. Á síðasta ári var heildarframleiðsla eldisstöðva 800 milljónir seiða af Kyrrahafslaxi og búist er við að seiðaframleiðslan nái 1000 milljónum innan fárra ára. Færeyingar hafa fest kaup á verksmiðjutogara (sjá mynd), sem þeir hafa í hyggju að gera út á kol- munnaveiðar i framtíðinni. Togari þessi er fimm ára gamall, byggður á Ítalíu, og voru nokkri slíkir raðsmíðaðir fyrir Frakka þar. Verksmiðjutogarar 580 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.