Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1980, Page 22

Ægir - 01.11.1980, Page 22
Jón Sveinsson, tæknifræðingur: Bátaflotinn er gamall Ofveiði Við höfum gert okkur fulla grein fyrir þvi að of- veiði leiðir til ófarnaðar og fátæktar ef taumlaust er stunduð. Sildinni var ausið upp uns ekkert var til að veiða 1967-1968. Friðun og veiðitakmörkun hefir leitt til þess að nú fer ört vaxandi síldarmagn það sem veiða má og gefur nú umtalsverðar tekjur. Hrygingarstofn íslenska sumargotssíldarinnar 1956-1979. Svarta skýrslan og svartsýni Við útkomu svörtu skýrslunnar fylltust margir svartsýni þar sem hún sýndi ótvírætt að þorsk- stofninn, þýðingarmesta fisktegund okkar, var í bráðri hættu. Fiskifræðingarnir sýndu með sterk- um rökum fram á mikinn vanda, og boðað var að leggja jafnvel hálfum flotanum allt árið, eða minnka flotann um helming, en hvorttveggja eru þungir kostir. Stjórnmálamenn reyndu að rata meðalveginn með veiðitakmörkunum. Landhelgismálið Ráðamönnum okkar, sem oftast eru skammaðir bæði fyrir það sem þeir gera og gera ekki, tókst með viti, þrautseigju og lægni að vinna hvert þorskastríðið á fætur öðru, með frábærri framrW' stöðu Landhelgisgæslunnar og einhuga stuðning1 allrar þjóðarinnar. Haldgóð rök fiskifræðinga okkar komu að fullum notum. Samstillt átak lyfn grettistaki. Fiotinn þykir nú of stór Fiskifloti okkar þykir nú of stór, þó er hann tæplega 'A á móti fiskiflota Pólverja, sem erlt stœrri þjóð en búa við fiskilítið og hálfdauú Eystrasaltið. Flotinn er gamall Nefnd skipuð af iðnaðarráðherra 1971 þar sem Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri var kjöt' inn formaður, reiknaði út að meðalæfi fiskiflota okkar reiknað yfir nokkur ár væri 22 ár. 255 skip á afsláttaraldri Á næsta ári hafa 255 skip úr fiskiflota okkar ná þessum afsláttaraldri. Á hverju ári næstu þrjú ann bætast 55 skip í hópinn sem ætti að slá af. Samta s eru þetta 420 skip til afsláttar á næstu þrem árum> að tölu til meira en helmingur flotans. Ef flotinn er raunverulega of stór, til að fm nægja þörfinni sem verður á næstu árum, þarf a fækka skipunum. Um þetta eru þó ekki allir sam- mála, um þetta er deilt. Víst er þó að úrelding báta flotans er svo ör um þessar mundir að af þeim sö um minnkar flotinn ört þótt innlend smíði sé rekm af fullum krafti. Aldurslagasjóður Matthias Bjarnason f.v. sjávarútvegsráðherra hefir oft bent á að efla beri Aldurslagasjóð til ÞesS 582 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.